Á vettvangi morða og myndlistar

Bergrún Anna og Síta Valrún gefa út ljóða- og myndlistartímaritið Murder Magazine

Kristján Guðjónsson
Sunnudaginn 25. júní 2017 17:00

Í byrjun sumars kom út fyrsta tölublað tímarits sem nefnist því ágenga nafni Murder Magazine. Morðtímaritið inniheldur ekki sakamálafréttir heldur er það sjálfstætt ljóða- og myndlistartímarit sem stefnt er á að komi út á þriggja mánaða fresti í framtíðinni.

Í fyrsta tölublaðinu eru myndverk, ljósmyndir, ljóð og textar sem hverfast um þemun líkami og ósýnileiki. Hópurinn sem á verk í blaðinu er fjölbreyttur og alþjóðlegur en útgefendur og listrænir stjórnendur tímaritsins eru listakonurnar Bergrún Anna Hallsteinsdóttir og Síta Valrún.

Myndrænn samræðuvettvangur

Það má segja að tímaritið hafi orðið óvart til þegar Bergrún Anna og Síta byrjuðu að undirbúa sameiginlega myndlistarsýningu fyrir nokkru. Frjó samtölin í aðdraganda sýningarinnar leiddu þær hins vegar frekar í átt að því að skapa ljóðrænan og myndrænan samræðuvettvang um hin ýmsu hugðarefni sín.

„Hugmyndin hafði verið að gera svolítið persónulega sýningu sem myndi fjalla um okkar upplifun af heiminum,“ segir Bergrún. „Samtalið okkar virtist alltaf koma aftur að því að við erum báðar konur og hvernig upplifun okkar mótast af því,“ bætir Síta við. „Í undirbúningsferlinu enduðum við svo á því að nota tímann í að reyna að kryfja þetta, ræða mismunandi týpur af femínisma og bara almennt vera í uppnámi. Við fórum að velta fyrir okkur hvernig við gætum skapað vettvang fyrir þessa umræðu, sýnt hvernig ólíkt fólk er að tjá sig án þess að við værum sjálfar með einhverjar yfirlýsingar eða slagorð. Fyrsta hugsunin var því að vera með fréttabréf á netinu,“ segir hún.

„Já, við vildum fyrst og fremst búa til þennan vettvang og eftir að hafa rætt þetta í svolítinn tíma ákváðum við að láta hann taka þetta form. Við ákváðum að gefa út tímarit þar sem við gætum leyft alls konar hlutum að koma fram, jafnvel þótt við værum ekkert endilega sammála þeim öllum,“ segir Bergrún.

„Þetta er því svolítið eins og pallborðsumræður þar sem maður fær að skoða hvernig fólk á í þessu samtali,“ segir Síta.

Mynd: Murder Magazine

Vantar fjölbreyttari sjónarhorn

Verkin í fyrsta tölublaði eru fjölbreytt; myndverk, ljósmyndir, ljóð og textar eftir 18 listamenn alls staðar að úr heiminum, 16 konur og tvo karla. Ef það er hægt að finna sameiginlegan fagurfræðilegan þráð má segja að verkin séu flest hrá og líkamleg, kynferðisleg og ófeimin að snerta á erfiðum málefnum á borð við kynbundið ofbeldi.

Bergrún og Síta vilja þó ekki gangast við því að tímaritið fjalli einungis um femínisma þó að umræður um hann hafi verið einn hvatinn að stofnun þess – en það er þó augljóst að þær vilja víkka út íslenska umræðu um stöðu kvenna. „Við erum með eina grein í tímaritinu þar sem vændiskona skrifar um upplifun sína af vændinu. Þetta er umræða sem mér finnst til að mynda vanta í femínismann hér heima,“ segir Bergrún.

„Já, kannski vantar bara fleiri sjónarhorn, að opna boxið. Fólk er svo fljótt að dæma hvort hlutir séu réttir eða rangir. Það sem við vildum gera var að bjóða fólki að skoða hlutina frá ólíkum sjónarhornum – og kannski einmitt þess vegna vildum við ekki að það væri mjög skilgreint fyrirfram hvað blaðið fjallaði um. Þannig að fólk gæti bara tekið það upp og látið koma sér á óvart,“ segir Síta.

Fyrsta tölublaðið er uppselt og þær segjast hafa fundið fyrir miklum áhuga fyrir því að þær haldi áfram með verkefnið. Stefnt er á að blað númer tvö komi út í sumarlok og verður þema þess „erótísk kerfi“ – tvö orð sem þær segjast telja að skapi áhugaverðan núning sín á milli. Hugmyndin sé þó ekki að birta hefðbundna erótík heldur reyna að miðla óvenjulegri nálgun á efnið og verkum sem vekja upp nýjar hugsanir um hin ólíku erótísku kerfi samfélagsins.

Mynd: Murder Magazine

Mynd: Murder Magazine

Kristján Guðjónsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Elsti skjólstæðingur Fjölskylduhjálpar Íslands er 97 ára – Geta líklega ekki aðstoðað alla sem þurfa aðstoð fyrir jólin

Elsti skjólstæðingur Fjölskylduhjálpar Íslands er 97 ára – Geta líklega ekki aðstoðað alla sem þurfa aðstoð fyrir jólin
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Greiddu 280 milljónir fyrir að fara upp í Hallgrímskirkjuturn

Greiddu 280 milljónir fyrir að fara upp í Hallgrímskirkjuturn
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Unglingspilturinn skotinn og stunginn í Stokkhólmi

Unglingspilturinn skotinn og stunginn í Stokkhólmi
433
Fyrir 11 klukkutímum

Ótrúleg endurkoma Sviss – Skoruðu fimm gegn besta landsliði heims

Ótrúleg endurkoma Sviss – Skoruðu fimm gegn besta landsliði heims
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Sífellt fleiri tilfelli banvæns krabbameins í Evrópu – Meðallíftíminn er fjórir og hálfur mánuður frá greiningu

Sífellt fleiri tilfelli banvæns krabbameins í Evrópu – Meðallíftíminn er fjórir og hálfur mánuður frá greiningu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ræddi við vin sinn um Eið Smára og endaði á forsíðunni – ,,Við erum engir vinir en engir óvinir“

Ræddi við vin sinn um Eið Smára og endaði á forsíðunni – ,,Við erum engir vinir en engir óvinir“
Bleikt
Fyrir 13 klukkutímum

Að koma kvíðabarni í skólann – Góð ráð frá Katrínu Ósk

Að koma kvíðabarni í skólann – Góð ráð frá Katrínu Ósk