fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
FókusKynning

Fjölskyldulíf: Sannar sögur án glansmyndar

Family Living – The True Story: Hópurinn sem er að slá í gegn á Facebook

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 24. febrúar 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flest okkar sem reka heimili vita út á hvað það gengur: seinnipartinn þegar allir koma heim úr vinnu, skóla og íþróttum er allt á hvolfi. Lærdómur, matseld, frágangur, þvottur, leiktími, bað- og háttatími ef ung börn eru á heimilinu og fleira hertekur tímann frá um klukkan 17–20. Eftir það leggjast foreldrarnir oft örmagna í sófann, kveikja á Netflix og reyna að horfa framhjá hrúgu af ósamanbrotnum þvotti, leikföngum um allt stofugólf og ógreiddum reikningum.

Mjög fá heimili eru tilbúin fyrir Instagram og myndatökur fyrir Hús og hýbýli á hverjum degi, þótt þau geti verið það á góðum degi. Það er gaman að skoða myndir af fallegum og stílhreinum heimilum, en á sama tíma dæsir maður oft og skilur ekkert í af hverju manns eigið heimili lítur ekki þannig út alla daga, eða jafnvel bara einn dag á ári.

Hópurinn Family Living-The True Story-ICELAND á Facebook sýnir venjuleg íslensk heimili og eru meðlimir hvattir til að deila myndum og myndböndum af eðlilegu heimilisdrasli.

„Hvað segið þið, fæ ég ekki að hafa þessa á forsíðu Húsa og híbýla?“ spyr Nanna, eigandi þessarar notalegu og heimilislegu stofu.
Forsíðumynd? „Hvað segið þið, fæ ég ekki að hafa þessa á forsíðu Húsa og híbýla?“ spyr Nanna, eigandi þessarar notalegu og heimilislegu stofu.

„Hópurinn er gerður að sænskri fyrirmynd, en ég kynnist þessum sænska hópi, sem í eru yfir 70 þúsund meðlimir, fyrir nokkrum árum og fannst ekki vanþörf á því að hafa sambærilegan hóp hér á landi,“ segir Elín Oddný Sigurðardóttir sem stofnaði hópinn fyrir tveimur árum þegar hún stóð í flutningum og allt var á hvolfi.

Elín Oddný Sigurðardóttir stofnaði þegar húnhópinn  var sjálf að flytja og allt var á hvolfi hjá henni.
Stofnandi hópsins Elín Oddný Sigurðardóttir stofnaði þegar húnhópinn var sjálf að flytja og allt var á hvolfi hjá henni.

„Ég ákvað að kýla á það, setja inn myndir og stofna hópinn. Þetta er aðallega húmor og til að hafa gaman af. Venjuleg heimili eru stundum með drasli og það er bara allt í lagi.“

Tilgangur hópsins er að sýna hvernig oft getur litið út inni á raunverulegum heimilum fólks, helst þegar allt er í drasli, til að sýna að ekki er allt jafn fullkomið og í heimi tímarita og sjónvarpsþátta. Í hópnum geta öll heimili tekið þátt þó með þeim skilyrðum að þar sé stundum drasl.

„Hönnunarlausn fyrir pappírsrusl. Bætið við ketti og allir eru sáttir.“ Bára Halldórsdóttir.
Kötturinn með „Hönnunarlausn fyrir pappírsrusl. Bætið við ketti og allir eru sáttir.“ Bára Halldórsdóttir.

„Við þurfum að vera reiðubúin að sýna þá hlið heimilisins sem sjaldan er til sýnis opinberlega. Þetta er alls ekkert draslarahópur heldur meira til að sýna þessar raunverulegu hliðar á öllum heimilum,“ segir Elín Oddný.

Það er því alger óþarfi að vera eitthvað að pirra sig á draslinu heima, heldur ganga frekar í hópinn og sjá að næstum öll heimili eru eins og manns eigið og hafa húmor fyrir því að oft er allt á hvolfi.

„Það var sko kvöldmatur við kertaljós á þessu heimili í kvöld!“ Auður Alfífa Ketilsdóttir. Matt McKenna er að græja kvöldmatinn. Takið eftir skápahöldunum.
Kvöldmatur við kertaljós „Það var sko kvöldmatur við kertaljós á þessu heimili í kvöld!“ Auður Alfífa Ketilsdóttir. Matt McKenna er að græja kvöldmatinn. Takið eftir skápahöldunum.
„Get ég ekki bara breytt þessu í páskaskraut?“ spyr Katrín Eva Erlarsdóttir.
Jól alla daga „Get ég ekki bara breytt þessu í páskaskraut?“ spyr Katrín Eva Erlarsdóttir.

„Varðandi þvott – henda í vél, taka út, hengja upp, brjóta saman, ganga frá, henda í vél, taka út. Hvers vegna í ósköpunum er ekki hannað fataherbergi við hliðina á þvottahúsinu, svo hægt sé að hengja beint upp eftir þurrk? Í staðinn þarf að burðast með þvottinn í hvert herbergi á fætur öðru og setja í skúffur og á herðatré.Og hvers vegna í ósköpunum er sturtan/baðið ekki þarna nálægt, svo hægt sé að sturta óhreinu fötunum beint í körfurnar og sækja hrein föt í fataherbergið?Ætli arkitektar sjái yfirleitt ekki um þvottinn?“

„Óður til liðinna jóla. Er ekki að tíma að henda þessu, finnst svo gasalega lekkert að hafa svona skraufþurrt og fölt greni. Er líka að velta fyrir mér hvort þetta virki ekki líka sem páskaskraut og svo sumarskraut. Hvað finnst ykkur?“
Jólin, jólin alls staðar „Óður til liðinna jóla. Er ekki að tíma að henda þessu, finnst svo gasalega lekkert að hafa svona skraufþurrt og fölt greni. Er líka að velta fyrir mér hvort þetta virki ekki líka sem páskaskraut og svo sumarskraut. Hvað finnst ykkur?“
„Ef ég finn borðstofuborðið í náinni framtíð held ég kannski matarboð,“ segir eigandi þessa borðstofuborðs.
Vel nýtt borðstofuborð „Ef ég finn borðstofuborðið í náinni framtíð held ég kannski matarboð,“ segir eigandi þessa borðstofuborðs.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum