fbpx

Fyrirgef stjórnvöldum aldrei ef þau standa ekki við þetta loforð

Silja Aðalsteinsdóttir, bókmenntafræðingur, gerir upp menningarárið 2017

Kristján Guðjónsson
Þriðjudaginn 26. desember 2017 22:00

Í menningarannál ársins 2017 sem birtist í áramótablaði DV verður stiklað á stóru og rifjað upp það helsta sem átti sér stað í lista- og menningarheiminum á árinu sem er að líða. Leitað var til hóps álitsgjafa úr ýmsum kimum íslensks menningarlífs við gerð samantektarinnar. Daglega frá jólum og fram yfir þrettándann munu vangaveltur álitsgjafanna birtast í heild sinni á menningarsíðu DV.is. Þar líta þeir yfir árið, rifja upp það markverðasta og eftirminnilegasta í íslensku listalífi árið 2017 og greina stöðuna í menningunni í árslok.


bókmenntafræðingur
Silja Aðalsteinsdóttir bókmenntafræðingur

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Silja Aðalsteinsdóttir

Bókmenntafræðingur og leiklistargagnrýnandi Tímarits Máls og Menningar.

Hvað var eftirminnilegasta listaverk eða menningarafurð ársins 2017?

Það er erfitt fyrir mig að svara þessari spurningu vegna þess við hvað ég starfa. Lausnin varð sú að horfa framhjá sérsviðum mínum í svari við henni, bókmenntum og leikhúsi. Það sem þá kemur um leið upp í hugann er yfirlitssýning Ragnars Kjartanssonar í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, Guð, hvað mér líður illa. Ég hef fylgst vel með Ragnari alveg síðan hann söng með Kósí og myndbandsverkin hans sum eru á við heilu leikritin og skáldsögurnar, svo margvíslegar hugmyndir og tilfinningar vekja þau, jafnvel þau stuttu. Mörg verkanna á sýningunni hafði ég séð áður en ekki Heimsljós – líf og dauði listamanns sem er kvikmyndun hans á völdum atriðum úr Heimsljósi Halldórs Laxness. Ég varð gersamlega hugfangin af því verki. Einkum var það senan úr Kraftbirtingarhljómi guðdómsins, þegar Magnína heimasæta misnotar drenginn Ólaf, sem ásótti mig í svefni og vöku lengi á eftir. Þó fór ég aftur til að sjá hana betur. Það er masókisminn! Ég varð líka bálskotin í teikningunum hans Ragnars, tilgerðarlausum, kómískum og hnyttnum. Hann er einstakur listamaður, óhemju frjór og glöggur, enda ber hann nú orðstír Íslands víða um álfur.

Hvað þótti þér markverðast í menningarlífinu á Íslandi á árinu (gott eða slæmt, viðburður, atvik, bransafrétt, trend, nýliði, listræn átök, menningarpólitísk ákvörðun eða hvað sem þér dettur í hug)?

Ákvörðunin um að fella niður virðisaukaskatt á bækur. Ég fyrirgef stjórnvöldum aldrei ef þau standa ekki við þetta loforð. Að skattleggja bókaútgáfu á einum minnsta bókamarkaði heimsins er eins og að leggja tekjuskatt á framlög til björgunarsveita.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Hvað finnst þér hafa einkennt menningarlífið/ -umræðuna á Íslandi árið 2017?

Daufleg, fábreytt og áhugalítil gagnrýni. Leikhúsin eru best sett; flestir fjölmiðlar sinna þeim eitthvað, með gagnrýni og/eða kynningum. Bókmenntirnar eru næstbest settar þó að ekki sé mikið fjallað krítískt um nýjar bækur nú miðað við það sem var þegar dagblöð og tímarit voru fleiri. Netmiðlar eiga eflaust eftir að sinna þessu hlutverki betur þegar þeim vex fiskur um hrygg. Tónlistin kemur næst, það er skrifað reglulega um lifandi tónlistarflutning í tvo prentmiðla. En myndlistin er sárlega vanrækt. Ekki er skrifuð regluleg gagnrýni um myndlistarsýningar nema í eitt dagblað á landinu, og í sjónvarpi, upplagðasta vettvangi fyrir myndlistargagnrýni, hefur varla verið sagt krítískt orð um myndlist síðan Djöflaeyjan á ríkissjónvarpinu var lögð niður.

Nú er kannski ástæðulaust að amast við þessu ástandi því allar listgreinar, þar með taldar tónlist og myndlist, dafna prýðilega hér á landi án mikillar gagnrýnnar umfjöllunar. En það er þroskandi fyrir alla aðila, skapendur og njótendur, að velta listinni fyrir sér frá öllum hliðum, ekki bara klappa fyrir henni.


Menningarárið 2017 gert upp:

Alexander Roberts, sviðslistamaður
Ásgeir H. Ingólfsson, blaðamaður og skáld
Birta Guðjónsdóttir, myndlistarmaður og sýningastjóri
Brynja Pétursdóttir, danskennari
Dýrfinna Benita (Countess Malaise), tónlistar- og myndlistarkona
Gísli Hauksson, forstjóri GAMMA
Guðni Valberg, arkitekt
Jóhann Helgi Heiðdal, heimspekingur
Jóhannes Gunnar Þorsteinsson, tölvuleikjasmiður og tónlistarmaður
María Kristín Jónsdóttir, ritstjóri HA magasín
Silja Aðalsteinsdóttir, bókmenntafræðingur og leikhúsgagnrýnandi
Sjón, rithöfundur
Stefán Baldursson, leikstjóri
Yean Fee Quay, sýningastjóri

Menningarannáll DV 2017

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Fyrirgefningin

Fyrirgefningin
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Katrín Ingibjörg: „Ég vil að hlutirnir verði breyttir þegar dóttir mín fer út á vinnumarkað“

Katrín Ingibjörg: „Ég vil að hlutirnir verði breyttir þegar dóttir mín fer út á vinnumarkað“
433
Fyrir 4 klukkutímum

Neville vill sjá leikmenn United herma eftir stjörnum Liverpool

Neville vill sjá leikmenn United herma eftir stjörnum Liverpool
Matur
Fyrir 4 klukkutímum

Matarklám á sunnudegi: Bakarí sem selur bara smákökur

Matarklám á sunnudegi: Bakarí sem selur bara smákökur
433
Fyrir 5 klukkutímum

Mourinho og Woodward alls ekki á sömu blaðsíðu

Mourinho og Woodward alls ekki á sömu blaðsíðu
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Einar um OR-málið: „Ennþá hefur enginn útskýrt fyrir henni fyrir hvað hún var rekin“

Einar um OR-málið: „Ennþá hefur enginn útskýrt fyrir henni fyrir hvað hún var rekin“
433
Fyrir 5 klukkutímum

Aðeins einn náð betri árangri en Alisson

Aðeins einn náð betri árangri en Alisson
433
Fyrir 6 klukkutímum

Segir að leikmenn Chelsea vilji ekki gefa á samherja sinn – Treysta honum ekki

Segir að leikmenn Chelsea vilji ekki gefa á samherja sinn – Treysta honum ekki
Bleikt
Fyrir 6 klukkutímum

5 góð ráð til að forðast haustflensuna

5 góð ráð til að forðast haustflensuna