Fókus

Handgert konfekt á Valentínusardaginn

Stefán B. Chocolatier, Laugavegi 72

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 12. febrúar 2018 10:00

Mörgum þykir gott að fá sér súkkulaðibita eða konfektmola. Þegar fólk lætur slíkt eftir sér er tilvalið að hafa það dálítið spari og fá sér virkilega vandað súkkulaði eða konfekt. Þá er kjörið að líta við í verslun Stefáns B. að Laugavegi 72, Reykjavík. Stefán B. er það sem kallað er á erlendri tungu „chocolatier“ sem þýðir að hann vinnur súkkulaði- og konfektafurðir úr súkkulaðimassa. Hráefnið í afurðir sínar fær Stefán frá Kólumbíu.

Í verslun Stefáns er mikið úrval af bæði súkkulaðiplötum og konfekti. „Við erum með um 200 gerðir af súkkulaðiplötum og um 25–30 gerðir af konfekti,“ segir hann. Núna er súkkulaði með sjávarsalti mjög vinsælt. „Sjálfum finnst mér saltið fara betur í dökku súkkulaði því það spilar mjög vel á móti biturleikanum í því.“

Eins og flestir vita er súkkulaði í eðli sínu mjög holl afurð en sykur er síður hollur. Sykur er settur í súkkulaði til að gera það sætt á bragðið en algjörlega ósætt súkkulaði er biturt á bragðið. Í verslun Stefáns er lögð mikil áhersla á úrval og því má fá allt frá 60% súkkulaði með miklu sykurmagni upp í 100% súkkulaði, sem er alveg sykurlaust og hentar vel til matargerðar. „Ég held að það borði enginn 100% súkkulaði eitt og sér en fólk er töluvert að leita í 85% súkkulaði og jafnvel 90% sem vissulega er þá í hollari kantinum. En 100% hreint súkkulaði með engu soja og engum sykri er rosalega holl vara,“ segir Stefán.

Spurður um hvað séu vinsælustu afurðirnar segir Stefán að súkkulaði með sjávarsalti hafi slegið rækilega í gegn. Hjá Íslendingum er síðan mjög vinsælt dökkt súkkulaði með lakkrísbragði en þessi vara sem Stefán hefur þróað er ekki með lakkrísbitum heldur bara lakkrísbragðinu. Erlendu ferðamennirnir sem koma í verslun Stefáns sneiða hins vegar hjá lakkríssúkkulaðinu enda er það íslenskur siður að blanda saman súkkulaði og lakkrís.

Handgert konfekt er rómantísk gjöf á Valentínusardaginn og er tilvalið fyrir elskendur að líta inn á Laugavegi 72 og skoða úrvalið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af