Fókus

Fjórða besta pizza í heimi

Shake & Pizza þegar orðinn næststærsti pizzustaður landsins

Ágúst Borgþór Sverrisson skrifar
Þriðjudaginn 11. apríl 2017 10:00

Þegar nýir eigendur tóku við Keiluhöllinni í Egilshöll var eitt af fyrstu verkefnum þeirra að breyta veitingastaðnum sem þar hafði verið starfræktur. Eftir nokkurra mánaða tilraunaeldhús og prufukeyrslur var Shake & Pizza stofnaður haustið 2015.

Sérhönnuð ostablanda og sykurlaust pizzudeig

Markmiðið með staðnum var að bjóða upp á hágæða pizzur úr hágæða hráefni og með nýjum áherslum. Mikið var lagt í undirbúning á staðnum og það var markmið að ögra öllum viðmiðum þegar kom að pizzu. Allt skyldi þróað frá grunni.

Sem dæmi var þróuð sérstök ostablanda úr fjórum mismunandi ostum til að ná fram rétta ostabragðinu og réttri áferð. Ostablanda Shake & Pizza samanstendur af Cheddar, Gouda, Mozzarella og Maribo. Einnig var sett saman algjörlega ný pizzusósa með parmesanosti og sérstaklega samsettri kryddblöndu sem gerir sósuna svo góða að hún er notuð sem dip-sósa með öðrum forréttum.

Pizzudeigið var einnig prófað í þaula og er án viðbætts sykurs, en flestallir pizzustaðir eru með sykur í deiginu. Sykurleysið gerir deigið léttara í maga og áferðina almennt ferskari.

Vegan pizza
Vegan pizza

Öðruvísi pizzur

„Strax í upphafi var ákveðið að setja saman öðruvísi pizzur í bland við klassískar og allar skyldu þær vera 12” að stærð. Það að hafa allar pizzur 12” er stór þáttur í gæðum staðarins, því að aðrar stærðir eru hreinlega ekki eins góðar. Í 12” stærðinni er hlutfall áleggs, deigs og sneiðar rétt. Enda var og er 12” stærðin hin eina sanna pizzustærð,“ segir Sigmar Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Shake & Pizza.

„BBQ Kjúklingapizza, HotWings-pizza með gráðaostasósu til hliðar, Pulled Pork BBQ-pizza, Sesarsalat-pizza og pizza með Mozzarella-ostastöngum og nachos-ostasósu eru dæmi um pizzur sem eru ekki á hverju strái. LasVegans-pizzan er ný á matseðli en hún er 100% vegan, með tómatpúrrusósu, veganosti, sætum kartöflum, rauðlauk, sveppum , ananas og jalapeno. Hún hefur verið gríðarlega vinsæl frá því að hún kom á matseðil og við finnum fyrir miklu þakklæti meðal vegan-fólks á Íslandi.“

Beikonsultupizzan er vinsælust

Beikonsultupizzan er furðulegasta og vinsælasta pizzan hjá Shake & Pizza. Í stað pizzusósu er sett beikonsulta sem gefur pizzunni sætubragð og setur hana strax á nýjar slóðir þegar kemur að pizzum. Ofan á beikonsultuna er síðan sett dálítið af jalapeno, sem er mótvægi við sætuna enda sterkur pipar. Þetta jafnvægi á milli sætu og sterkju er meginkjarninn í þessari pizzu. Síðan er pepperóní og kjúklingur á pizzunni sem gefur henni salt og fyllingu. Osturinn fer síðan yfir hráefnið og pizzan er bökuð. Eftir að hún kemur úr ofninum er ferskt nachos, sem er steikt á staðnum daglega, brytjað yfir pizzuna, og loks er hvít topping-sósa Shake & Pizza sett yfir til að ramma þetta allt saman inn.

Beikonsultupizzan
Beikonsultupizzan

Beikonsultan til Las Vegas

Í mars 2016 fóru Vilhelm Einarsson og Sigmar Vilhjálmsson með Beikonsultuna í stærstu pizzukeppni í heimi, International Pizza Expo. Beikonsultupizzan fékk þátttökurétt í flokknum „International Non-Traditional pizzas“ sem er eftirsóttasti flokkurinn. En eins og nafnið ber með sér er þetta flokkurinn þar sem þátttakendur keppa um nýjungar og nýsköpun í pizzugerð. Af þeim 50 pizzum sem tóku þátt í úrslitum hafnaði Beikonsultupizzan í 4. sæti. En það munaði aðeins 0,02 stigum að pizzan hefði hreppt 3. sætið.

Þessi árangur er mjög merkilegur því þarna eru saman komnir margir af bestu pizzustöðum heims. Aldrei áður í sögu keppninnar hefur beikonsulta verið notuð á pizzu og aldrei áður hafa Íslendingar tekið þátt í þessari keppni. Það vakti því ansi mikla athygli að Ísland skyldi eiga fulltrúa og hvað þá ná 4. sæti í sinni fyrstu keppni. „Villi stóð sig fáránlega vel í þessari keppni, enda er pressan mikil og þér er skammtaður ákveðinn tími til að skila af þér fullskapaðri vöru. Hann er með stáltaugar drengurinn og stóð sig ótrúlega vel,“ segir Sigmar.

Shake & Pizza í Krónunni

Vinsældir Shake & Pizza hafa verið gríðarlegar frá því að Beikonsultan sló í gegn í Las Vegas. „Beikonsultupizzan er langvinsælasta pizza staðarins og voru fyrirspurnir um hvar hægt væri að nálgast beikonsultu frá viðskiptavinum kveikjan að því að Shake & Pizza ákvað að hefja framleiðslu á sultunni til sölu í verslunum,“ segir Sigmar.

Krónan sýndi því áhuga að selja vörur Shake & Pizza í sínum verslunum enda er ansi vinsælt hjá fjölskyldum að búa til sínar eigin pizzur heima. Eftir að Krónan sá hvaða metnað Shake & Pizza setti í pizzusósuna, ostablönduna og pizzudeigið, þá vildi Krónan hefja sölu á allri vörulínunni, ekki bara beikonsultunni. Enda er sérstaða sósunnar, ostablöndunar og deigsins slík að Króna taldi þetta góðan valkost við annað sem er í boði.

Pizzugerðarvörurnar í Krónunni
Pizzugerðarvörurnar í Krónunni

„Við hjá Shake & Pizza teljum ekki að vörur okkar í Krónunni veiti staðnum okkar samkeppni, enda er það allt önnur ákvörðun að vilja gera hlutina sjálfur eða fá þá gerða fyrir sig. Ef maður ætlar út að borða eða taka með sér mat heim, þá er það allt önnur ákvörðun en að ætla að elda heima. Ef maður ætlar að elda heima, þá viljum við vera einn af þeim valkostum sem maður stendur frammi fyrir í Krónuverslunum,“ segir Sigmar.

Shake-arnir eru senuþjófar

Eins og nafn staðarins ber með sér, þá eru pizzur ekki það eina sem staðurinn leggur áherslu á, enda heitir staðurinn Shake & Pizza. Eins og með pizzumatseðilinn, þá er shake-matseðillinn ansi girnilegur og nýstárlegur. Yfir 22 tegundir af mismunandi shake-um af öllum gerðum.

„Það var markmið okkar frá upphafi að gera shake-ana okkar að stórstjörnum á staðnum. Ef það væri til alþjóðleg mjólkurhristingakeppni þá værum við búnir að skrá okkur og þá væri 4. sætið ekki langt undan,“ segir Sigmar.

Líkt og með pizzurnar, þá var markmiðið að búa til algjörlega nýtt viðmið í mjólkurhristingum. Bragð, áferð og framsetning átti að verða eins og aldrei fyrr. Hráefnið er allt fyrsta flokks og hvergi er verið að stytta sér leið.

Shake-ar eins og Oreo-shake, Kökudeigs-shake, Kókosbollu-shake, Tyrkisk Peber-shake, Curly Wurly-shake, PrinsPóló-shake, Hockey Pulver-shake, KitKat-shake, Toffee Crisp-shake eru dæmi um mjólkurhristinga sem eru settir saman úr ekta hráefni og er ekkert til sparað.

Ekta rjómaís frá Emmessís er notaður til verksins og ekta íslenskur þeyttur rjómi er settur á toppinn. „Þegar þú ætlar að fá þér shake þá viltu bara fá ekta vöru og það er enginn að fara að telja kalóríurnar. Þetta er bara eitthvað sem þú ákveður að leyfa þér og þá viltu líka njóta þess til fulls,“ segir Sigmar og glottir.

Áfengir shake-ar hafa líka slegið í gegn hjá þeim sem hafa aldur til. „Það er gaman að fá sér áfengan eftirrétt í upphafi djammkvöldsins eða daginn eftir gott djammkvöld,“ segir Sigmar. PinaColada-shake, White Russian-shake, Mojito-shake eru dæmi um bragðgóða mjólkurhristinga, en það er 20 ára aldurstakmark á þá og það er ekki hægt að panta þá í TakeAway, enda bannað að selja áfengi út úr húsi.
En shake-arnir eru algjör snilld til að taka með í TakeAway, þeir haldast mjög vel í 30 mínútur og koma í mjög góðum umbúðum til að taka með heim.

Fleiri staðir fram undan?

Það er ljóst að vinsældir Shake & Pizza eru miklar, það bera allar tölur með sér. Samkvæmt mælingum er Shake & Pizza orðinn næst stærsti pizzustaður landsins á eftir Domino’s, þrátt fyrir að vera eingögnu með einn stað í Egilshöll.
„Við erum gríðarlega ánægð með viðtökurnar á Shake & Pizza og höfum í sjálfu sér átt fullt í fangi með að halda utan um staðinn okkar. Það eru dagleg verkefni sem þarf að takast á við til að halda uppi gæðum í þjónustu. En vissulega finnum við fyrir miklum áhuga viðskiptavina að fá okkur nær sér, en við erum að fá viðskiptavini úr Vogunum, Reykjanesbæ, Hafnarfirði, Vesturbænum og víðar, sem fara fara þetta langt til þess eins að fá sér pizzu og shake hjá okkur. Það er aldrei að vita nema við skoðum tækifæri á fleiri stöðum í framtíðinni,“ segir Sigmar að lokum.

Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu Shake & Pizza

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fyrir 1 klukkutíma síðan
Fjórða besta pizza í heimi

María Birta er pankynhneigð: „Breytist klárlega ekki neitt við það að hafa fundið sálufélaga minn í karlmanni“

Fókus
Fyrir 1 klukkutíma síðan
María Birta er pankynhneigð: „Breytist klárlega ekki neitt við það að hafa fundið sálufélaga minn í karlmanni“

Sunna Rós lenti í alvarlegri bílveltu með dóttir sína í bílnum: „Ég veit við munum velta útaf og deyja“

FókusFréttir
Fyrir 6 klukkutímum síðan
Sunna Rós lenti í alvarlegri bílveltu með dóttir sína í bílnum: „Ég veit við munum velta útaf og deyja“

Katla málar með túrblóðinu sínu: „Mér finnst það bara fallegt, glansandi hvít postulínsskál og ferskt blóð“

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum síðan
Katla málar með túrblóðinu sínu: „Mér finnst það bara fallegt, glansandi hvít postulínsskál og ferskt blóð“

„Þau eiga föður sem þau elska og þrá að hitta“

Fókus
Fyrir 9 klukkutímum síðan
„Þau eiga föður sem þau elska og þrá að hitta“

Dóttir Jónu varð fyrir slæmu einelti í gegnum smáforritið musical.ly: „Dreptu þig bara“

Fókus
Fyrir 11 klukkutímum síðan
Dóttir Jónu varð fyrir slæmu einelti í gegnum smáforritið musical.ly: „Dreptu þig bara“

Langar þig í Fyllt lakkrísegg nr. 5 frá Góu: Taktu þátt í dag!

Fókus
Fyrir 13 klukkutímum síðan
Langar þig í Fyllt lakkrísegg nr. 5 frá Góu: Taktu þátt í dag!

Móðir varar foreldra við eiturefnum í förðunarsetti fyrir börn: „Hún fékk bólgur og blöðrur út um allan líkama“

Fókus
Fyrir 13 klukkutímum síðan
Móðir varar foreldra við eiturefnum í förðunarsetti fyrir börn: „Hún fékk bólgur og blöðrur út um allan líkama“

Stjörnulið Pepsi: Gylfi skrifar undir samning og tekur þátt í alþjóðlegri herferð

Mest lesið

Ekki missa af