fbpx

Tyrfingur er pulsurop inn í íslenskan leikhúsheim

Menningarárið 2016: Anna Marsibil Clausen

Kristján Guðjónsson
Miðvikudaginn 28. desember 2016 23:59

Í menningarannál ársins 2016 sem birtist í áramótablaði DV 30. desember verður stiklað á stóru og rifjað upp það helsta sem átti sér stað í lista- og menningarheiminum á árinu sem er að líða. Leitað var til fimmtán álitsgjafa úr ýmsum kimum íslensks menningarlífs við gerð samantektarinnar. Daglega frá jólum og fram yfir þrettándannn munu vangaveltur álitsgjafanna birtast í heild sinni á menningarsíðu DV.is. Þar líta þeir yfir árið, rifja upp það markverðasta og eftirminnilegasta í íslensku listalífi árið 2016 og greina stöðuna í menningunni í árslok.


Anna Marsibil Clausen, bókmenntafræðingur og blaðakona.

Hvað þótti þér eftirminnilegasta listaverk ársins 2016?

Í upphafi er vert að taka fram að ég missti af einum fjórða ársins á Íslandi þar sem ég hef verið við nám í Kaliforníu. Mér skilst þannig að Björk Digital sé stórkostleg upplifun en ég þarf að bíða hennar enn um sinn.

Það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa um listaverk ársins 2016 er leikritið Auglýsing ársins eftir Tyrfing Tyrfingsson í Borgarleikhúsinu. Enginn hefur viðlíka lag á að gera samtímann jafn drepfyndinn og ógnvekjandi á sama tíma. Sýningin var frábær í alla staði að mínu mati en greinilega ekki fyrir alla, þar sem fleiri en einn gekk út í hléi á sýningunni sem ég fór á.

Tyrfingur er eitthvað alveg nýtt. Einhverjir myndu segja að verk hans væru sem ferskur andblær inn í íslenskan leikhúsheim en hann er kannski meira eins og pulsurop: frekar „ónæs“ en samt svo fullnægjandi og fyndin uppljóstrun, náttúruleg afleiðing þess að innbyrða hakk í görn með öllu. Hann er einmitt það sem við þurfum.

Minn persónulegi listahápunktur á árinu átti sér þó líklega stað á Njálu þegar Haraldur Gráfeldur tók sig til og söng „Stairway to Heaven“ á dönsku. Ó, ef við gætum öll bara købt en trappe til himmelen.

Hvað þótti þér markverðast í menningarlífinu á Íslandi á árinu?

Fjölmargir íslenskir listamenn eru pólitískt þenkjandi en Reykjavíkurdætur voru pólitískar fyrst, listamenn svo. Enginn annar íslenskur listamaður hefur hlotið jafn óblíðar viðtökur og þær – frá almenningi eða jafningjum úr bransanum – og það tók þær tíma að finna taktinn sem tónlistarmenn. Þær hafa vaxið og dafnað á því sviði og eru í dag eitt allra besta tónleikaband landsins þar sem hver framkoma er gjörningur enda eru þær svo miklu meira en „bara“ rapparar.

Af öllum þeirra gjörningum var framkoma þeirra í Vikunni í mars sá allra mikilvægasti og sá er að mínu mati áhrifamesti listviðburður ársins. Með ballarbeltinu góða sköpuðu þær frábæra umræðu um list, kynlíf, kynusla, femínisma og rými, tróðu umræðunni í rauninni í andlitið á fólki sem annars myndi eflaust kjósa að hunsa hugmyndir nýrrar kynslóðar um heiminn. Þær voru kannski óþægilegar fyrir ákveðna hópa, og vissulega hefði mátt sleppa því að ráðast inn á persónulegt rými Ágústu Evu, en ef list er of þægileg er hún sjaldan að segja nóg til að hreyfa við fólki. Einmitt þar hafa margir íslenskir listamenn gleymt sér að mínu mati. Ég held þó að fleiri séu að feta í þeirra fótspor með því að þrýsta á ramma þess sem list hefur hingað til leyft, sérstaklega í rými poppkúltúrs, og það er spennandi þróun.

Hvað finnst þér hafa einkennt menningarlífið/ -umræðuna á Íslandi árið 2016?

Ætli það sé ekki einna helst einkennandi hvað umræðan er sundurleit. Hún er enn að færast af kaffihúsunum og inn á netið þar sem fleiri geta tekið þátt en áður, en jafnvel þar er ákveðið valdaójafnvægi þegar kemur að skoðunum og tjáningu – Jón og séra Jón.

Twitter-hóparnir eru kannski þeir áhrifamestu, í það minnsta hvað dægurmenningu varðar. Þar er fólkið sem raunverulega getur kippt listamönnum inn í meginstrauminn. Dæmi um það er Aron Can sem hoppaði inn á senuna á árinu. Líklega myndu fæstir „þekkja stráginn“ ef ekki væri fyrir menningarvita tístlands.

Tístarar eru fólkið hvers álit berst sem víðast – jafnvel til þeirra sem ekki eru með Twitter aðgang þar sem samantektarfréttir af tístum eru gríðarlega vinsælar á vefmiðlum. Þessi óvæntu völd Twitter „elítunnar“ gætu líklega verið sumum áhyggjuefni – kannski einna helst þeim sem ekki líta á poppmenningu sem list – en kannski eru þeir aðilar of duglegir við að hunsa miðilinn til að gefa áhrifunum gaum.

Eitt er það þó sem Twitter hefur alið af sér og gerði íslenska menningarumræðu mun skemmtilegri á árinu en ella, en það voru rauntímatíst um sjónvarpsviðburði á borð við Ófærð, Söngvakeppni Sjónvarpsins og jafnvel Blossa/810551. Líklega mun helmingur fólks undir fertugu sitja með síma í hönd sem sérlegir sjálfskipaðir álitsgjafar yfir áramótaskaupinu. Fyrir mér er það af hinu góða.


Lestu fleiri ársuppgjör úr menningarlífinu:

Hildur Steinþórsdóttir, arkitekt.
Þráinn Hjálmarsson, tónskáld.
Ewa Marcinek, ljóðskáld.
Bjarki Þór Jónsson, tölvuleikjafræðngur og kennari
Anna Marsibil Clausen, blaðakona og bókmenntafræðingur
Sveinn Einarsson, fyrrverandi Þjóðleikhússtjóri.
Þorgerður Ólafsdóttir, myndlistarmaður.
Fannar Örn Karlsson, tónlistarmaður.

Kristján Guðjónsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Fyrirgefningin

Fyrirgefningin
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Katrín Ingibjörg: „Ég vil að hlutirnir verði breyttir þegar dóttir mín fer út á vinnumarkað“

Katrín Ingibjörg: „Ég vil að hlutirnir verði breyttir þegar dóttir mín fer út á vinnumarkað“
433
Fyrir 4 klukkutímum

Neville vill sjá leikmenn United herma eftir stjörnum Liverpool

Neville vill sjá leikmenn United herma eftir stjörnum Liverpool
Matur
Fyrir 4 klukkutímum

Matarklám á sunnudegi: Bakarí sem selur bara smákökur

Matarklám á sunnudegi: Bakarí sem selur bara smákökur
433
Fyrir 5 klukkutímum

Mourinho og Woodward alls ekki á sömu blaðsíðu

Mourinho og Woodward alls ekki á sömu blaðsíðu
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Einar um OR-málið: „Ennþá hefur enginn útskýrt fyrir henni fyrir hvað hún var rekin“

Einar um OR-málið: „Ennþá hefur enginn útskýrt fyrir henni fyrir hvað hún var rekin“
433
Fyrir 5 klukkutímum

Aðeins einn náð betri árangri en Alisson

Aðeins einn náð betri árangri en Alisson
433
Fyrir 6 klukkutímum

Segir að leikmenn Chelsea vilji ekki gefa á samherja sinn – Treysta honum ekki

Segir að leikmenn Chelsea vilji ekki gefa á samherja sinn – Treysta honum ekki
Bleikt
Fyrir 6 klukkutímum

5 góð ráð til að forðast haustflensuna

5 góð ráð til að forðast haustflensuna