fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Skráning á náttúrunni og landinu

Hildur Bjarnadóttir hlýtur verðlaunin í flokki myndlistar

Kristján Guðjónsson
Laugardaginn 18. mars 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðrir sem voru tilnefndir í flokki myndlistar

Dómnefnd: Jón Proppé (formaður), Helga Óskarsdóttir og Jón B.K. Ransu.

Þóra SigurðardóttirBerglind Jóna HlynsdóttirJón LaxdalElín Hansdóttir

Hildur Bjarnadóttir myndlistarmaður hlýtur Menningarverðlaun DV í myndlistarflokki fyrir sýningar í Listasafni Reykjavíkur – Kjarvalsstöðum og Hverfisgalleríi árið 2016.

Í umsögn dómnefndar segir: „Hildur Bjarnadóttir hélt tvær sýningar í Reykjavík á síðasta ári sem undirstrikuðu vel sérstöðu hennar og einstakan skilning hennar á efnivið sínum og aðferðum. Hildur hefur um árabil verið einn framsæknasti textíllistamaður okkar og hefur í raun umbylt því hvernig við lítum á tilgang og möguleika þessa listmiðils. Sýning hennar í Vestursal Kjarvalsstaða bar heitið Vistkerfi lita og samanstóð af lituðum textíl. Litina hafði Hildur unnið úr gróðri af landspildu sem hún á í Flóahreppi en þar vex blóðberg, krossmaðra, hrútaberjalyng, þursaskegg, klófífa, hálmgresi og mýrasóley, ilmreyr, bugðupuntur, mjaðjurt, og fleira. Allan þennan gróður má nota til að lita þræði og ofið efni. Sýningarverkefnið verður þannig skráning á landinu og náttúrunni, yfirlit yfir það vistkerfi sem þrífst á þessum bletti á Suðurlandi. Undir lok árs opnaði Hildur svo aðra sýningu í Hverfisgalleríi þar sem hún sýndi nýjustu verk sín.“

Að eiga sér rætur í stað

„Ég eignaðist þessa landspildu í Flóahreppi fyrir nokkrum árum. Úr plöntunum á landinu hef ég unnið lit, notað hann til að lita garn og síðan ofið verk og einnig til að lita silkiefni,“ segir Hildur Bjarnadóttir en verkin sem sýnd voru á Kjarvalsstöðum á sýningunni Vistkerfi lita eru enn fremur hluti af doktorsverkefni Hildar frá Listháskólanum í Bergen sem hún varði í febrúar.

„Þetta verkefni fjallar um að eiga sér rætur í ákveðnum stað, hvernig við tengjumst stað í gegnum plönturnar sem vaxa þar, hvernig áhrif mín og mannfólksins almennt á landið koma fram í þessum lit sem plönturnar taka upp úr jarðveginum. Plönturnar taka nefnilega í sig upplýsingar úr jarðveginum og úr andrúmsloftinu, taka inn allt sem er að gerast þar og hefur gerst í mörg ár á undan – þær eru nánast eins og upptökutæki. Ég tíni plöntur á tilteknum stað, sýð þær og næ úr þeim þessum upplýsingum,“ útskýrir Hildur.

„Ég nota litina því sem upplýsingagjafa tengda staðnum, þeir hafa alltaf þessa staðbundnu eiginleika. Plönturnar sem ég nota vel ég ekki út frá litnum sem þær gefa heldur staðnum sem þær koma frá. Ég hef unnið með fleiri staði en Flóahreppinn, til dæmis vann ég með landskika sem tilheyrði ömmu minni og hún hugsaði um í 70 ár. Ég vann stórt verkefni út frá plöntunum sem hún hafði gróðursett, hugsað um og verið í kringum svona lengi. Þá fór ég að sjá tengsl manneskjunnar við plönturnar á staðnum og hvernig maður getur notað jurtalitinn til að fjalla um tiltekna manneskju og tiltekinn stað.“

Þó að hér sé um vefnað að ræða má þó segja að Hildur fáist við málverkið, ögri sögu þess og eðli: „Ég notast líka við hörþráð sem er litaður með akrýlmálningu, þetta eru ofin málverk, í þeim eru því tvær ólíkar tegundir af litum. Þannig skapast ákveðið samtal milli manngerða litakerfisins og náttúrulega litakerfisins.“

Mynd: Listasafn Reykjavíkur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona