fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024

Litastríð í myndlistarheiminum

Listamenn berjast um notkunarrétt á nýjum litum – „Allir mega nota litinn nema Anish Kapoor“

Kristján Guðjónsson
Laugardaginn 22. júlí 2017 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um þessar mundir standa yfir nokkuð athyglisverðar deilur í myndlistarheiminum en þar deila listamenn um notkunarrétt á litum og efnum.

Forsagan er sú að árið 2013 þróaði fyrirtækið Surrey NanoSystems nýtt hátæknilegt efni sem endurkastar nánast engu ljósi. Efnið sem nefnt var Vantablack er svartasta manngerða efni sem til er, fangar 99,965 prósent þess ljóss sem skín á það með agnarsmáum lóðréttum kolefnisrörum. Sá hlutur sem efnið hylur lítur því út eins og flatt endalaust svart tómarúm – jafnvel þó hann sé þrívíður. Það næsta sem við jarðarbúar komumst að sjá myrkur svarthols.

Einn þekktasti myndlistarmaður heims tryggði sér einkarétt á notkun Vantablack í listsköpun og hönnun.
Anish Kapoor Einn þekktasti myndlistarmaður heims tryggði sér einkarétt á notkun Vantablack í listsköpun og hönnun.

Efnið var upphaflega þróað fyrir hernaðartæki og stjörnusjónauka en fréttirnar af þessum ofursvarta lit kveikti auðvitað áhuga listamanna. Í fyrra gerði ein stærsta stjarnan í myndlistarheiminum, indversk-breski myndlistarmaðurinn Anish Kapoor, samstarfssamning við Surrey NanoSystems og tryggði sér um leið einkarétt á því að nota Vantablack í listaverk og nytjalist. Hann tók undir eins til að reyna að nota litinn í listaverk sína og hönnun, til að mynda rándýr lúxúsúr í samstarfi við úraframleiðandann MCT.

Einokunartilburðir Kapoor vöktu ekki mikla ánægju í samfélagi listamanna þar sem margir telja blómlegt menningarlíf velta á því að hugmyndir og tjáningarform fái að flæða óhindrað um samfélagið – og enginn geti átt eignarétt á hugmynd og hvað þá tilteknum lit sem maður bjó ekki til sjálfur. Kapoor var gagnrýndur opinberlega af kollegum sínum – „Þessi svartur er eins og dýnamít fyrir listheiminn, hann ætti ekki að tilheyra einum manni,“ sagði listamaðurinn Christian Furr til að mynda – og á samfélagsmiðlum var hann hvattur til að deila svarta litnum undir myllumerkinu #deildusvartalitnum (e. #sharetheblack). Þessu hefur verið svarað með því að benda á að það sem Surrey NanoSystems hannaði og Kapoor tryggði sér notkunarréttinn á er ekki strangt til tekið litur heldur hátæknileg aðferð til að koma í veg fyrir endurkast ljóss.

Anish Kapoor náði að verða sér út um bleikasta lit í heimi sem honum var bannað að nota.
Farðu til fjandans bleikur Anish Kapoor náði að verða sér út um bleikasta lit í heimi sem honum var bannað að nota.
Hefur þróað nokkra mismunandi liti sem hann segir alla mega nota - nema Anish Kapoor.
Stuart Semple Hefur þróað nokkra mismunandi liti sem hann segir alla mega nota – nema Anish Kapoor.

Mynd: EPA

Einn þeirra sem var óánægður með einokunartilburði Kapoor var breski listamaðurinn og sýningastjórinn Stuart Semple. Til að bregðast við þróaði hann sjálfur nýjan lit sem hann kallaði bleikasta bleika lit í heimi – skærbleikan en þó varla eins nýstárlegan og Vantablack. Semple sagði hvern sem er mega kaupa dollu af litnum – nema Anish Kapoor. Þegar liturinn var keyptur á vefsíðu Semple varð kaupandinn að staðfesta að hann væri ekki Anish Kapoor, væri á engan hátt tengdur listamanninum og væri ekki að kaupa litinn fyrir hönd hans eða aðstoðarmanna hans. Kapoor náði þó að verða sér út um dollu, tók mynd af sér þar sem hann hafði dýft miðfingrinum í skærbleikt duftið og deildi á samfélagsmiðlum með fyrirsögninni „Farðu til fjandans bleikur“ (e. „Up yours #pink“). Með hæfilegu glotti sagðist Semple ætla að reyna að komast að því hver hefði komið litnum til Kapoor.

Undanfarna mánuði hefur Stuart Semple svo haldið áfram að þróa fleiri nýstárlega liti sem hann hefur einnig bannað Kapoor að nota þangað til að hann lærir að deila með öðrum. Þetta er til dæmis ný málningu sem breytir um lit við 28 gráðu hita. Liturinn er til í tveimur útgáfum „Shift,“ sem byrjar sem svartur litur en glansar svo í öllum litum regnbogans þegar hitinn eykst, og „Phaze,“ sem byrjar sem fjólublár en verður svo skærbleikt við 28 gráður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Dóttir stjórans kemst í fréttirnar – Skiptir um kærasta en valdi samherja hans í landsliðinu

Dóttir stjórans kemst í fréttirnar – Skiptir um kærasta en valdi samherja hans í landsliðinu
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Haaland fjárfestir í fyrirtæki sem sérhæfir sig í vörum fyrir hárið

Haaland fjárfestir í fyrirtæki sem sérhæfir sig í vörum fyrir hárið
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

„Það er bara ágætt að vera spáð sjöunda sæti til að geta komið fólki á óvart“

„Það er bara ágætt að vera spáð sjöunda sæti til að geta komið fólki á óvart“
Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Óli Kristjáns ræðir spána – „Það tekur tíma að púsla þessu saman“

Óli Kristjáns ræðir spána – „Það tekur tíma að púsla þessu saman“