fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Töfraheimur óperunnar

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 10. september 2017 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið var unaðslegt að koma sér vel fyrir í sófanum og horfa á beina útsendingu RÚV frá óperutónleikum í Hörpu. Efnisskráin var hreint yndi en hún samanstóð af óperutónlist sem þjóðin hafði valið sem sitt uppáhald í kosningu á ruv.is. Æstir óperuunnendur geta vissulega deilt um niðurstöðuna, en það gerir maður bara í hljóði. Öll verkin sem flutt voru áttu skilið að vera á efnisskránni.

Klassísk tónlist á vel heima í sjónvarpi. Sumir vilja ekkert endilega vera innan um aðra á tónleikum, finnst miklu notalegra að vera heima og hlusta og njóta. Sjónvarpsáhorfendur fengu líka aukaupplýsingar á milli atriða, því rætt var við söngvara og aðstandendur tónleikanna og birt myndskeið af heimsfrægum söngvurum að syngja stórkostlegar aríur. Hjartað tekur alltaf kipp þegar heyrist í Pavarotti, eins og gerðist þarna. Hann var engum líkur.

Söngvararnir á sviðinu stóðu sig gríðarlega vel enda var þeim ákaft fagnað. Þar á meðal var Kristinn Sigmundsson sá mikli listamaður. Alltaf gleður hann mann með söng sínum og sjarma.

Í Hörpu var greinilega mikil gleði í loftinu sem smitaðist til manns inn í stofu. Kynnar kvöldsins voru Guðni Tómasson og Halla Oddný Magnúsdóttir, sem stóðu sig með mikilli prýði, voru afslöppuð og skemmtileg. Þessi útsending var rós í hnappagatið fyrir RÚV og alla þá sem að henni stóðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Bríet kom vinkonu sinni rækilega á óvart með nýju hári – „Lít ég ekki út eins og ódýr hóra?“

Bríet kom vinkonu sinni rækilega á óvart með nýju hári – „Lít ég ekki út eins og ódýr hóra?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hélt framhjá með tveimur yngri mönnum – Viðbrögð eiginmannsins komu á óvart

Hélt framhjá með tveimur yngri mönnum – Viðbrögð eiginmannsins komu á óvart
Fókus
Fyrir 5 dögum

Markle hneykslar enn á ný – Stal sviðsljósinu og sagði annarri að færa sig

Markle hneykslar enn á ný – Stal sviðsljósinu og sagði annarri að færa sig