fbpx

Kóngurinn nær vopnum sínum

Dómur um tölvuleikinn Pro Evolution Soccer 2017 á Playstation 4

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 28. september 2016 23:42

Eftir að hafa borið höfuð og herðar yfir FIFA og EA Sports í mörg ár kom að því að Pro Evolution Soccer (PES) og Konami misstu krúnuna í hendur erkióvinarins. Þetta var fljótlega eftir að hrunið varð og FIFA-leikirnir hreinlega reykspóluðu fram úr PES í gæðum, viðmóti og grafík. Í stað þess að leggja árar í bát fór Konami í bráðnauðsynlega naflaskoðun sem virðist hafa skilað tilætluðum árangri.

Á dögunum kom nýjasti PES-leikurinn út, Pro Evolution Soccer 2017. Undirritaður hefur verið í FIFA-klappliðinu á undanförnum árum og varla litið við PES-leikjunum – ekki frekar en margir aðrir svo sem. Eftir að hafa lesið og heyrt glimrandi góða hluti um PES 2016 var þó ákveðið að ná í eitt eintak af PES 2017 og prófa.

„Það tók tölvuna ítrekað drykklanga stund að finna andstæðing en stundum gafst maður upp á biðinni.“

Það er skemmst frá því að segja að höfundur þessarar umfjöllunar hafi verið hrifinn af leiknum. Það kom að góðum notum að kunna á gömlu PES-takkana þannig að það tók enga stund að ná tökum á spiluninni. Eftir að hafa farið í gegnum stutt æfingaprógram til að ná tökum á skotum, sendingum, gabbhreyfingum og fleiru í þeim dúr var byrjað að spila.

Ákveðið var að spila með Leicester í Meistaradeildinni og er skemmst frá því að segja að henni var rúllað upp næsta auðveldlega. Því næst var farið í netspilun sem gekk ekki alveg hnökralaust fyrir sig. Það tók tölvuna ítrekað drykklanga stund að finna andstæðing en stundum gafst maður upp á biðinni. Þegar netspilunin virkaði var allt í himnalagi; hlutirnir gengu hratt fyrir sig og allt var eins og það gerist best. Vonandi verður þetta vandamál úr sögunni innan tíðar.

Alexis Sanchez, leikmaður Arsenal, skýtur hér að marki Atletico Madrid. Milli stanganna stendur Jan Oblak. Grafíkin er til fyrirmyndar í PES og nákvæmnin í andlitum helstu leikmanna mikil.
Flott grafík Alexis Sanchez, leikmaður Arsenal, skýtur hér að marki Atletico Madrid. Milli stanganna stendur Jan Oblak. Grafíkin er til fyrirmyndar í PES og nákvæmnin í andlitum helstu leikmanna mikil.

Leyfismál hafa löngum gert PES dálítið erfitt fyrir þó reynt hafi verið að bæta það upp, til dæmis með Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildinni. Manchester United heitir Man Red, Manchester City heitir Man Blue og Tottenham heitir til dæmis North East London. Það ku vera mjög auðvelt að kippa þessu í liðinn með lítilli uppfærslu sem hægt er að nálgast á netinu. PES er með samstarfssamning við Barcelona, Liverpool og Borussia Dortmund svo dæmi séu tekin þannig að allt við þau lið er eins og best verður á kosið; vellirnir, leikmenn og búningar þar á meðal.

Í minningunni var viðmót PES-leikjanna ávallt nokkuð klunnalegt og þó að bætt hafi verið úr pixlaða Nintendo-viðmótinu er viðmótið í PES 2017 meira gamaldags en til dæmis í FIFA 16. Það er samt ekki þannig að það komi að sök, þetta er meira spurning um að vera góðu vanur.

„Og skilaboðin til EA Sports eru þessi: Bring it On!“

Þó að ýmsir vankantar séu á PES 2017, eins og bent er á hér að framan, er það allt saman bætt upp með spiluninni – sem er í raun lygilega raunveruleg. Undirritaður spilaði FIFA 16 mikið – og var mjög hrifinn af – en flæðið í þessum leik er engu síðra en í honum og jafnvel mun betra.

Boltinn rúllar flott á milli leikmanna og hreyfingar liðsfélaganna eru góðar og útpældar. Þetta gerir það að verkum hægt að skora gullfalleg mörk með flottu uppspili, þrumuskotum fyrir utan teig eða með fallegum fyrirgjöfum utan af vængjunum. Það ber einnig að hrósa því að markmennirnir í PES 2017 eru raunverulegir og langt því frá fyrirsjáanlegir – í góðri merkingu þess orðs. Þá er grafíkin mjög flott og andlit og líkamsbygging þekktustu leikmannanna upp á 10.

Þegar öllu er á botninn hvolft er PES 2017 mjög flottur fótboltaleikur og það er alls ekki svo sjálfgefið lengur að stimpla PES-leikina með þeim hætti að þeir séu eitthvað verri en FIFA-leikirnir. Hjá Konami virðast menn fylgja þeirri reglu að sé innihald pakkans sem skipti mestu máli, en ekki umbúðirnar.

Það verður samt spennandi að sjá hvernig EA Sports tekst til með FIFA 17 og hvernig menn þar á bæ bregðast við samkeppninni. Það er samt fagnaðarefni fyrir alla tölvuleikjaunnendur að tveir risar séu í harðri samkeppni á þessum ógnarstóra markaði. Það gefur mönnum spark í rassinn og heldur þeim við efnið.

Með PES 2017 hafa Konami og PES, gamli kóngurinn ef svo má segja, náð vopnum sínum á nýjan leik. Og skilaboðin til EA Sports eru þessi: Bring It On!

Einar Þór Sigurðsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 1 klukkutíma

Elín Kára – „Sjoppufærsla ársins“

Elín Kára – „Sjoppufærsla ársins“
Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma

Sigursteinn: Háttsettir menn í þjóðfélaginu keyptu Kristínu sem barn og misnotuðu hana

Sigursteinn: Háttsettir menn í þjóðfélaginu keyptu Kristínu sem barn og misnotuðu hana
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Messi heldur risastórt kynlífspartý fyrir lesbíur

Messi heldur risastórt kynlífspartý fyrir lesbíur
Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Hera þykir ekki nógu ljót

Hera þykir ekki nógu ljót
Fyrir 2 klukkutímum

Nýtt Sportveiðiblað var að koma út

Nýtt Sportveiðiblað var að koma út
Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Unnur Brá verður fulltrúi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum

Unnur Brá verður fulltrúi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum