fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
FókusKynning

Góð ráð gegn flughræðslu

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 9. apríl 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fælni (phobia) er einn algengasti geðræni kvillinn. Íslenskar rannsóknir sýna að um tólf þúsund manns eru með fælni á svo háu stigi að það háir þeim verulega í lífi og starfi. Flughræðsla (avio-phobia) er ein tegund af fælni og virðast sterk tengsl milli hennar, lofthræðslu og innilokunarkenndar. Fjórða hver íslensk kona og tíundi hver karl segjast alltaf eða oft finna til hræðslu eða ótta við að fljúga. Flestir eru slegnir ótta þegar flugvél lætur illa á flugi vegna ókyrrðar í lofti en einnig veldur flugtak og lending ótta hjá mörgum.

En hvað er til ráða gegn flughræðslu? Meðfylgjandi eru ráð frá doktor.is.

Undirbúðu flugið með því að kaupa farmiða í tæka tíð. Reyndu að pakka niður nokkru áður en þú ferð, en ekki á síðustu stundu.
Hugsaðu fyrir því að hafa uppáhaldstónlistina þína meðferðis, þannig að þú getir hlustað á hana á meðan fluginu stendur. Allt sem auðveldar að beina athyglinni að öðru en eigin vanlíðan er af hinu góða. Því er gott að hafa með sér til dæmis tímarit, bók, spil, krossgátur, vasatafl eða tölvuleiki. Auk þess er æskilegt að hafa með sér tyggjó eða brjóstsykur til að nota fái maður hellu fyrir eyrun.

Reyndu að sofa vel daginn áður en þú ferð í flug. Æskilegt er að örva blóðrásina áður en haldið er út á flugvöll til að forðast neikvæð áhrif þess að halda lengi kyrru fyrir í sætinu meðan á flugi stendur. Hressileg gönguferð eða sturta getur gert mikið gagn. Gætið þess að ferðafötin séu þægileg og að þau þrengi ekki að líkamanum.

Standi ferðin skemur en í tvo sólarhringa er hyggilegt að hafa úrið stillt á tímann heima. Vari ferðin lengur en tvo sólarhringa er best að stilla klukkuna strax á tímann á ákvörðunarstað. Verið úti við í dagsbirtu og á fótum fram að háttatíma. Þannig má verjast þotusleni.

Í flugvélum er andrúmsloftið þurrt. Það getur leitt til vanlíðunar, nema þess sé gætt að drekka nægilega mikið af vatni til að mæta vökvatapi. Talið er hæfilegt að drekka sem svarar einu glasi fyrir hverja klukkustund sem flogið er. Hyggilegt er að neyta hvorki áfengis né koffíns, sem getur örvað útgufun úr líkamanum og hægt á líkamsviðbrögðum. Það bætir líðan að borða mat á flugi.

Séu tök á er gott að standa upp og hreyfa sig meðan á flugi stendur eða gera einfaldar líkamsæfingar í sætinu með því að hreyfa liði. Hreyfingarnar örva blóðrás og létta álag á liði og vöðva. Æskilegt er að stunda slökun á leiðinni, til dæmis með því að hlusta á ljúfa tónlist. Slökunin hjálpar til við að draga úr álaginu við flugferðina og óþægindum sem fylgja löngum ferðalögum. Að lokum má mæla með því að fara í heitt bað á ákvörðunarstað, að minnsta kosti fyrsta kvöldið, til að ná góðum svefni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum