fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
FókusKynning

Hversu oft á maður að fara í sturtu?

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 25. september 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumir eiga erfitt með að fara í rúmið á kvöldin eða út í daginn á morgnana án þess að fara í sturtu. En hversu oft þurfum við eiginlega að þrífa okkur? Getur verið að það sé of mikið að fara í sturtu einu sinni á dag. Það virðist nefnilega vera.

Stephen Scumack, prófessor og húðsjúkdómalæknir við Australasian College of Dermatologists, er þeirrar skoðunar að við ættum bara að fara í sturtu eða bað þegar við virkilega þurfum þess.

„Það er í raun bara á síðustu 50 eða 60 árum að hugmyndin um daglegar baðferðir varð útbreidd. Það hefur í raun meira að gera með félagslegan þrýsting eða raunverulega þörf,“ segir Stephen. Krafa samfélagsins, ef svo má að orði komast, sé á þá leið að við eigum að lykta vel.

Hann bætir við að daglegar sturtu- eða baðferðir með sápu geti gert það að verkum að ójafnvægi komist á starfsemi líkamans. Þannig framleiði líkaminn náttúruleg efni sem eiga að vernda húðfrumurnar en ítrekaðar sturtuferðir geti gert húðina og þar með líkamann útsettari fyrir sýkingum.

Stephen segir að engin viðmið séu beinlínis í gildi um hversu oft við eigum að baða okkur. Hann segir þó, eins og að framan greinir, að við eigum bara að fara í sturtu þegar við þurfum þess og í flestum tilvikum sé það ekki á hverjum einasta degi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum