fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
FókusKynning

Stúdentakjallarinn er griðastaður: Hamborgarar á vingjarnlegu verði

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 3. mars 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stúdentakjallarinn er staður þar sem fólki líður vel, nokkurs konar griðastaður á svæði Háskóla Íslands, þar sem fólk hleður rafhlöðurnar, nýtur góðra veitinga á hagstæðu verði og skemmtir sér.

Stúdentakjallarinn er í eigu Félagsstofnunar stúdenta og er staðsettur á Háskólatorgi. Hann sækir fjölbreyttur hópur fólks, námsmenn, vinnandi fólk og margir aðrir, jafnt börn sem fullorðnir, enda er staðurinn öllum opinn. Þar er fjölbreytt dagskrá flesta daga við allra hæfi, til dæmis tónleikar, Pub Quiz, Pop Quiz, umræður, uppistand, og stórir íþróttaviðburðir eru sýndir á risaskjá.

Stúdentakjallarinn er ekki rekinn með gróðasjónarmið að leiðarljósi, reksturinn þarf bara að standa undir sér. Þetta endurspeglast meðal annars í verði veitinganna því í Stúdentakjallaranum er að hægt að fá ljúffengan og framúrskarandi mat á mjög hagstæðu verði.

Matseðillinn er fjölbreyttur og á honum má meðal annars finna hamborgara, samlokur, tortilla, pítsur, salöt, fiskrétti, kjúklingarétti, svínarif og margt fleira. Á matseðlinum er líka úrval vegan-rétta.

Hamborgararnir: Fjölbreyttir, gómsætir og ódýrir

Hamborgararnir í Stúdentakjallaranum eru allir bornir fram með frönskum eða salati. Þeir eru eftirtaldir og verð fylgir með:
Kjallaraborgari: 120 g nautakjöt, piparostur, piparsósa, salat og tómatur – 1.490 kr.
Háskólaneminn: 120 g nautakjöt, hamborgarasósa, salat og tómatur – 1.290 kr.
Béarnaiseborgari: 120 g nautakjöt, slatti af béarnaise, steiktir sveppir, laukur og beikon – 1.490 kr.
Kjúklingaborgari: kjúklingur, sinnepssósa, salat og tómatur – 1.590 kr.
Grænmetisborgari: laukur, kál, tómatur og hvítlaukssósa – 1.190 kr.
Chiliborgari: laukur, eggaldin, kál, tómatur og appelsínu-engifersósa – 1.190 kr. (vegan)

Ýmsir aðrir borgarar eru í boði eftir tilefnum og um að gera að fylgjast með nýjungum. Nánari upplýsingar um starfsemina og veitingarnar í Stúdentakjallaranum er að finna á vefsíðunni http://www.studentakjallarinn.is/ og Facebook-síðunni https://www.facebook.com/Studentakjallarinn/.

Frábær tilboð á drykkjum

Í hverjum mánuði er tilboð allan daginn, alla daga, á ákveðnum flöskubjór á 590 kr. og kokteil mánaðarins á 1.500 kr. Fyrir utan þetta er síðan Happy Hour daglega frá 16 til 19 og á laugardögum frá 16 til 21. Á Happy Hour eru þrjár tegundir á kranabjór frá 500 –900 kr. fyrir stúdenta en 650–1.050 fyrir aðra og vín hússins á 750 kr. Síðasta föstudag í mánuði og alla laugardaga kl. 16–21 er bjórkönnutilboð: 1.900 kr. fyrir stúdenta en 2.600 fyrir aðra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum