fbpx

Tosca er nánast alltaf eins og ný

Kristján Jóhannsson fer með hlutverk Cavaradossi í hinni frægu óperu Puccinis

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 15. október 2017 17:00

Íslenska óperan frumsýnir hina frægu óperu Puccinis, Toscu, í Hörpu laugardaginn 21. október. Tosca fjallar um ástir, afbrýði og átök á umbyltingatímum í pólitík. Óperan var frumsýnd árið 1900 í Róm. Í uppfærslu Íslensku óperunnar fer Kristján Jóhannsson með hlutverk málarans Cavaradossi, en á löngum ferli hefur hann sungið hlutverkið um 400 sinnum, þar á meðal í Metropolitan, Vínaróperunni, Chicago-óperunni og víðar. Hann segist fyrst hafa sungið hlutverkið árið 1980 með Sinfóníuhljómsveit Íslands í konsertuppfærslu. Hlutverkið er honum skiljanlega kært.

Hann er spurður hvort túlkun hans á persónunni og söngur hans hafi breyst frá því hann söng hlutverkið fyrst. „Maður breytist með tímanum, bæði andlega og líkamlega og um leið breytist röddin sem er orðin þykkari. Núna er ég að mörgu leyti ánægðari með með hana. Ég hef sungið þetta hlutverk ótal sinnum en alltaf með nýju og ólíku fólki, sem veldur því að í mínum huga er verkið nánast alltaf eins og nýtt.“

Á sviði í Róm.
Kristján sem Cavaradossi Á sviði í Róm.

Tenging við Cavaradossi

Hvernig persóna er Cavaradossi?

„Hann er mjög sterkur karakter, heilsteyptur og yndislegur á margan hátt. Hann er ástríðufullur, hefur húmor og það er auðvelt að hafa samúð með honum. Ég tengi mjög vel við hann. Hann mjög skapmikill og þolir ekki og hatar ofbeldið sem er í pólitíkinni á þessum tímum. Óperan er látin gerast á Mussolini-tímabilinu á Ítalíu og þar er mikill viðbjóður í gangi. Cavaradossi hjálpar strokufanga og sinnir um leið myndlist sinni. Svo elskar hann hina skapmiklu Toscu.“

Hvað er svona heillandi við þessa óperu?

„Tónlistin er unaður, þar eru margar aríur og dúettar sem allur heimurinn þekkir, það sem við á Íslandi köllum lög. Þetta er ein besta ópera allra tíma og ein af tíu vinsælustu óperum heims. Eins og Ítalir segja þá er þetta verk „grande“.“

Í Vínaróperunni.
Sem Cavaradossi Í Vínaróperunni.

Sjónræn sýning

Hljómsveitarstjóri sýningarinnar er Bjarni Frímann Bjarnason sem er þarna í frumraun sinni sem hljómsveitarstjóri hjá Íslensku óperunni. Kristján fer fögrum orðum um hann: „Ég gleðst yfir því að við erum komin með sannan óperustjórnanda á Íslandi, hinn 28 ára gamla Bjarna Frímann sem er óskaplega flottur. Ég er líka mjög sáttur við áherslur leikstjórans Greg Eldridge. Í Hörpu er risastórt svið, eins og úti í hinum stóra heimi. Ef Tosca og Cavaradossi væru mikið tvö ein saman á sviðinu þá yrði það sjónrænt séð fremur fátæklegt. Það sem Greg gerir er að setja fólk, sem er í daglegu amstri, á sviðið. Þannig skapast hreyfing á sviðinu og sýningin verður fyrir vikið mjög sjónræn.“

Viðtalinu við Kristján var rétt ný lokið þegar söngkonan, sem fer með hlutverk Toscu, gekk hjá og var lokkuð í myndatöku.
Með Claire Rutter Viðtalinu við Kristján var rétt ný lokið þegar söngkonan, sem fer með hlutverk Toscu, gekk hjá og var lokkuð í myndatöku.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Með hlutverk Toscu fer breska söngkonan Claire Rutter sem er þekkt fyrir hlutverkið og hefur sungið það víða um heim. „Hún er frábær og flott, mikill fagmaður, og á eftir að slá í gegn hjá Íslendingum,“ segir Kristján. Hann hrósar sömuleiðis Ólafi Kjartani Sigurðarsyni sem fer með hlutverk illmennisins Scarpia og segir hann vera magnaðan söngvara og mikinn listamann.

Kristján er spurður hvort hann sé alltaf öruggur á sviði. „Mitt mottó hefur alltaf verið að fara ekki á svið nema vera óskaplega vel undirbúinn,“ svarar hann. „Minn gamli kennari sagði alltaf: Kristján, þú átt að kunna hlutverkið svo vel að þótt húsið hrynji utan af þér þá haldirðu áfram að syngja. Góður undirbúningur skapar öryggi en það er líka gott að hafa smá fiðring í maganum. Manni verður að líða vel og ekki roðna úr skömm yfir því að vera á sviði. Ef söngvari er ekki að gleðja fólk á einhvern hátt þá á hann að fara að gera eitthvað annað.“

Heims um ból í uppáhaldi

Senn líður að jólum og Kristján heldur sína árlegu jólatónleika 2. desember í Hörpu. „Það er sérstök stemning að syngja á jólatónleikum. Gestir mínir á jólatónleikunum verða Ólafur Kjartan, félagi minn úr Toscu, Dísella og framtíðar barítónninn Aðalsteinn Ólafsson, karlakór Kópavogs og óperukór Garðars Cortes og hljóðfæraleikarar úr Sinfóníunni. Þetta verður stórt og glæsilegt og skemmtilegt og öðruvísi, ekki bara eitthvert ship-o-hoj.“

Áttu uppáhaldsjólalag?

„Heims um ból er alltaf uppáhaldsjólalagið mitt. Ég er á móti því að byrjað sé að syngja Heims um ból strax á aðventu. Það á að syngja Heims um ból á sjálfum jólunum.“

Kolbrún Bergþórsdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 7 klukkutímum

Frank Lampard: Ég er í sjokki

Frank Lampard: Ég er í sjokki
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Ferðamannafjöldinn stendur í stað – stöðvast þá hótel- og veitingahúsabólan?

Ferðamannafjöldinn stendur í stað – stöðvast þá hótel- og veitingahúsabólan?
Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Tillaga Íslands um rafræna fylgiseðla með lyfjum samþykkt í Strasbourg

Tillaga Íslands um rafræna fylgiseðla með lyfjum samþykkt í Strasbourg
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Sefur þú nokkuð í nærfötum?

Sefur þú nokkuð í nærfötum?
433
Fyrir 9 klukkutímum

Svona hefur samband Mourinho og Pogba þróast

Svona hefur samband Mourinho og Pogba þróast
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Forsætisráðherra Bretlands segir að ekki verði kosið aftur um Brexit

Forsætisráðherra Bretlands segir að ekki verði kosið aftur um Brexit
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Fann stóra bróður sinn látinn á klósetti skólans – „Hún heyrði í símanum hans hringja hinum megin við hurðina“

Fann stóra bróður sinn látinn á klósetti skólans – „Hún heyrði í símanum hans hringja hinum megin við hurðina“
433
Fyrir 10 klukkutímum

Alisson ekki í marki Liverpool á morgun

Alisson ekki í marki Liverpool á morgun