fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
FókusKynning

Tíu frábær húsráð sem einfalda heimilisþrifin

Það þarf ekki að vera flókið að halda hreint heimili og leysa ýmiss vandamál sem koma upp í daglegu amstri

Kristín Clausen
Fimmtudaginn 27. júlí 2017 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öll viljum við hafa hreint og fínt í kring um okkur en að sama skapi finnst fæstum gaman að þrífa. Hvernig á að þrífa rúmdýnur og hver hefur ekki sullað steikarolíu í nýja rándýra bolinn sinn? Hér að neðan má finna nokkur frábær húsráð sem munu án efa gagnast þér við þrifin og hin ýmsu hvimleiðu vandamál sem fylgir því að vera manneskja.

Rúmdýnur:

Margir telja að það sé ómögulegt að þrífa rúmdýnuna. En svo er ekki. Helltu vodka í úðabrúsa og úðaðu alla dýnuna. Láttu áfengið liggja í þar til það er þornað. Áfengið eyðir bakteríum og vondri lykt úr dýnunni.

Örbylgjuofninn

Ef slettur og aðrar matarleyfar sitja fastar í örbylgjuofninum er sniðugt að skera sítrónu í tvennt og skella henni í skál með vatni. Hitaðu vatnið að suðu og láttu það standa í örbylgjuofninum á meðan gufurnar gera sitt gagn. Eftir um það bil 10 mínútur ættir þú að geta strokið öll óhreinindi úr ofninum.

Fitublettir

Eru fitublettir fastir á veggjunum. Eða kannski í uppáhalds flíkinni þinni? Ef þú krítar yfir blettina með hvítri krít og bíður í nokkrar mínútur ættir þú, í framhaldinu, að geta þurrkað fitublettinn auðveldlega af.

Blautir skór

Komstu hundblaut(ur) inn úr óvæntri rigningu og uppáhalds skórnir þínir eru gegnsósa. Ekki örvænta. Ef þú fyllir þá af dagblöðum þá draga þau bleytuna í sig og skórnir þorna mun fyrr en ella.

Flýttu fyrir þurrkaranum

Ef þú skellir einu þurru handkæði í þurrkarann með blauta þvottinum þá getur þú sparað heilmikinn tíma og orku. Handklæðið dregur í sig rakann úr fötunum. Það er nóg að hafa handklæðið í þurrkaranum í 15 mínútur, en þetta styttir heildarþurrkunartímann fyrir afganginn töluvert.

Varalitur í fötum

Fór varalitur í uppáhalds bolinn þinn? Hann er ekki ónýtur. Það eina sem þú þarft að gera, svo hann verði eins og nýr, er að spreyja hárlakki yfir blettinn og láta standa í 10 mínútur. Að því loknu skaltu þurrka yfir blettinn með rökum klút. Þvoðu svo flíkina eins og venjulega.

Brunablettir í pottum og pönnum

Settu vatn í botninn á pottinn/pönnunni og bætu við einum bolla af ediki. Láttu blönduna malla á hellunni í nokkrar mínútur og bættu svo við tveimur matskeiðum af matarsóda. Láttu malla með í nokkrar mínútur við viðbótar. Að því loknu skaltu hella úr pottinum/pönnunni og nuddaðu það sem eftir er með grófum svampi.

Mynd: Mynd: Photos.com

Skítug uppþvottavél

Þó svo að uppþvottavélin sjái um að þrífa diska og glös verður hún samt óhrein að innan. Þá er gott að setja skál eða könnu fulla af ediki í efri rekkann, stilla hana á háan hita og setja í gang. Þar á eftir skaltu dreifa smá matarsóda í botninn á vélinni og kveikja aftur á henni. Að hreinsun lokinni verður hún eins og ný.

Stíflaðar pípulagnir

Skelltu fjórum Alka-Seltzer töflum í niðurfallið ásamt einum bolla af ediki. Skolaðu með heitu vatni tíu mínútum síðar.

Æla

Ef þú verður fyrir því óláni að einhver ælir í sófann eða á fína stofuteppið skaltu ekki örvænta. Búðu til leðjukennda blöndu af matarsóda og vatni og dreifðu því yfir svæðið með spaða. Láttu blönduna þorna yfir nótt. Morguninn eftir getur þú ryksugað þetta upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum