Fókus

Fasteignasölurnar LANDMARK og SMÁRINN fasteignamiðlun hafa sameinast undir merkjum LANDMARK / SMÁRINN

Ágúst Borgþór Sverrisson skrifar
Miðvikudaginn 27. september 2017 16:35

Gengið var frá samrunanum föstudaginn 15. september en tilgangur hans er fyrst og fremst að auka skilvirkni og bæta þjónustu við viðskiptavini, jafnt seljendur sem kaupendur. LANDMARK / SMÁRINN verður eftir sameiningu ein öflugasta fasteignasala landsins. Þar mun starfa reynslumikið starfsfólk sem mun veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu. Eftir sameiningu eru starfsmenn fyrirtækisins 15 talsins.

LANDMARK hóf starfsemi árið 2010 og varð fljótt einn stærsta fasteignasala landsins. SMÁRINN fasteignamiðlun tók til starfa í upphafi árs 2016 og hefur frá upphafi verið sérlega öflug fasteignasala sem lagt hefur kapp á hátt þjónustustig og persónulega þjónustu.

Að sögn Þóreyjar Ólafsdóttur fasteignasala og framkvæmdastjóra LANDMARK / SMÁRINN nást fram mikilvæg samlegðaráhrif með sameiningunni en horft er til þess að skapa jákvæðan vettvang fyrir þá öflugu liðsheild sem LANDMARK / SMÁRINN býr nú yfir. Skilvirkni sem miðar að aukinni og bættri þjónustu við kaupendur er það sem lagt er upp með. Sú er trú eigenda að með því að skapa skemmtilegan vinnustað aukist líkur á að þau markmið náist.

„LANDMARK / SMÁRINN hefur á að skipa reynslumiklum fasteignasölum og það er grunnurinn sem við viljum byggja á. Ætlunin er að veita viðskiptavinum okkar persónulega og faglega þjónustu en viðskiptin sem eru undir hljóta að teljast ákaflega mikilvæg; þau snúast oftar en ekki um aleigu og svo heimili fólks,“ segir Sigurður Samúelsson fasteignasali og stjórnarformaður LANDMARK / SMÁRINN.

Spurð nánar um aðdraganda sameiningarinnar segja þau að líkt og gerist og gengur hjá fasteignakaupendum þá skipti góðir grannar miklu máli. Fyrirtækin þurftu ekki að leita langt þegar sú hugmynd kom upp að vert væri að efla og stækka fyrirtækin. Þórey og Sigurður segja starfsmenn fyrirtækjanna hafi í gegnum tíðina átt farsælt samstarf og verið í góðri „sambúð“ í Hlíðasmáranum en báðar fasteignasölurnar höfðu aðsetur í sama húsi við Hlíðasmára 2 og mun starfsemin vera þar eftir sem áður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fréttir
Fyrir 7 mínútum síðan
Fasteignasölurnar LANDMARK og SMÁRINN fasteignamiðlun hafa sameinast undir merkjum LANDMARK / SMÁRINN

„Þau eiga föður sem þau elska og þrá að hitta“

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum síðan
„Þau eiga föður sem þau elska og þrá að hitta“

Dóttir Jónu varð fyrir slæmu einelti í gegnum smáforritið musical.ly: „Dreptu þig bara“

Fókus
Fyrir 4 klukkutímum síðan
Dóttir Jónu varð fyrir slæmu einelti í gegnum smáforritið musical.ly: „Dreptu þig bara“

Langar þig í Fyllt lakkrísegg nr. 5 frá Góu: Taktu þátt í dag!

Fókus
Fyrir 6 klukkutímum síðan
Langar þig í Fyllt lakkrísegg nr. 5 frá Góu: Taktu þátt í dag!

Móðir varar foreldra við eiturefnum í förðunarsetti fyrir börn: „Hún fékk bólgur og blöðrur út um allan líkama“

FókusSport
Fyrir 6 klukkutímum síðan
Móðir varar foreldra við eiturefnum í förðunarsetti fyrir börn: „Hún fékk bólgur og blöðrur út um allan líkama“

Stjörnulið Pepsi: Gylfi skrifar undir samning og tekur þátt í alþjóðlegri herferð

Fréttir
í gær
Stjörnulið Pepsi: Gylfi skrifar undir samning og tekur þátt í alþjóðlegri herferð

Stjarna er fædd: Magnaður og tilfinningaþrunginn flutningur grætti dómnefndina

Fréttir
í gær
Stjarna er fædd: Magnaður og tilfinningaþrunginn flutningur grætti dómnefndina

Lesblindan hamlaði Liv í skóla: „Fann mína leið til að læra“

Fókus
í gær
Lesblindan hamlaði Liv í skóla: „Fann mína leið til að læra“

Vandræðaleg saga Ingu Láru leigubílsstjóra: ,,Ég hef ekki sungið í bílnum eftir þetta“

Mest lesið

Ekki missa af