Fókus

Gjafaáskrift að sokkum: Litrík og klæðileg fermingargjöf

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 2. febrúar 2018 14:00

Fyrirtækið Smartsocks.is býður upp á áskrift að sokkum. Nýir sokkar detta inn um lúguna hjá áskrifendum í hverjum mánuði. Þessi skemmtilega nýjung hefur mælst vel fyrir og nú eru sokkaáskrifendur hjá Smartsocks.is orðnir fjölmargir þó að fyrirtækið hafi starfað í stuttan tíma.

Sokkarnir frá Smartsocks.is lífga upp á tilveruna og margir sem áður gengu bara í svörtum og gráum sokkum njóta þess nú að fá litríka sokka í hverjum mánuði. Allir sokkar frá Smartsocks.is eru í skærum litum og fjölbreyttum mynstrum. Þeir eru svo fjölbreyttir að yfir heilt ár fær áskrifandi aldrei tvö eins pör af sokkum. Sokkarnir eru úr 100% bómull og eru í stærðunum 34–39 og 38–45. Þeir eru bæði fyrir konur og karla. Sokkarnir eru allir mjög sterkir og endingargóðir, þetta er vönduð vara.

Áskrifandi getur valið um hvort hann fær eitt eða tvö sokkapör á mánuði og hann getur valið um áskrift í þrjá, sex eða tólf mánuði.

Sokkaáskrift lífgar ótrúlega mikið upp á tilveruna, hversdagsleikinn verður skemmtilegri þegar maður fer að ganga í litríkum sokkum og það er skemmtilegt að vita aldrei hvernig sokkarnir sem detta inn um lúguna næst líta út – en vita það eitt að þeir verða fallegir og litríkir. Sokkagerðirnar eru alls 150.

Gefðu sokkaáskrift í fermingargjöf

Sokkaáskrift er frumleg og skemmtileg fermingargjöf sem gleður í langan tíma, enda eru það ekki síst ungir krakkar sem hafa gaman af litríkum sokkum þó að í rauninni höfði sokkarnir til fólks á öllum aldri.

Þú getur gefið fermingarbarninu eitt eða tvö pör af litríkum og fallegum sokkum í þrjá, sex eða tólf mánuði.

Hægt er að ganga frá kaupum á gjafaáskrift eða eigin sokkaáskrift á vefnum smartsocks.is. Sendingarkostnaður er innifalinn í verði sokkanna. Sokkaáskrift að einu pari á mánuði kostar 990 krónur en áskrift að tveimur pörum á mánuði kostar 1.790 krónur.

Það er skemmtilegra að ganga í skrautlegum sokkum. Eftir dálítinn tíma í sokkaáskrift á fólk gott safn af fallegum og litríkum sokkum sem lífga upp á daginn og gera tilveruna skemmtilegri.

Sjá nánar á smartsocks.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af