Einstakur vettvangur fyrir ungu kynslóðirnar okkar

Brynja Pétursdóttir, danskennari, gerir upp menningarárið 2017

Kristján Guðjónsson
Fimmtudaginn 28. desember 2017 23:00

Í menningarannál ársins 2017 sem birtist í áramótablaði DV verður stiklað á stóru og rifjað upp það helsta sem átti sér stað í lista- og menningarheiminum á árinu sem er að líða. Leitað var til hóps álitsgjafa úr ýmsum kimum íslensks menningarlífs við gerð samantektarinnar. Daglega frá jólum og fram yfir þrettándann munu vangaveltur álitsgjafanna birtast í heild sinni á menningarsíðu DV.is. Þar líta þeir yfir árið, rifja upp það markverðasta og eftirminnilegasta í íslensku listalífi árið 2017 og greina stöðuna í menningunni í árslok.


danskennari
Brynja Pétursdóttir danskennari

Brynja Pétursdóttir

Danskennari.

Hvað var eftirminnilegasta listaverk eða menningarafurð ársins 2017?

Í fyrsta lagi guð hjálpi mér og eitt það fyrsta sem ég gerði var að senda þessar spurningar á alla nákomna mér. Það sem ég hugsa mikið um er hvernig er hægt að skapa umhverfi eða aðstæður þar sem fólk upplifir eitthvað
eftirminnilegt saman. Mér þykir til dæmis Barnamenningarhátíð sem haldin er árlega í apríl alveg frábær viðburður, þar hefur skipuleggjendum tekist að búa til einstakan vettvang fyrir ungu kynslóðirnar okkar. Þar koma saman flestir 4. bekkingar landsins á setningarathöfn í Hörpu, þannig er tryggt að allir komist að. Þau fá svo að sjá söng, dans og leikverk sem vonandi fyllir þau innblæstri til að gera eitthvað skapandi sjálf. Þetta er einhver flottasta leiðin til að ýta undir og tryggja það að flóran af einstöku listafólki haldi áfram að blómstra á landinu okkar.

Hvað þótti þér markverðast í menningarlífinu á Íslandi á árinu?

Mér finnst gaman að sjá nýja viðburði poppa upp í Reykjavík, þegar eitthvað fer út fyrir kassann eins og sirkus, kabarett og dragsýningar. Sem betur fer er uppistand löngu farið að blómstra líka. Fyrir mér þá gerir þetta lífið mun bærilegra, það að geta hoppað á skemmtilega sýningu í borginni minni er alveg nauðsynlegt. Við hentum okkur í þetta og höldum nú árlega street-danssýningu sem vonandi bætir bara við nú þegar spennandi og ört stækkandi menningardagatal borgarinnar. En þetta tel ég vera mikilvægt fyrir samfélagið okkar, við þurfum að hittast, skemmta okkur saman, kynnast nýjum hlutum og stækka sjóndeildarhringinn. Það er einfaldasta leiðin til að ýta undir opið hugarfar, umburðarlyndi og góðan húmor! Það vill svo til að þeir eiginleikar auka almenna heilbrigða skynsemi sem vonandi flæðir á endanum yfir í gáfulegar ákvarðanatökur í kosningum, þátttöku í mikilvægum málefnum og svo framvegis. Þannig getum við byggt betur saman það samfélag sem okkur öllum líður vel í!

Mynd: Leifur Wilberg

Hvað finnst þér hafa einkennt menningarlífið/ -umræðuna á Íslandi árið 2017?

Stjórnmál, slæmar ákvarðanir hjá valdamesta fólkinu okkar og hvað við erum vanmáttug gagnvart því að farið sé illa með okkur. Það er búið að fara svo oft yfir þægindaþröskuldinn okkar, hlutir eru hættir að skipta máli og við gefumst bara upp. Ég vil ýta undir að fólk sé meðvitað í kringum mig, mig langar að gera betur hvað varðar að veita fólki innblástur til að nota gagnrýna hugsun og ég held að við getum öll grætt á því að gera það sama.


Menningarárið 2017 gert upp:

Alexander Roberts, sviðslistamaður
Ásgeir H. Ingólfsson, blaðamaður og skáld
Birta Guðjónsdóttir, myndlistarmaður og sýningastjóri
Brynja Pétursdóttir, danskennari
Dýrfinna Benita (Countess Malaise), tónlistar- og myndlistarkona
Gísli Hauksson, forstjóri GAMMA
Guðni Valberg, arkitekt
Jóhann Helgi Heiðdal, heimspekingur
Jóhannes Gunnar Þorsteinsson, tölvuleikjasmiður og tónlistarmaður
María Kristín Jónsdóttir, ritstjóri HA magasín
Silja Aðalsteinsdóttir, bókmenntafræðingur og leikhúsgagnrýnandi
Sjón, rithöfundur
Stefán Baldursson, leikstjóri
Yean Fee Quay, sýningastjóri

Menningarannáll DV 2017

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 1 klukkutíma

Drukknir Íslendingar fá sér flúr – „Fengum þá snilldarhugmynd að láta skella á okkur bleki, verandi hálf blekaðar“

Drukknir Íslendingar fá sér flúr – „Fengum þá snilldarhugmynd að láta skella á okkur bleki, verandi hálf blekaðar“
Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma

Kristmundur Axel sér ekki eftir neyslunni: Segir „Ég á bara eitt líf“ ekki hafa nein áhrif – „Það munu ekkert færri deyja“

Kristmundur Axel sér ekki eftir neyslunni: Segir „Ég á bara eitt líf“ ekki hafa nein áhrif – „Það munu ekkert færri deyja“
Bleikt
Fyrir 2 klukkutímum

Kristbjörg og Aron komu á óvart með opinberun nafnsins

Kristbjörg og Aron komu á óvart með opinberun nafnsins
Pressan
Fyrir 2 klukkutímum

Ógnarstórar öldur lögðu svalirnar í rúst – Ekkert sólbaðsveður á Tenerife

Ógnarstórar öldur lögðu svalirnar í rúst – Ekkert sólbaðsveður á Tenerife
433
Fyrir 3 klukkutímum

Getur United fengið Alderweireld á gjafaverði?

Getur United fengið Alderweireld á gjafaverði?
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

„Ananasbændur geta loksins haldið áfram með líf sitt“

„Ananasbændur geta loksins haldið áfram með líf sitt“
433
Fyrir 4 klukkutímum

Sjáðu hvað Jordan Pickford var með skrifað á vatnsbrúsa sinn í gær

Sjáðu hvað Jordan Pickford var með skrifað á vatnsbrúsa sinn í gær
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Fékk óþægileg skilaboð frá Pólverjum á Íslandi eftir frétt um Sjálfstæðisgönguna: „Stillir mér upp sem óvin pólsku þjóðarinnar“

Fékk óþægileg skilaboð frá Pólverjum á Íslandi eftir frétt um Sjálfstæðisgönguna: „Stillir mér upp sem óvin pólsku þjóðarinnar“
Lífsstíll
Fyrir 4 klukkutímum
Óskaskrín í jólapakkann