Fókus

Pítsurnar bakaðar í eldofni og opin ítölsk stemning í salnum

Ágúst Borgþór Sverrisson skrifar
Laugardaginn 16. september 2017 21:00

„Reynsla og tenging við pítsugerð í 30 ár eru á meðal þess sem einkennir Eldofninn. Ellert og Eva voru viðriðin stofnun Eldsmiðjunnar árið 1986. Ég fæddist árið 1987 og þá hoppaði pabbi bara beint á vakt af fæðingardeildinni,“ segir Evert Austmann Ellertsson, bakari hjá Eldofninum í Grímsbæ, fjölskyldufyrirtæki þar sem foreldrar, synir og annað frábært starfsfólk leggur alúð sína í að búa til framúrskarandi pítsur og veita góða þjónustu.

Á Eldofninum eru eingöngu í boði 12” pítsur sem bakaðar eru í eldofni og er eingöngu notaður eldiviður við baksturinn.

Árið 2008, ári áður en Eldofninn var opnaður, fóru hjónin Ellert Austmann Ingimundarson og Eva Karlsdóttir til Ítalíu í leit að hentugum ofni. Þau komu heim með eldofn með snúningsplötu, sem tryggir í senn frábæran bakstur, ósvikið viðarofnsbragð og hraða þjónustu.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Eftir að við setjum pítsuna inn í ofninn þá ýtum við bara á einn takka, pítsan byrjar að snúast og bakast jafnt og þétt á tveimur mínútum,“ segir Evert.

Snúningsplatan í ofninum skapar sjálfvirka alúð við baksturinn, hægt er að afgreiða pítsurnar mjög hratt en þær eru þó afar jafnt og vel bakaðar.

„Við getum sett inn átta pítsur í einu en þegar jafn mikið er að gera eins og er núorðið þá þarf að vera með mann á ofninum til að fylgjast með.“

Allt eldað frá grunni

„Við búum til allt frá grunni, sósurnar okkar eru án aðfenginna aukaefna og í hana eru notaðir plómutómatar; það sama má segja um hvítlauksolíuna og Eldofnsolíuna okkar sem er sterk chili-olía. Rauðlaukinn skerum við niður hérna og kryddið sem fer í sósuna mallar í potti,“ segir Evert.

En hvaða pítsur eru vinsælastar?
„Vinsælustu pítsurnar eru yfirleitt þær sem eru kenndar við okkur bakarana og við höfum sett saman eftir okkar smekk. Sigga Spes pítsan er til dæmis búin að vera vinsælasta pítsan hér í 3–4 ár en á henni eru sveppir, skorið pepperóní, ananas, svartar ólífur, jalapeno, hvítlaukur, rjómaostur og óreganó. Þessi pítsa slær í gegn hjá öllum og er sívinsæl.“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Opin ítölsk stemning í matsalnum

Veitingasalurinn á Eldofninum er bæði huggulegur og skemmtilegur. Allt er galopið svo viðskiptavinir sjá bakarana að störfum og að þeyta pítsum upp í loftið.
„Krakkarnir eru mjög spenntir fyrir þessu, til dæmis að sjá pítsurnar snúast í ofninum,“ segir Evert og honum líkar það vel að matargestir sjái fjölskylduna að störfum.

Tíu prósenta afsláttur er veittur af mat sem er sóttur og einnig eru alltaf í gangi hádegistilboð virka daga frá 11.30 til 14.00 en þá er staðurinn yfirleitt þéttsetinn.

Matseðill og upplýsingar um tilboð má finna á heimasíðunni, eldofninn.is.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Opnunartími

Eldofninn er opinn mánudaga til fimmtudaga frá kl. 11.30 til 21.00, föstudaga til kl. 22.00.

Á laugardögum er opið frá kl. 17 til 22 og á sunnudögum frá 17 til 21.

Á mánudögum er lokað – þá hleður Eldofnsfjölskyldan rafhlöðurnar fyrir hina sex daga vikunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fréttir
Fyrir 11 mínútum síðan
Pítsurnar bakaðar í eldofni og opin ítölsk stemning í salnum

„Þau eiga föður sem þau elska og þrá að hitta“

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum síðan
„Þau eiga föður sem þau elska og þrá að hitta“

Dóttir Jónu varð fyrir slæmu einelti í gegnum smáforritið musical.ly: „Dreptu þig bara“

Fókus
Fyrir 4 klukkutímum síðan
Dóttir Jónu varð fyrir slæmu einelti í gegnum smáforritið musical.ly: „Dreptu þig bara“

Langar þig í Fyllt lakkrísegg nr. 5 frá Góu: Taktu þátt í dag!

Fókus
Fyrir 6 klukkutímum síðan
Langar þig í Fyllt lakkrísegg nr. 5 frá Góu: Taktu þátt í dag!

Móðir varar foreldra við eiturefnum í förðunarsetti fyrir börn: „Hún fékk bólgur og blöðrur út um allan líkama“

FókusSport
Fyrir 6 klukkutímum síðan
Móðir varar foreldra við eiturefnum í förðunarsetti fyrir börn: „Hún fékk bólgur og blöðrur út um allan líkama“

Stjörnulið Pepsi: Gylfi skrifar undir samning og tekur þátt í alþjóðlegri herferð

Fréttir
í gær
Stjörnulið Pepsi: Gylfi skrifar undir samning og tekur þátt í alþjóðlegri herferð

Stjarna er fædd: Magnaður og tilfinningaþrunginn flutningur grætti dómnefndina

Fréttir
í gær
Stjarna er fædd: Magnaður og tilfinningaþrunginn flutningur grætti dómnefndina

Lesblindan hamlaði Liv í skóla: „Fann mína leið til að læra“

Fókus
í gær
Lesblindan hamlaði Liv í skóla: „Fann mína leið til að læra“

Vandræðaleg saga Ingu Láru leigubílsstjóra: ,,Ég hef ekki sungið í bílnum eftir þetta“

Mest lesið

Ekki missa af