fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
FókusKynning

Snæland: Góður skyndibiti á sanngjörnu verði

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 3. mars 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við leggjum mikla áherslu á góðan skyndibita á góðu verði, úr besta mögulega hráefni. Allt kjötið okkar kemur frá SS, fyrsta flokks nautakjöt og beikon. Síðan erum við með McCain-kartöflur,“ segir Pétur Smárason, eigandi Snælands.

Þetta gróna fjölskyldufyrirtæki var stofnað árið 1985 en Pétur hefur fylgt því frá upphafi og er hvergi nærri hættur. Í upphafi var mikil áhersla á vídeó en núna er það úr sögunni og staðir Snælands eru í dag vinsælir skyndibitastaðir með áherslu á grillrétti og góðan ís frá Kjörís.

Í hamborgurum kappkostar Snæland að tefla saman gæðum og mjög hagstæðu verði. Það eru því margir sem koma í hádegismat og kvöldmat á Snæland, jafnt vinnandi fólk sem skólakrakkar. „Mér finnst ég sjá nýtt fólk á stöðunum daglega og þetta er ansi breiður hópur sem sækir í góða máltíð á góðu verði, fyrir svo utan það að við kappkostum að veita góða þjónustu,“ segir Pétur brosandi. Á mynd hér má sjá Viggó, son Péturs, og eru þeir feðgar með mikla ástríðu fyrir góðum borgara.

Mynd: Sigtryggur Ari

Vinsælustu hamborgararnir á Snælandi eru ostborgari, beikonborgari og lúxusborgari en á þeim síðastnefnda er hvort tveggja egg og beikon. Sem dæmi um hagstætt verð hjá Snælandi er ostborgaramáltíð á aðeins 1.190 krónur en innifalið í henni er ostborgari, franskar og gos að eigin vali, en allt gos kemur frá Ölgerðinni.

Snælandsstaðirnir eru tveir, annar er að Núpalind 1 í Kópavogi og hinn er að Laugavegi 164 í Reykjavík. Staðirnir eru báðir opnir frá 10 til 23 alla daga vikunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum