„Við þurfum að sjá inn í þennan veruleika“

Heimildaljósmyndarinn Þórsteinn Sigurðsson skrásetur líf tveggja heimilislausra manna í Reykjavík

Kristján Guðjónsson
Mánudaginn 8. janúar 2018 22:00

Í heimildaljósmyndum Þórsteinn Sigurðsson, sem einnig kallar sig Xdeathrow.
fáum við ómetanlega innsýn í ýmsa falda afkima íslensks samfélags sem annars rata sjaldan í sviðsljósið.

Einn allra efnilegasti og sérstakasti ljósmyndari landsins um þessar mundir.
Þórsteinn Sigurðsson Einn allra efnilegasti og sérstakasti ljósmyndari landsins um þessar mundir.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Í myndunum fangar Þórsteinn frelsið og kraftinn, stjórnleysið og fegurðina utan alfaraleiðar, hvort sem það er hjá hangsandi, tískumeðvituðum unglingahópum, vegglistamönnum sem skreyta borgina í skjóli nætur, heimilislausum óreglumönnum, djömmurum og dópistum á ósamþykktum tattústofum, í földum og ólöglegum vopnabúrum, eða líkhúsum.

Ítarlegt viðtal við Þórstein má lesa helgarblaði DV.

Heimili í gámum

Eitt ef þeim verkefnum sem Þórsteinn einbeitir sér að um þessar mundir er ljósmyndaserían Container Society, í henni fylgir hann eftir tveimur mönnum sem hafast við í gámabyggð fyrir heimilislausa á Grandanum.

„Ég hef svolítið verið að taka svona deadpan borgarlandslagsmyndir að undanförnu. Sem hluta af því átti ég leið framhjá þessum skúrum úti á Granda, ég hafði vitað af þeim í mörg ár og hafði eiginlega verið smá hræddur við þá – vissi að þar byggju einhverjir ógæfumenn. Einn daginn manaði ég mig svo upp í að banka upp á, kynna mig og athuga hvert það leiddi mig. Á móti mér tók mjög indæll maður sem var með gest hjá sér þann daginn. Ég spurði hvort ég mætti taka portrettmyndir, þeir tóku vel í það og daginn eftir kom ég til að mynda,“ segir Þórsteinn.

Að undanförnu hefur Þórsteinn fylgt eftir tveimur mönnum sem hafast við í gámabyggð fyrir heimilislausa úti á Granda.
Lífið í gámum Að undanförnu hefur Þórsteinn fylgt eftir tveimur mönnum sem hafast við í gámabyggð fyrir heimilislausa úti á Granda.

Mynd: Þórsteinn Sigurðsson / Xdeathrow

„Ég hef verið í miklu sambandi við þessa menn í nokkra mánuði. Þetta eru bara skemmtilegir gaurar og við erum orðnir góðir vinir. Ég hjálpa þeim þegar ég get og svo mynda ég þá reglulega í hversdagsleikanum, bæði heima hjá þeim og í ýmsum verkefnum um bæ og borg, hvort sem það er að kaupa í matinn, heimsækja vin eða redda einhverjum efnum. Sumir sem hafa séð myndirnar hafa talað um hvað það sé hræðilegt hvernig þeir búa og lifa – en það er ekki endilega markmiðið hjá mér. Þótt þetta sé að mörgu leyti ömurleg tilvera er ég ekkert að taka myndir svo fólk geti vorkennt þeim. Þetta eru fullorðnir menn sem að taka ábyrgð á sínu lífi. Ég er ekki að reyna að búa til einhverja dramatíska sögu sem endar ógeðslega illa.

En við þurfum að sjá inn í þennan veruleika eins og hvern annan. Það eru svo margir sem eru að gera tískumyndir eða taka sætar myndir af vinum sínum en ég hef ekki áhuga á því. Ég hef gaman af því að vinna með eithvað sem er undir niðri og setja það á sama stall, á sama vettvang og í sömu gæði og hitt.“

En er ekkert erfitt að fá fólk til að hleypa þér svona nálægt sér til að skrásetja lífsstíl eða tilveru sem er litin hornauga af stærstum hluta samfélagsins?

„Kannski er þetta einhver hæfileiki sem maður þjálfast í eða er fæddur með en ég á mjög auðvelt með að fá fólk til að treysta mér. En ég passa mig líka á að fara aldrei yfir línuna. Ég leyfi fólki að njóta ákveðinnar friðhelgi. Ég held að þessir menn hafi bara skynjað að mér væri alvara, hafi fundið að mér var annt um þeirra réttindi og væri ekki að fara að eyðileggja eitthvað fyrir þeim. Þeir hleyptu mér alveg að sér strax, ég á mjög nánar og persónulegar myndir af þeim, en þeir voru alveg opnir fyrir því. Ef þú er heiðarlegur þarna úti þá treystir fólk þér.“

Mynd: Xdeathrow

Kristján Guðjónsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 13 klukkutímum

Lovren kallaði Spánverja aumingja – Stjórinn ætlar að ræða við hann

Lovren kallaði Spánverja aumingja – Stjórinn ætlar að ræða við hann
Fyrir 13 klukkutímum

Fangi í Fossvogi

Fangi í Fossvogi
433
Fyrir 14 klukkutímum

Tobias Thomsen aftur í KR?

Tobias Thomsen aftur í KR?
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Krafan um að erlenda vinnuaflið tali íslensku – er það innifalið í kaupinu?

Krafan um að erlenda vinnuaflið tali íslensku – er það innifalið í kaupinu?
433
Fyrir 15 klukkutímum

Sár því hann fær ekki að mæta Ronaldo í kvöld

Sár því hann fær ekki að mæta Ronaldo í kvöld
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum
Veiparar Íslands
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Sigurður Ingi segir að ríkisstjórnarsamstarfið byggi á samvinnu og trausti – Markmiðið að koma Íslandi í fremstu röð á sem flestum sviðum

Sigurður Ingi segir að ríkisstjórnarsamstarfið byggi á samvinnu og trausti – Markmiðið að koma Íslandi í fremstu röð á sem flestum sviðum
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Hversu lengi á maður að vera í sömu vinnunni?

Hversu lengi á maður að vera í sömu vinnunni?
Eyjan
Fyrir 17 klukkutímum

Sem örþjóð verðum að snúa bökum saman og takast á við þau erfiðu og alvarlegu vandamál sem blasa við

Sem örþjóð verðum að snúa bökum saman og takast á við þau erfiðu og alvarlegu vandamál sem blasa við
Matur
Fyrir 18 klukkutímum

Epískur nachos-réttur sem bjargar helginni

Epískur nachos-réttur sem bjargar helginni