fbpx

Hvað sem þú gerir, ekki horfa niður

Dómur um tölvuleikinn Uncharted 4: A Thief’s End

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 15. maí 2016 21:34

Tæplega fjögurra ára bið er á enda. Nýjasti og jafnframt síðasti leikurinn í einni rómuðustu tölvuleikjaseríu 21. aldarinnar, Uncharted, er kominn út. Óhætt er að segja að Uncharted kveðji með hvelli, Nathan Drake hefur aldrei verið flottari.

Sögusvið Uncharted 4: A Thief‘s End, eins og leikurinn heitir, er þremur árum eftir atburðina í Uncharted 3: Drake‘s Deception. Eins og áður ertu í hlutverki ævintýramannsins Nathans Drake sem ferðast um allan heim í leit sinni að löngu glötuðum og dularfullum menningarverðmætum.

Nú brennur svo við í Uncharted 4 að Nathan Drake er sestur í helgan stein enda marga fjöruna sopið á ferðalögum sínum í gegnum tíðina. Tími afslöppunar og fjölskyldulífs er runninn upp en fyrr en varir banka ævintýrin upp á að nýju. Bróðir Nathans, sem allir töldu að væri látinn, dúkkar upp og býður honum að koma í eitt ævintýri til viðbótar – leita að glötuðum fjársjóði sjóræingjans Henry Avery, sem var uppi á á 17. öld og var til í raun og veru.

Nathan getur illa hafnað þessari bón bróður síns, sem er upp á líf og dauða fyrir hann, og ákveður að slást í lið með honum. Ævintýrin leiða þá til Skotlands, Ítalíu, Panama og Madagaskar og er óhætt að segja að hasarinn í Uncharted 4 gefi bestu hasarleikjum ekkert eftir. Eins og áður þarf Nathan að berjast við óvini sem hafa þann eina tilgang að standa í vegi fyrir því að Nathan takist ætlunarverk sitt og verða á undan að ná fjársjóðinum. Hundtryggi lærifaðir Nathans, Sully, mætir til leiks í Uncharted 4 og þá leikur kona Nathans, Elena, sem margir kannast við úr gömlu leikjunum einnig stórt hlutverk á síðari stigum leiksins.

Það er í raun afar fáa veika punkta að finna á Uncharted 4 og morgunljóst að Naughty Dog, sem framleiddi leikinn, hefur lagt mikla vinnu í að gera hann eins vel og mögulegt er. Leikurinn gerist í stórkostlegu umhverfi sem nýtur sín einkar vel á Playstation 4-leikjatölvum. Nathan er öflugur klifurgarpur og það komu stundum augnablik þar sem maður fékk hreinlega í magann vegna lofthræðslu. Það er því ágætt að hafa það í huga að horfa upp, en ekki niður meðan Nathan sveiflar sér milli klettaveggja.

Það er því ágætt að hafa það í huga að horfa upp, en ekki niður meðan Nathan sveiflar sér milli klettaveggja

Söguþráðurinn hefur ávallt verið einn sterkasti hlekkurinn í Uncharted-leikjunum. Hann er djúpur og minnir um margt á bíómynd og Nathan Drake er auk þess einkar viðkunnanlegur náungi. Það sama má segja um aðrar persónur eins og Nathan og Elenu. Leikurinn fór heldur rólega af stað, var með öðrum orðum langdreginn á köflum en hann vann hressilega á eftir því sem klukkutímarnir liðu. Skotbardagar eiga það til að vera klunnalegir líkt og í fyrri leikjum en það er auðvelt að fyrirgefa það enda leikurinn framúrskarandi góður á öðrum sviðum. Persónulega finnst undirrituðum skemmtilegast að leysa gáturnar sem Nathan þarf að glíma við á ferðalögum sínum og, ef eitthvað er, hefðu þær mátt vera fleiri.

Það er í raun synd að Uncharted-serían sé á enda enda ein allra besta sería sem gefin hefur verið út. Það er þó vel skiljanlegt að punkturinn sé settur hér og kannski vel við hæfi að Uncharted-serían hætti á toppnum og kveðji með hvelli. Uncharted 4: A Thief‘s End er einn af stærstu leikjum ársins og bregst ekki frekar en fyrri leikir seríunnar. Hér er á ferðinni frábær skemmtun og leikur sem engum mun leiðast að spila.

Einar Þór Sigurðsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Messi heldur risastórt kynlífspartý fyrir lesbíur

Messi heldur risastórt kynlífspartý fyrir lesbíur
433
Fyrir 2 klukkutímum

Draumaliðið: Bestu leikmennirnir í þýsku úrvalsdeildinni

Draumaliðið: Bestu leikmennirnir í þýsku úrvalsdeildinni
Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Svartidauði gefur út Revelations of the Red Sword

Svartidauði gefur út Revelations of the Red Sword
Matur
Fyrir 3 klukkutímum

Kvöldmatur á 30 mínútum: Ofureinfaldur pastaréttur sem öll fjölskyldan dýrkar

Kvöldmatur á 30 mínútum: Ofureinfaldur pastaréttur sem öll fjölskyldan dýrkar
Bleikt
Fyrir 3 klukkutímum

Sara og Chris sameinuð eftir áfallið – Sagður hafa misst vöðvamassa – Sjáðu myndina

Sara og Chris sameinuð eftir áfallið – Sagður hafa misst vöðvamassa – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Bíl Alexöndru stolið – Nokkrum tímum síðar var þjófurinn látinn – „Ég brast í grát“

Bíl Alexöndru stolið – Nokkrum tímum síðar var þjófurinn látinn – „Ég brast í grát“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

13 leikja martröð landsliðsins þar sem vörnin lekur og sóknarleikurinn virkar ekki

13 leikja martröð landsliðsins þar sem vörnin lekur og sóknarleikurinn virkar ekki