fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
FókusKynning

Fallegar flíkur fataiðnnema

Ester er nýútskrifuð úr kjólasaumi

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 17. maí 2017 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útskriftarnemar fataiðnbrautar Tækniskólans héldu nýlega útskriftarsýningu sína. Margt var um manninn og nóg af flíkunum á sýningunni og greinilegt að ekki er skortur á efnilegum hönnuðum í íslenskum fataiðnaði. Tíu nemar útskrifast núna í ár og einn þeirra, Ester Sigurðardóttir, segir góða möguleika fyrir nema að fá vinnu við fagið.

„Þetta er í annað sinn sem skólinn heldur svona útskriftarsýningu, sú fyrsta var í fyrra,“ segir Ester, en á sýningunni má bæði finna útskriftarverkefni nemenda og afrakstur af vinnu þeirra á námsárunum.

Alls útskrifuðust tíu nemar í ár, sex úr kjólasaumi og fjórir úr klæðskurði. Undanfarin ár hafa að meðaltali tíu nemar útskrifast árlega. Námið tekur fjögur ár á hvorri braut og margir bæta við sig einu ári og útskrifast úr báðum fögum. „Sjálf útskrifaðist ég úr klæðskeranum fyrir tveimur árum og var síðan að útskrifast úr kjólasauminum núna,“ segir Ester.

Hún segir góða atvinnumöguleika við fagið hér heima, iðngreinar eru sívaxandi og fólk að leita eftir fagfólki. „Flestir af þeim sem útskrifast hafa síðustu ár vinna nú við fagið. Það er eftirspurn eftir fólki sem kann að sauma og fagfólki. Hægt er að fá vinnu í leikhúsum, óperunni, stofna eigin atvinnurekstur, við sérsaum á bæði herra- og kvenfatnaði, svo eru brúðarkjólar mjög vinsælir,“ segir Ester. Sem dæmi nefnir hún saumastofu sem er að sauma sjö brúðarkjóla fyrir einn dag núna í sumar og með beiðni um tæpa 30 til viðbótar, sem hún hefur þurft að vísa frá.

Inga Dóra saumaði þennan fallega brúðarkjól og kjólföt. Allt klárt fyrir stóra daginn nema makinn.
Segðu já Inga Dóra saumaði þennan fallega brúðarkjól og kjólföt. Allt klárt fyrir stóra daginn nema makinn.

„Við erum ekki að hanna fötin sem slík. Það má líkja þessu við byggingu húss, þar sem að koma arkitekt, verkfræðingur og smiður, við erum verkfræðingurinn og smiðurinn,“ segir Ester. Nemarnir taka starfsnám og tók Ester sitt í Svíþjóð hjá Röjk Superwear. Í dag starfar hún hjá Ice Wear. „Ég var að byrja í síðustu viku og er að starfa við vöruþróun, í samstarfi við hönnuði,“ segir Ester, nýútskrifuð og bjartsýn á framtíðina í fataiðnaðinum.

Dagný Ósk Árnadóttir á heiðurinn af þessum sumarlega rauða og svarta kjól.
Í stíl Dagný Ósk Árnadóttir á heiðurinn af þessum sumarlega rauða og svarta kjól.
Þóra Lilja Kristjánsdóttir hannaði þessa kjóla, sem eru klárir í veislur sumarsins.
Kjólar fyrir öll tækifæri Þóra Lilja Kristjánsdóttir hannaði þessa kjóla, sem eru klárir í veislur sumarsins.
Eva Rún Jóhannesdóttir saumaði þennan fallega og litríka þjóðbúning.
Þjóðlegt Eva Rún Jóhannesdóttir saumaði þennan fallega og litríka þjóðbúning.
Steinunn Helgadóttir á þennan kjól, sem mikið er lagt í og minnir á rómantískar sögur fyrri alda.
Rómantík Steinunn Helgadóttir á þennan kjól, sem mikið er lagt í og minnir á rómantískar sögur fyrri alda.
Guðríður Hafsteinsdóttir hefur mikinn áhuga á búningagerð, fór í starfsnám í leikhús í London og saumaði nokkra búninga sem aukaverkefni í skólanum.
Esmeralda Guðríður Hafsteinsdóttir hefur mikinn áhuga á búningagerð, fór í starfsnám í leikhús í London og saumaði nokkra búninga sem aukaverkefni í skólanum.
Það er líklegt að þessir fallegu skírnarkjólar muni verða notaðir margoft við skírn barna, en hefð er fyrir að börn sömu fjölskyldu séu skírð í sama kjólnum.
Og barnið heitir Það er líklegt að þessir fallegu skírnarkjólar muni verða notaðir margoft við skírn barna, en hefð er fyrir að börn sömu fjölskyldu séu skírð í sama kjólnum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum