fbpx

Yfirvofandi dauði í Legolandi

Bókardómur: Sofðu ást mín eftir Andra Snæ Magnason

Kolbrún Bergþórsdóttir
Föstudaginn 16. desember 2016 20:30

Andri Snær Magnason fetar nýjar slóðir í nýútkomnu smásagnasafni sínu Sofðu ást mín. Í þetta sinn eru textar hans mun nærri upplifun okkar hinna á veruleikanum en við höfum átt að venjast í verkum Andra og gerast sögurnar einnig nær rauntíma, eða á 20. og 21. öldinni. Í öllum sögunum virðist ein persóna samsvara höfundi sjálfum, hvort sem sú persóna er aðal- eða aukapersóna, og varpar þannig sjálfsævisögulegum blæ á bókina. Þannig fer Andri töluvert nær sjálfum sér og samtíma sínum heldur en í t.d. Lovestar og Engar smá sögur. Þrátt fyrir raunveruleikann er töluverð hugmyndaauðgi í sögum Sofðu ást mín, svo unnendur fyrri ritverka Andra Snæs fá því eitthvað fyrir sinn snúð. Sögurnar eru í dæmigerðri lengd fyrir nútímasmásögur, allt frá tíu blaðsíðum upp í þrjátíu.

Margar sagnanna fjalla að einhverju leyti um það hvernig „venjuleikinn“ og hugsunarleysi getur leitt mann í ógöngur, án þess að maður taki endilega eftir því eða verði jafnvel nokkurn tíma var við það. Þannig eru persónur skyndilega staddar farsímalausar á bensínlausum bíl, í miðjum óbyggðum með alla fjölskylduna vegna þess að egóið var einu númeri of stórt (eða af því að feðraveldið sagði þeim að gera það), eða vakna upp í ástlausu sambandi því að óvarlega var farið með þýðingarmikil orð.

Margar sögurnar bera með sér tilvísun í fyrirbæri sem kallað er memento mori sem er fornlatneskur frasi og minnir okkur á að þrátt fyrir allt, þá erum við öll dauðleg. Bókin varar lesandann reglulega á að óæskilegt sé að láta sig fljóta sofandi að feigðarósi og að mikilvægt sé að kunna að meta bernskuna, litlu hlutina, Legókubbana og hversdagsleikann því dauðinn er svo sannarlega endakall okkar allra. Þannig er ákveðinn predikunartónn í verkinu sem getur verið erfitt að sætta sig við. Hver vill láta segja sér fyrir verkum nema í laumi? Kápan á bókinni ber memento mori einnig skýr merki með upphleypta glossaða höfuðkúpu dýrs á hlífðarkápunni, og sömu hauskúpu greypta í svarta kápuna. Kápan er hönnuð af Alexöndru Buhl sem hefur hannað nokkrar af fallegustu bókarkápum fyrir Forlagið, og er þessi engin undantekning. Gagnrýnandi átti erfitt með að leggja bókina frá sér og stóð sig jafnvel að því margoft að handleika hana á milli sagna.

Líkt og í fyrri verkum Andra er deilt á ólifnað og ofneyslu þá sem áberandi var rétt fyrir hrun, og virðist aftur í uppsveiflu nú fáeinum árum eftir hrun, eða eins og Augusto Monterroso orðaði það í stystu smásögu sinni: „Þegar hann vaknaði um morguninn var risaeðlan enn þarna“. Smásagan „Wild Boys“ birtir póstmóderníska og hálf absúrdíska heimssýn nýríkra Íslendinga sem virðist þakin merkingarleysu og siðlausu tengslaleysi við raunveruleikann. Samanburðurinn verður sterkur þegar þessar sögur eru bornar saman við aðrar smásögur í safninu sem boða aftur á móti endurmat á hvunndeginum, tungumálinu og hinu einfalda. Þrátt fyrir predikunartóninn er Sofðu ást mín einlægt smásagnasafn sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 1 klukkutíma

20 þúsund herbergi verða úti á sjó á næsta Heimsmeistaramóti

20 þúsund herbergi verða úti á sjó á næsta Heimsmeistaramóti
Fókus
Fyrir 1 klukkutíma

Fjölmenni í 10 ára afmæli UNICEF og Te & Kaffi – 10 daga söfnunarátak

Fjölmenni í 10 ára afmæli UNICEF og Te & Kaffi – 10 daga söfnunarátak
Matur
Fyrir 2 klukkutímum

Innkalla Síríus rjómasúkkulaði með saltlakkrísflögum og sjávarsalti

Innkalla Síríus rjómasúkkulaði með saltlakkrísflögum og sjávarsalti
Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Sycamore Tree með tónleika á Hard Rock Cafe

Sycamore Tree með tónleika á Hard Rock Cafe
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Kötturinn er númer eitt – Ótrúlegur milljarðaiðnaður í tengslum við gæludýrin okkar

Kötturinn er númer eitt – Ótrúlegur milljarðaiðnaður í tengslum við gæludýrin okkar
433
Fyrir 3 klukkutímum

Lið helgarinnar í enska – Tveir frá United og Liverpool

Lið helgarinnar í enska – Tveir frá United og Liverpool
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Gæði sæðis minnka mikið með aldrinum – 15 prósent ungra manna geta ekki getið börn

Gæði sæðis minnka mikið með aldrinum – 15 prósent ungra manna geta ekki getið börn
FréttirPressan
Fyrir 5 klukkutímum

„Tíu mikilvægustu hlutirnir sem ég lærði eftir að ég missti son minn“

„Tíu mikilvægustu hlutirnir sem ég lærði eftir að ég missti son minn“