fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
FókusKynning

Blómastofa Friðfinns: Fagleg þjónusta í 50 ár

Kynning

Alhliða blómaþjónusta frá vöggu til grafar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 9. febrúar 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blómastofa Friðfinns er í senn ein elsta blómaverslun landsins og ein sú nútímalegasta. Fyrirtækið var stofnað árið 1968, nafnið þekkja flestir Íslendingar og fólk komið fram yfir miðjan aldur heyrði fyrst af fyrirtækinu í barnæsku. Í dag fara viðskipti og þjónusta Blómastofa Friðfinns við viðskiptavini sína öll í gegnum internetið eða síma og ná út um allan heim. Blómastofa Friðfinns er því sannarlega bómabúð 21. aldarinnar.

Jenný Ragnarsdóttir er framkvæmdastjóri fyrirtækisins í dag, hún tók við rekstrinum árið 2006 en hefur mun lengri reynslu úr blómabransanum eða frá 1989.

„Við erum með vinnustofu þar sem við vinnum úr pöntunum viðskiptavina en þær fara fram í gegnum vefsíðuna okkar, blomabud.is, sem er jafnframt vefverslun. Við sendum hvert á land sem er og líka um allan heim, við höfum jafnvel sent blóm til Úganda, lengst inni í Afríku. Varðandi pantanir erlendis förum við inn á heimasíður í viðkomandi löndum og sjáum um að koma blómunum alla leið. Við fáum líka pantanir að utan um blómasendingar hér innanlands. Við tökum myndir af sendingunum og sendum kaupandanum svo hann geti séð með eigin augum hvað hann var að kaupa. Allur heimurinn er okkar starfssvæði og fólk getur náð í okkur hvenær sem er,“ segir Jenný.

Traustið mikilvægt

Hún segir að hið mikla traust sem Blómastofa Friðfinns njóti hafi verið nauðsynleg forsenda þess að geta fært reksturinn yfir á netið: „Ég hefði ekki getað gert þetta ef ég væri nýbúin að stofna fyrirtækið. En fólk vill svona þjónustu í dag. Það hefur ekki tíma til að fara í blómabúðina og bíða þar í biðröð, auk þess sem erfitt getur verið að finna bílastæði. Kúnninn kallar eftir svona sveigjanlegri þjónustu.“

Blómastofa Friðfinns veitir líka sérhæfða blómaskreytingaþjónustu og fylgist vel með straumum og stefnum í þeim efnum. „Blómaskreytingar eru líka pantaðar á netinu, þar er hægt að velja liti og tegundir eftir óskum. Þetta gengur ávallt vel. Hvað varðar útfarir þá vinnum við skreytingarnar á vinnustofunni og komum svo með þær í kirkjuna tveimur klukkustundum fyrir útför. Við fáum upplýsingar um sérstakar óskir og uppfyllum þær eftir bestu getu. Ef um veislur er að ræða þá getum við bæði unnið á staðnum eða komið með skreytingarnar tilbúnar. Í þessu sem öðru er sveigjanleiki í samræmi við óskir viðskiptavinarins. Þetta er bara alhliða þjónusta frá vöggu til grafar og nú getum við breytt slagorðinu í merkinu okkar í Fagleg þjónusta í 50 ár .“

Að sögn Jennýjar eru starfsmenn mismargir hverju sinni eftir því hvað mikið er að gera.

Sjá nánar á blomabud.is. Símanúmer er 553-1099 netfang blomabud@blomabud.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum