Fókus

7 óhefðbundar leiðir til að nota plastfilmu

Með því að nota plastfilmu verður það leikur einn að þrífa ísskápinn

Kristín Clausen
Mánudaginn 20. nóvember 2017 21:30

Vissir þú að áður fyrr var fyrirburum vafið inn í plastfilmu til að halda á þeim hita. Þó svo að nýjar aðferðir hafi nú tekið við af plastfilmunni á barnaspítölunum þá er hún til margs gagnleg á heimilinu. Hér má finna nokkur sniðug ráð um það hvernig má nota plastfilmu.

Fjarlægðu límmiða af föstum fleti

Flestir kannast við að hafa skrúbbað og skrúbbað límmiða af nýju heimilistæki, úr glugga eða barnahúsgögnum, árangurslaust. Ekki örvænta. Það eina sem þú þarft til verksins til að ná restinni af líminu af fletinum er blaut pappírsþurrka og plastfilma. Eftir að hafa bleytt þurrkuna þá leggurðu hana yfir flötinn og lokaðu honum með því að leggja plastfilmu yfir. Eftir um það bil 30 mínútur verður rakinn búinn að mýkja límið svo mikið að það verður leikur einn að þurrka það af.

Bananarnir endast lengur

Ef þú vefur endann á bananabúntinu inn í plastfilmu þá endast bananarnir töluvert lengur en ella. Ástæðan er sú að plastfilman kemur í veg fyrir að þeir þroskist jafn hratt og þeir myndu gera plastfilmulausir.

Haltu hitanum innandyra

Á köldum vetrardögum getur verið mjög kalt innandyra í gömlum og eða illa einangruðum húsum. Ef þú kannast við vandamálið þá hjálpar það að setja plastfilmu yfir þau svæði þar sem kuldinn smýgur inn. Hvort sem er við glugga eða hurðir.

Haltu penslinum rökum

Það er gríðarlega sniðugt fyrir þá sem eru í miðju kafi í málningarvinnu, en þurfa að bregða sér frá eða taka sér pásu í lengri eða skemmri tíma, að vefja penslunum inn í plastfilmu. Þannig haldast þeir rakir og tilbúnir í meiri vinnu, þegar þér hentar.

Hreinn ísskápur

Haltu hillunum í ísskápnum hreinum með því að leggja plastfilmur yfir þær. Með því móti er leikur einn að þrífa þær. Það eina sem þarf að gera, við þrifin, er að skipta þeim út.

Taktu plastfilmu með í ferðalagið

Það er fátt meira pirrandi en þegar þú opnar töskuna eftir flugið og sérð að sjampóið þitt, kremið eða einhver annar vökvi hefur lekið yfir allt í töskunni. Það er mjög einfalt að komast hjá því með því að vefja öllum vökva, og öðrum viðkvæmum farangri, inn í plastfilmu áður en þú heldur í ferðalagið. Mundu að vefja plastfilmunni sérstaklega vel í kring um lokið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tour of Reykjavík 2018