fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Nýtt og gott á Netflix

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 5. janúar 2018 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

The End of the F***ing World

Breskir grínþættir fullir af kolsvörtum húmor. Tveir unglingar, hann er siðblindingi og hún hatar leiðinlega lífið, fara að heiman í leit að betra lífi. Fyrsta þáttaröðin var frumsýnd í Bretlandi í haust við góðar undirtektir og mætir á Netflix í janúar.

Glacé (The Frozen Dead)

Franskir spennuþættir um rannsókn á hryllilegu morði í smábæ í Pýreneafjöllum. Um er að ræða sex klukkutíma langa þætti byggða á bók. Þættirnir gerast í miklum kulda og henta því vel á köldum janúarkvöldum.

Friends

Loksins á Netflix. Vinina þarf vart að kynna. Eins og segir í tilkynningu frá Netflix þá getur þú horft á allar tíu þáttaraðirnar á tveimur vikum ef þú hættir í vinnunni og horfir á Vini í átta klukkutíma á dag.

American Vandal

Ádeiluheimildaþættir þar sem fylgst er með rannsókn á skemmdarverkum í bandarískum menntaskóla. Gert er óspart grín að sakamálaheimildaþáttum en að sama skapi nær myndin að draga áhorfendur inn í eltingarleikinn við skemmdarvarginn sem getur ekki hætt að krota getnaðarlimi á veggi skólans.

Somebody Feed Phil

Maðurinn að baki Everybody Loves Raymond, Phil Rosenthal, ferðast um víða veröld og eldar góðan mat ásamt vinum og vandamönnum. Hann fer meðal annars til Ísrael, Mexíkó og Víetnam í leit að góðum mat og bröndurum til að fylgja með.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“