fbpx

Brúðarkjóllinn minn

Flíkin sem skiptir öllu máli

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 3. júní 2017 12:00

Brúðkaupstímabilið er um það bil að skella á og sjást nú gæsir og steggir víða um land. Ein stærsta táknmynd brúðkaups í hugum margra er sjálfur brúðarkjóllinn. Ófáar stundir hjá verðandi brúður fara í að skipuleggja kjólinn og fleira sem tilheyrir þessum degi. Það er eiginlega ótrúlegt að þessi flík, sem mun einungis verða nýtt einu sinni á ævinni af sama einstaklingi er sú, sem konur leggja mestan metnað í. Enda ekki ólíklegt að brúðina hafi dreymt um að klæðast slíkum kjól frá unga aldri.

Af þessu tilefni óskuðum við eftir skemmtilegum ábendingum um sérhannaða kjóla, heimagerða eða jafnvel breytta og uppfærða kjóla. Sumir hanna og sauma frá grunni, aðrir vinna að einhvers konar eftirlíkingum, enn aðrir breyta og bæta keypta kjóla.

Karítas Diðriksdóttir, markaðsstjóri hjá Igló & Indi, fékk frænku sína til að hanna glæsilegt belti úr Swarovski-steinum. Þannig gerði hún brúðarkjólinn að sínum. Mynd Baldur Kristjánsson.
Glæsilegt belti Karítas Diðriksdóttir, markaðsstjóri hjá Igló & Indi, fékk frænku sína til að hanna glæsilegt belti úr Swarovski-steinum. Þannig gerði hún brúðarkjólinn að sínum. Mynd Baldur Kristjánsson.
„Maðurinn minn og ég giftum okkur 7.7.2012 í Laugarneskirkju en ég ólst upp á Hofteigi nálægt kirkjunni. Við bjuggum í London á þessum tíma og ég keypti kjólinn þar. Ég heillaðist af efninu og sniðinu og en lét breyta kjólnum aðeins þar sem mig langaði að vera með borða um mittið í staðinn fyrir skraut sem var á honum fyrir ofan mitti,“ segir Karítas.„Vera Þórðardóttir frænka mín bjó til borða á kjólinn sem ég held rosalega mikið upp á. Borðinn er úr silki með silíkoni og Swarovski-steinum en Vera er fatahönnuður og vann mikið með slík efni á þessum tíma, Lady Gaga klæddist m.a. flík eftir hana sem var gerð úr þeim efnum. Mynd Baldur Kristjánsson.
Karítas með sínum heittelskaða „Maðurinn minn og ég giftum okkur 7.7.2012 í Laugarneskirkju en ég ólst upp á Hofteigi nálægt kirkjunni. Við bjuggum í London á þessum tíma og ég keypti kjólinn þar. Ég heillaðist af efninu og sniðinu og en lét breyta kjólnum aðeins þar sem mig langaði að vera með borða um mittið í staðinn fyrir skraut sem var á honum fyrir ofan mitti,“ segir Karítas.„Vera Þórðardóttir frænka mín bjó til borða á kjólinn sem ég held rosalega mikið upp á. Borðinn er úr silki með silíkoni og Swarovski-steinum en Vera er fatahönnuður og vann mikið með slík efni á þessum tíma, Lady Gaga klæddist m.a. flík eftir hana sem var gerð úr þeim efnum. Mynd Baldur Kristjánsson.
Giftist Benedikt Árna Jónssyni í fyrrasumar í Skálholtskirkju. Dagurinn, staðurinn og kjóllinn var dásamlega fallegur.
Laufey Fríða Guðmundsdóttir Giftist Benedikt Árna Jónssyni í fyrrasumar í Skálholtskirkju. Dagurinn, staðurinn og kjóllinn var dásamlega fallegur.
„Eftir að hafa að skoðað marga kjóla og myndir af gömlum klassískum kjólum þá var ég með einhverja ákveðna mynd af kjólnum í huganum. Ég vissi að mig langaði í minn eigin, sem enginn ætti eins og enginn hefði notað áður, þess vegna kom ekkert annað til greina en að sérhanna og sauma,“ segir hún.„Ég bjóst ekki við að finna einhvern góðan hönnuð í Noregi þar sem ég bý, en það endaði á því að ég fór og talaði við spænska konu sem var brúðarkjólameistari, hún var með alls konar áherslur sem ég var mjög sammála og hún var algjör sérfræðingur í sínu fagi. Ég sagði henni hvað ég var að hugsa og við teiknuðum kjólinn upp í sameiningu. Ég vildi hafa hann opinn í bakið, svo var ég eitthvað tvístígandi hvort ég ætti að hafa ermar eða ekki, svo hún saumaði kjólinn þannig að ef mig langaði að taka ermarnar af þá væri hægt að losa þær með því að draga í mjög fínan silkiþráð, ég reyndar gerði það aldrei þar sem ég var mjög ánægð með hann eins og hann var. Eftir það fundum við ofsalega fallega perlusaumaða blúndu sem var yfir undirkjólnum sem var úr satíni. Mér fannst svo skemmtilegt að hafa svolítinn slóða en vildi ekki hafa hann of þungan svo hann var úr fínu tjulli sem var saumað við blúnduna. Ég var rosalega ánægð með hann, fannst heildarmyndin koma mjög vel út. Þykir mjög vænt um hann og vona að stelpurnar mínar vilji nota hann þegar þar að kemur,“ segir Laufey um kjólinn sinn.Mynd Eddi Jónsson.
Brúðarkjóll Laufeyjar „Eftir að hafa að skoðað marga kjóla og myndir af gömlum klassískum kjólum þá var ég með einhverja ákveðna mynd af kjólnum í huganum. Ég vissi að mig langaði í minn eigin, sem enginn ætti eins og enginn hefði notað áður, þess vegna kom ekkert annað til greina en að sérhanna og sauma,“ segir hún.„Ég bjóst ekki við að finna einhvern góðan hönnuð í Noregi þar sem ég bý, en það endaði á því að ég fór og talaði við spænska konu sem var brúðarkjólameistari, hún var með alls konar áherslur sem ég var mjög sammála og hún var algjör sérfræðingur í sínu fagi. Ég sagði henni hvað ég var að hugsa og við teiknuðum kjólinn upp í sameiningu. Ég vildi hafa hann opinn í bakið, svo var ég eitthvað tvístígandi hvort ég ætti að hafa ermar eða ekki, svo hún saumaði kjólinn þannig að ef mig langaði að taka ermarnar af þá væri hægt að losa þær með því að draga í mjög fínan silkiþráð, ég reyndar gerði það aldrei þar sem ég var mjög ánægð með hann eins og hann var. Eftir það fundum við ofsalega fallega perlusaumaða blúndu sem var yfir undirkjólnum sem var úr satíni. Mér fannst svo skemmtilegt að hafa svolítinn slóða en vildi ekki hafa hann of þungan svo hann var úr fínu tjulli sem var saumað við blúnduna. Ég var rosalega ánægð með hann, fannst heildarmyndin koma mjög vel út. Þykir mjög vænt um hann og vona að stelpurnar mínar vilji nota hann þegar þar að kemur,“ segir Laufey um kjólinn sinn.Mynd Eddi Jónsson.
Ég gekk að eiga Björn Inga Hrafnsson sumarið 2015. Eftir að hafa heillast á Another Creation-tískusýningunni á Reykjavik Fashion Festival fyrr um vorið ákvað ég að hafa samband við hönnuðinn Ýri Þrastardóttur og fékk hana til að hanna kjólinn. Við vildum hafa hann margbreytilegan svo úr varð þrískiptur kjóll. Í grunninn er þetta stuttur kokteilkjóll. Saumaði svo Ýr tvö pils, eitt sítt fyrir athöfnina og annað styttra fyrir veisluna. Kjóllinn er í takt við fatamerkið sjálft. Brúðarkjóllinn sem Ýr Þrastardóttir hannaði og saumaði sést hér með síða pilsinu sem var notað í athöfninni. Í veislunni var svo skipt um pils og sett styttra pils sem auðveldara var að dansa í og fagna. Mynd Ásgeir Ásgeirsson.
Kolfinna Von Arnardóttir Ég gekk að eiga Björn Inga Hrafnsson sumarið 2015. Eftir að hafa heillast á Another Creation-tískusýningunni á Reykjavik Fashion Festival fyrr um vorið ákvað ég að hafa samband við hönnuðinn Ýri Þrastardóttur og fékk hana til að hanna kjólinn. Við vildum hafa hann margbreytilegan svo úr varð þrískiptur kjóll. Í grunninn er þetta stuttur kokteilkjóll. Saumaði svo Ýr tvö pils, eitt sítt fyrir athöfnina og annað styttra fyrir veisluna. Kjóllinn er í takt við fatamerkið sjálft. Brúðarkjóllinn sem Ýr Þrastardóttir hannaði og saumaði sést hér með síða pilsinu sem var notað í athöfninni. Í veislunni var svo skipt um pils og sett styttra pils sem auðveldara var að dansa í og fagna. Mynd Ásgeir Ásgeirsson.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Fyrirgefningin

Fyrirgefningin
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Katrín Ingibjörg: „Ég vil að hlutirnir verði breyttir þegar dóttir mín fer út á vinnumarkað“

Katrín Ingibjörg: „Ég vil að hlutirnir verði breyttir þegar dóttir mín fer út á vinnumarkað“
433
Fyrir 4 klukkutímum

Neville vill sjá leikmenn United herma eftir stjörnum Liverpool

Neville vill sjá leikmenn United herma eftir stjörnum Liverpool
Matur
Fyrir 4 klukkutímum

Matarklám á sunnudegi: Bakarí sem selur bara smákökur

Matarklám á sunnudegi: Bakarí sem selur bara smákökur
433
Fyrir 5 klukkutímum

Mourinho og Woodward alls ekki á sömu blaðsíðu

Mourinho og Woodward alls ekki á sömu blaðsíðu
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Einar um OR-málið: „Ennþá hefur enginn útskýrt fyrir henni fyrir hvað hún var rekin“

Einar um OR-málið: „Ennþá hefur enginn útskýrt fyrir henni fyrir hvað hún var rekin“
433
Fyrir 5 klukkutímum

Aðeins einn náð betri árangri en Alisson

Aðeins einn náð betri árangri en Alisson
433
Fyrir 6 klukkutímum

Segir að leikmenn Chelsea vilji ekki gefa á samherja sinn – Treysta honum ekki

Segir að leikmenn Chelsea vilji ekki gefa á samherja sinn – Treysta honum ekki
Bleikt
Fyrir 6 klukkutímum

5 góð ráð til að forðast haustflensuna

5 góð ráð til að forðast haustflensuna