fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
FókusKynning

Litbrigði: Vönduð vinnubrögð fagmanna

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 19. júní 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Málningarfyrirtækið Litbrigði hefur starfað í rúmlega 20 ár og starfsmenn þess eru þekktir fyrir að veita fagmannlega og lipra þjónustu. Fyrirtækið tekur að sér alla almenna húsamálun auk þess sem það sér bæði um húsgagnamálun og skiltamálun.

Sinna stórum sem smáum verkefnum

Að sögn Kristjáns Arnars Sveinssonar málarameistara hefur Litbrigði sinnt fjölbreytilegum verkefnum við málningarvinnu í jafnt stórum sem smáum byggingum:

„Stundum sér fyrirtækið alfarið um málningarvinnu ákveðinna verkefna en er einnig oft í samvinnu við fyrirtæki og byggingarverktaka sem taka að sér utanhússviðgerðir. Við hjá Litbrigðum höfum að sama skapi málað fyrir fjölda ólíkra fyrirtækja,“ segir Kristján og nefnir meðal annars til sögunnar verkefni sem þeir hafa unnið fyrir fjölbýlishús, hótel, heilsuræktarstöðvar, tryggingafélög, verslanir og veitinga- og skemmtistaði. „Litbrigði þjónustar þó ekki aðeins fyrirtæki heldur tekur líka að sér almennar viðgerðir og málun og fyrir einstaklinga, hvort sem um verkefni innandyra er að ræða eða utandyra.“

Metnaðarfullir starfsmenn

„Hjá Litbrigðum starfa tveir löggildir málarameistarar og allir starfsmenn okkar eru samstíga í því að leggja allan sinn metnað í að skila vönduðu verki – og breytir þá engu hvort um er að ræða lítil eða stór verk. Hér á bæ er eingöngu notast við hágæða efni sem henta aðstæðum hverju sinni. Það að láta fagmenn um að vinna verkið tryggir að unnið sé eftir þínum óskum og að vandað sé til verka. Við gerum föst verðtilboð fólki að kostnaðarlausu,“ segir Kristján að lokum og bendir á að á heimasíðu fyrirtækisins sé hægt að taka litblindupróf og skoða litahringinn og fróðleiksmola.

Það var Newton sem var fyrstur manna til þess að setja litina upp í hring. Til að loka hringnum þurfti hann svo að bæta við einum lit, vínrauðum, en þar er í raun upphaf og endir hringsins. Heimasíða fyrirtækisins er: www.litbrigdi.is

Litbrigði, Vættaborgum 61, 112 Reykjavík. Sími: 697-9000.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum