Fókus

Mikilvægt að hafa löggiltan fasteignasala í skjalagerð

Margrét Hjálmarsdóttir hjá Fasteignasölu Reykjavíkur

Ágúst Borgþór Sverrisson skrifar
Mánudaginn 18. september 2017 10:00

Það er nokkuð merkileg staðreynd að Margrét Hjálmarsdóttir lauk námi til löggildingar fasteignasala nokkrum árum áður en hún hóf störf á fasteignasölu, eða árið 2009. Hún hóf störf á Fasteignasölu Reykjavíkur árið 2014.

„Ég bjó í Vestmannaeyjum á þessum tíma og í miðju fasteignasölunámi 2008 varð efnahagshrun sem olli því að helmingur nemanna missti vinnuna og hröklaðist úr náminu. Ég hugsaði með mér að best væri að nýta tímann í Eyjum til að læra eitthvað gagnlegt og ég kláraði námið. Áður hafði ég lokið námi í viðskiptafræði í fjarnámi frá Háskólanum á Akureyri,“ segir Margrét.

Sem fyrr segir hóf Margrét störf á Fasteignasölu Reykjavíkur árið 2014 en aðspurð segist hún ekki upplifa eins sterkt uppganginn sem orðið hefur á markaðnum og margir kollegar hennar:

„Það er vegna þess að ég er fyrst og fremst í skjalagerðinni sem er ávallt umfangsmikil og mér hefur alltaf fundist vera nóg að gera hjá mér, líka þegar markaðurinn var rólegri. En þetta er upp og niður bransi þegar til lengri tíma er litið og þannig verður það örugglega alltaf.“

Að sögn Margrétar er skjalavinnslan nákvæmnisvinna en hún sér um að útbúa kaupsamninga og önnu skjöl auk þess að sjá um eftirfylgni þeirra og sitja fundi þar sem afsöl eru gerð. Bundið er í lög að löggiltur fasteignasali sjái um skjalagerð við fasteignasölu:

„Hjá mér er oft mesta vinnan fólgin í eftirfylgninni. Það eru að jafnaði 2-3 mánuðir á milli kaupsamningsfundar og afsals. Það er mjög mikilvægt að upplýsa viðskiptavininn vel því oft veit hann ekki hvað er að gerast á þessu tímabili. Það er ýmislegt sem getur gerst á þeim tíma, og þétt utanumhald er mjög mikilvægt“ segir Margrét.

Hún segir að mannlegu samskiptin séu það sem heilli mest við starf á fasteignasölu: „Að fylgja fólki í gegnum þessa stóru ákvörðun er mjög gefandi. Mitt markmið er alltaf að gera það eins vel og ég mögulega get því ég veit að þetta er viðkvæmt ferli þar sem jafnvel er verið að sýsla með aleigu fólks.“

Þess má geta að Margrét tekur af og til eignir í sölu og er alltaf opin fyrir því ef til hennar er leitað.

Margrét býr í Reykjavík með þremur börnum sínum. Fyrir utan vinnuna á tónlist stóran hluta í lífi hennar. Hún lærði til tónlistarkennara erlendis og hefur af og til stundað söngnám hér á landi. Syngur Margrét bæði einsöng og í kórum.

Nýverið söng hún í brúðkaupi eins fasteignasala sem vinnur á Fasteignasölu Reykjavíkur. Að öðrum áhugamálum Margrétar má nefna útivist og ferðalög.

Fasteignasala Reykjavíkur – heimasíða

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fréttir
Fyrir 10 mínútum síðan
Mikilvægt að hafa löggiltan fasteignasala í skjalagerð

„Þau eiga föður sem þau elska og þrá að hitta“

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum síðan
„Þau eiga föður sem þau elska og þrá að hitta“

Dóttir Jónu varð fyrir slæmu einelti í gegnum smáforritið musical.ly: „Dreptu þig bara“

Fókus
Fyrir 4 klukkutímum síðan
Dóttir Jónu varð fyrir slæmu einelti í gegnum smáforritið musical.ly: „Dreptu þig bara“

Langar þig í Fyllt lakkrísegg nr. 5 frá Góu: Taktu þátt í dag!

Fókus
Fyrir 6 klukkutímum síðan
Langar þig í Fyllt lakkrísegg nr. 5 frá Góu: Taktu þátt í dag!

Móðir varar foreldra við eiturefnum í förðunarsetti fyrir börn: „Hún fékk bólgur og blöðrur út um allan líkama“

FókusSport
Fyrir 6 klukkutímum síðan
Móðir varar foreldra við eiturefnum í förðunarsetti fyrir börn: „Hún fékk bólgur og blöðrur út um allan líkama“

Stjörnulið Pepsi: Gylfi skrifar undir samning og tekur þátt í alþjóðlegri herferð

Fréttir
í gær
Stjörnulið Pepsi: Gylfi skrifar undir samning og tekur þátt í alþjóðlegri herferð

Stjarna er fædd: Magnaður og tilfinningaþrunginn flutningur grætti dómnefndina

Fréttir
í gær
Stjarna er fædd: Magnaður og tilfinningaþrunginn flutningur grætti dómnefndina

Lesblindan hamlaði Liv í skóla: „Fann mína leið til að læra“

Fókus
í gær
Lesblindan hamlaði Liv í skóla: „Fann mína leið til að læra“

Vandræðaleg saga Ingu Láru leigubílsstjóra: ,,Ég hef ekki sungið í bílnum eftir þetta“

Mest lesið

Ekki missa af