Fókus

Þessar myndir eru teknar með sjö ára millibili: Sérðu muninn?

Einar Þór Sigurðsson skrifar
Miðvikudaginn 27. september 2017 17:30

„Það má kannski segja að í þessu felist ákveðin viðvörun,“ segir Stefan Zwanzger sem er líklega einn fróðasti maður heims um skemmtigarða. Stefan þessi ferðast um heim allan og prófar mismunandi garða, en á undanförnum tíu árum hefur hann heimsótt 150 slíka.

Fyrir skemmstu birtust tvær myndir sem hann tók í skemmtigarði einum í borginni Shenzhen í Kína. Myndirnar eru í eðli sínu líkar; þær eru teknar frá sama sjónarhorni og sýna báðar nokkurn veginn svipaðan fjölda gesta. Myndirnar eru þó teknar með sjö ára millibili; sú fyrri árið 2010 en sú seinni fyrr á þessu ári.

Þó myndirnar séu í eðli sínu líkar gætu þær vart verið ólíkari, að minnsta kosti ef tekið er tillit til þess hvað fólkið á myndinni er að gera. Fólkið á fyrri myndinni fylgist með öðrum gestum, með bros á vör, á meðan fólkið á seinni myndinni er upptekið í símanum sínum, nær allir sem einn. Og enginn brosir.

„Þegar þú sérð fólk í skemmtigarði með símann fyrir framan andlitið geturðu verið nokkuð viss um að það geri það einnig þegar það borðar með fjölskyldunni, fer í rúmið, á klósettið og hver veit, kannski í sturtunni?“ segir Stefan um myndirnar tvær sem vakið hafa talsverða athygli.

„Það liggur í hlutarins eðli að skemmtigarðar eru til að njóta þeirra, þeir eiga að grípa athygli manns og heilla mann,“ segir Stefan og bætir við að þetta sé ekki bara svona í Kína. „Þessi tilhneiging fólks er út um allan heim þó við sjáum þetta meira í þróuðum hagkerfum Asíu. Við sjáum þetta samt líka í Evrópu og í Ameríku,“ segir Stefan.

Í umfjöllun CNN, sem fjallar um málið, er vísað í bók eftir Jean Twenge, sálfræðiprófessor við San Diego State University í Bandaríkjunum. Í bókinni, iGen: Why Today‘s Super-Connected Kids Are Growing Up Less Rebellious, More Tolerant, Less Happy – and Completely Unprepared for Adulthood, bendir Twenge á að frá árinu 2010 hefur tíðni þunglyndis og sjálfsvígsa meðal ungs fólks farið stigvaxandi. Þá hafi almenn ánægja ungs fólks með lífið minnkað. Hugsanlega er það eitthvað sem endurspeglast í myndum Stefans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fréttir
Fyrir 8 mínútum síðan
Þessar myndir eru teknar með sjö ára millibili: Sérðu muninn?

„Þau eiga föður sem þau elska og þrá að hitta“

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum síðan
„Þau eiga föður sem þau elska og þrá að hitta“

Dóttir Jónu varð fyrir slæmu einelti í gegnum smáforritið musical.ly: „Dreptu þig bara“

Fókus
Fyrir 4 klukkutímum síðan
Dóttir Jónu varð fyrir slæmu einelti í gegnum smáforritið musical.ly: „Dreptu þig bara“

Langar þig í Fyllt lakkrísegg nr. 5 frá Góu: Taktu þátt í dag!

Fókus
Fyrir 6 klukkutímum síðan
Langar þig í Fyllt lakkrísegg nr. 5 frá Góu: Taktu þátt í dag!

Móðir varar foreldra við eiturefnum í förðunarsetti fyrir börn: „Hún fékk bólgur og blöðrur út um allan líkama“

FókusSport
Fyrir 6 klukkutímum síðan
Móðir varar foreldra við eiturefnum í förðunarsetti fyrir börn: „Hún fékk bólgur og blöðrur út um allan líkama“

Stjörnulið Pepsi: Gylfi skrifar undir samning og tekur þátt í alþjóðlegri herferð

Fréttir
í gær
Stjörnulið Pepsi: Gylfi skrifar undir samning og tekur þátt í alþjóðlegri herferð

Stjarna er fædd: Magnaður og tilfinningaþrunginn flutningur grætti dómnefndina

Fréttir
í gær
Stjarna er fædd: Magnaður og tilfinningaþrunginn flutningur grætti dómnefndina

Lesblindan hamlaði Liv í skóla: „Fann mína leið til að læra“

Fókus
í gær
Lesblindan hamlaði Liv í skóla: „Fann mína leið til að læra“

Vandræðaleg saga Ingu Láru leigubílsstjóra: ,,Ég hef ekki sungið í bílnum eftir þetta“

Mest lesið

Ekki missa af