Fókus

Gæði án viðhalds

Primo gluggar og hurðir

Ágúst Borgþór Sverrisson skrifar
Mánudaginn 15 maí 2017 08:00

Plastgluggar, álplastgluggar, áltrégluggar og hurðir úr sama efni frá danska framleiðandanum Primo hafa reynst afar vel hér á landi. Þetta eru allt viðhaldsfríir gluggar og hurðir sem þola afskaplega vel íslenska veðráttu. Átrégluggar eru áhugaverður kostur fyrir þá sem vilja hafa náttúrulegt efni án þeirra ókosta sem fylgja veðrun þess:

„Áltrégluggarnir okkar eru líka viðhaldsfríir vegna þess að eftir uppsetningu þeirra snýr hvergi tré að útilofti. Það er því engin veðrun á tré því það er allt að innanverðu, en allt sem snýr að veðurkápu og einangrun er úr áli og PVC,“ segir Jóhann Freyr Jóhannsson, eigandi og framkvæmdastjóri Orgus ehf., sem flytur inn Primo gluggana og hurðirnar.

„Plastgluggarnir eru mjög vinsælir enda frábær lausn fyrir þá sem vilja sleppa við alla málningarvinnu. Sumir kjósa að hafa gluggana í öðrum lit en hvítum og með aðra áferð en plast á ytra byrði glugganna, og þar koma álplastgluggarnir sterkir inn enda fást þeir í mörgum litum,“ segir Jóhann jafnframt og víkur síðan að því hve vel gluggarnir standast veðráttuna á Íslandi:

„Það er komin 16 ára reynsla af þessum gluggum í Vestmannaeyjum og ef það er einhvers staðar slagveðursrigning þá er það þar. Þar hafa gluggarnir reynst afar vel, í íslensku veðurfari eins og það gerist verst.“

Danska fyrirtækið Primo var stofnað árið 1959 og hefur margra áratuga reynslu af hönnun glugga og hurða: „Það er dönsk framleiðsla á prófílunum og gluggunum. Keppst er við að ná fram skandinavísku útliti með grönnum og penum prófílum, en þetta útlit er talið mjög eftirsóknarvert,“ segir Jóhann.

Primo gluggar og hurðir henta fyrir heimili, hótel, iðnaðarhúsnæði og raunar hvar sem er, að sögn Jóhanns: „Við erum til dæmis með verslunarfront hérna sem er úr þessu, sem fólk getur séð þegar það kemur til okkar.“
Orgus ehf. var stofnað árið 1999 en auk glugga og hurða frá Primo sinnir fyrirtækið meðal annars innflutningi á og framleiðslu úr DuPont™ Corian® en það er gegnheilt steinefni sem notað er í borðplötur í innréttingar fyrir heimili, fyrirtæki og stofnanir.

Orgus ehf. er vaxandi fyrirtæki og að sögn Jóhanns aukast umsvifin jafnt og þétt. Orgus er til húsa að Axarhöfða 18, 110 Reykjavík. Opið er virka daga frá kl. 8.30 til 17.00. Símanúmer er 544-4422. Nánari upplýsingar eru á heimasíðunni www.orgus.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fókus
Fyrir 27 mínútum síðan
Gæði án viðhalds

Leyndarmálið afhjúpað: Jóhanna Guðrún og Davíð trúlofuð

Fókus
Fyrir 29 mínútum síðan
Leyndarmálið afhjúpað: Jóhanna Guðrún og Davíð trúlofuð

Steingrímur Njálsson bauð Illuga uppí bíl: „Maðurinn var málgefinn og spurði mig að aldri“

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum síðan
Steingrímur Njálsson bauð Illuga uppí bíl: „Maðurinn var málgefinn og spurði mig að aldri“

Katrín Njarðvík deilir reynslu sinni af fegurðarsamkeppnum: „Ég hafði ekki hugmynd um hvað ég var að fara út í“

Fókus
Fyrir 5 klukkutímum síðan
Katrín Njarðvík deilir reynslu sinni af fegurðarsamkeppnum: „Ég hafði ekki hugmynd um hvað ég var að fara út í“

Katrín segir píp-test hafa slæm áhrif á sjálfsmynd barna: „Skömmin við að geta ekki hlaupið jafn mikið var svakaleg“

Fókus
Fyrir 6 klukkutímum síðan
Katrín segir píp-test hafa slæm áhrif á sjálfsmynd barna: „Skömmin við að geta ekki hlaupið jafn mikið var svakaleg“

Langar þig í Páskaegg nr. 5 frá Góu: Taktu þátt í dag

Fókus
Fyrir 9 klukkutímum síðan
Langar þig í Páskaegg nr. 5 frá Góu: Taktu þátt í dag

Þriggja barna móðir leitar töfralausna: ,,Ég þjáist af minnisleysi og einbeitingaskorti“

Fókus
í gær
Þriggja barna móðir leitar töfralausna: ,,Ég þjáist af minnisleysi og einbeitingaskorti“

Ævintýraferð til Ísrael og Jórdaníu: Mögnuð saga við hvert fótmál

í gær
Ævintýraferð til Ísrael og Jórdaníu: Mögnuð saga við hvert fótmál

Steinunn Rut lenti í hrottalegu einelti: „Ég leitaði í sjálfsskaða til þess að hleypa sársaukanum út“

Mest lesið

Rúnar Freyr gjaldþrota

Ekki missa af