Fókus

Manneskja sem baktalar hitt foreldrið gæti misst forræðið

Breytingin gerð til höfuðs þeim sem rægja hitt foreldrið og stuðla þar með að foreldraútilokun

Einar Þór Sigurðsson skrifar
Miðvikudaginn 22. nóvember 2017 21:00

Foreldrar barna sem standa í skilnaði gætu misst forræði yfir börnum sínum ef þeir freista þess að fá börn sín upp á móti hinu foreldrinu, til dæmis með því að baktala eða rægja viðkomandi.

Þetta er að minnsta kosti raunin í Bretlandi en frumkvæðið að þessu kemur frá Cafcass, stofnun sem sett var á laggirnar árið 2001 og heyrir undir breska dómsmálaráðuneytið. Stofnunin gætir að réttindum barna sem eru mitt í forræðisdeilu foreldra. Hefur stofnunin talað mjög gegn svokallaðri foreldraútilokun (e. parental alienation) þar sem annað foreldrið tálmar hinu foreldrinu umgengni við barn eða börn sín.

Að sögn stofnunarinnar er vandinn útbreiddur í Bretlandi, en alls kemur stofnunin að 125 þúsund forræðismálum í Bretlandi á ári hverju. Í nokkuð drjúgum hluta þessara mála koma tálmanir eða foreldraútilokun við sögu.

Forsvarsmaður Cafcass, Sarah Parsons, segir í samtali við Independent að nauðsynlegt sé að grípa til ráðstafana í ljósi þessa mikla fjölda. Eitt af þeim úrræðum sem félagsmálastarfsmenn munu fá, frá og með vorinu 2018, sé að svipta foreldra forræði sem gerast sekir um útilokun. Starfsmenn félagsmálayfirvalda munu flokka mál eftir alvarleika þeirra og hægt verður að grípa til þessara ráðstafana í alvarlegustu dæmunum.

Í umfjöllun breska blaðsins Guardian er rætt við föður sem upplifað hefur útilokun á eigin skinni. Maðurinn, sem ekki vill koma fram undir nafni til að gæta hagsmuna dóttur sinnar, hefur varla séð elstu dóttur sína í fimm ár. „Samband okkar var dásamlegt fyrstu tólf árin í lífi hennar,“ segir hann en síðan fór barnsmóðir hans, hægt og bítandi, að slíta á öll tengsl hans við dótturina.

„Þetta er alvarlegt dæmi um barnamisnotkun,“ segir faðirinn.

Samtök um foreldrajafnrétti, þá einkum þau sem berjast fyrir réttindum feðra, segjast fagna þessum skrefum Cafcass. Jerry Karlin, forsvarsmaður samtakanna Familes Need Fathers, segir við Independent að samtökin fái mýmörg dæmi um foreldraútilokun til sín á ári hverju. „Að skrímslavæða (e. demonise) hitt foreldrið hefur löngum verið talið skaðlegt börnum, ekki bara þegar þau eru börn heldur einnig þegar þau verða fullorðin. Við höfum þrýst á Cafcass að taka saman tölur um þetta og bregðast við,“ segir Jerry.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

FókusMenning
Fyrir 1 klukkutíma síðan
Manneskja sem baktalar hitt foreldrið gæti misst forræðið

Söngkeppni Samfés: Aníta stóð uppi sem sigurvegari

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum síðan
Söngkeppni Samfés: Aníta stóð uppi sem sigurvegari

Bylgja Guðjónsdóttir hóf að hreyfa sig almennilega fyrir fjórum vikum

Fókus
Fyrir 4 klukkutímum síðan
Bylgja Guðjónsdóttir hóf að hreyfa sig almennilega fyrir fjórum vikum

Syrusson: Hágæða sérsmíðuð íslensk hönnunarhúsgögn

Fyrir 4 klukkutímum síðan
Syrusson: Hágæða sérsmíðuð íslensk hönnunarhúsgögn

Eitrun varð Kambi að bana: „Hann var eftirlitslaus í kannski tíu til fimmtán mínútur“

Fókus
Fyrir 5 klukkutímum síðan
Eitrun varð Kambi að bana: „Hann var eftirlitslaus í kannski tíu til fimmtán mínútur“

Katrín Njarðvík deilir reynslu sinni af fegurðarsamkeppnum

Fyrir 6 klukkutímum síðan
Katrín Njarðvík deilir reynslu sinni af fegurðarsamkeppnum

Líf þitt breytist til batnaðar ef þú færð þér Alexu

FókusFréttir
Fyrir 6 klukkutímum síðan
Líf þitt breytist til batnaðar ef þú færð þér Alexu

Skata-stóllinn er bæði klassískur og splunkunýr

FókusFréttir
Fyrir 7 klukkutímum síðan
Skata-stóllinn er bæði klassískur og splunkunýr

Glæsileg íslensk hönnun frá Gilbert úrsmið: JS Watch co. Reykjavik

Mest lesið

Ekki missa af

Á þessum degi …