fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Heiða Rún er frábær sem Stella Blómkvist

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 9. desember 2017 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpserían um Stellu Blómkvist birtist á dögunum í heild sinni í Sjónvarpi Símans. Um er að ræða ánægjulega nýbreytni enda vilja sjónvarpsnotendur í dag helst fá að horfa á þætti eftir sinni hentisemi, jafnvel „hámhorfa“ í einni lotu.

Sá er þessi orð ritar hefur ekki gerst svo frægur að lesa bækurnar um Stellu og hafði því aðeins kynnst söguhetjunni í gegnum bókadóma sem eru misjafnir í meira lagi. Af því mátti ráða að Stella væri kaldhæðinn og kynþokkafullur töffari með munninn fyrir neðan nefið. Því er svo sannarlega komið til skila í þáttunum.

Fram hefur komið að aðstandendur þáttanna hafi lagt allt í sölurnar til þess að finna hina fullkomnu Stellu. Þannig tók áheyrnarprufuferlið um eitt ár og er það skiljanlegt enda standa og falla þættirnir með aðalpersónunni. Stella er nánast í öllum senum þáttanna auk þess að gegna hlutverki sögumanns. Mistök í leikaravali hefðu því verið dýr. Að lokum hlaut Heiða Rún Sigurðardóttir, eða Heida Reed eins og hún kýs að kalla sig á alþjóðlegum vettvangi, hlutverkið. Fyrir þá sem hafa fylgst með Heiðu í bresku sjónvarpsþáttunum Poldark þá kom leikaravalið nokkuð á óvart enda er varla hægt að finna ólíkari karaktera en þá sem Heiða túlkar á þessum tveimur vígstöðvum, Stellu Blómkvist og Elizabeth Warleggan.

Það var því með hnút í maganum sem undirritaður hóf áhorfið en áhyggjurnar reyndust óþarfar með öllu. Heiða Reed gjörsamlega neglir hlutverk lögfræðingsins og sýnir að það býr mikið í henni sem leikkonu. Ef gagnrýna á eitthvað þá má segja að hún ofleiki á köflum en það kemur ekki að sök þar sem augljóst er frá fyrstu mínútu að þættirnir taka sig mátulega alvarlega. Af viðbrögðum á samfélagsmiðlum má ráða að sögumannshlutverk Stellu fari í taugarnar á mörgum. Í fyrstu virkar vissulega frekar kjánalegt að heyra kaldhæðnar athugasemdir Stellu um gang mála og forsögu þeirra persóna sem kynntar eru til leiks. Að loknum fyrsta þætti var þessi frásagnaraðferð farin að venjast ágætlega og hún gerir atburðarásina hraðari og oftar en ekki skemmtilegri.

Fjölmargir íslenskir leikarar koma við sögu í þáttunum og vakti frammistaða Söru Daggar Ásgeirsdóttur og Kristínar Þóru Haraldsdóttur mesta athygli undirritaðs. Sara Dögg er mjög sannfærandi í hlutverki útsmogins en aðlaðandi innanríkisráðherra. Kristín Þóra leikur tölvunördinn Gunnu, besta vin og nánasta samstarfsmann Stellu. Karakterinn er sennilega ein mesta klisja í sögu sjónvarpsþátta á Íslandi en Kristín Þóra er frábær í sínu hlutverki.

Þá er rétt að minnast á myndatökuna í þættinum sem ykkar einlægum þótti afar vel heppnuð, sérstaklega stutt drónamyndskeið sem gerðu mikið fyrir áhorfandann.

Helsti galli þáttanna er handritið sem er frekar þunnt. Málin sem Stella þarf að glíma við eru fyrirsjáanleg í meira lagi. Með hraðanum, myndatökunni og sjarma aðalpersónunnar nær leikstjórinn, Óskar Þór Axelsson, samt að gera ótrúlega hluti úr fátæklegu hráefni. Það ber að lofa og vonandi verður framhald á gerð íslenskra sjónvarpsþátta fyrir efnisveitur eins og Sjónvarp Símans. Eftirspurnin er til staðar og greinilega hæfileikarnir hjá íslenskum listamönnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“