fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
FókusKynning

Fossberg heldur upp á 90 ára afmæli

Kynning

Afmælistilboð og nýjar uppstillingar í verslun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 15. febrúar 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fossberg er eitt af elstu fyrirtækjum landsins, stofnað árið 1927, og hefur verið í samfelldum rekstri síðan þá og með sömu kennitölu allt frá því fyrirtæki fengu kennitölu, frá árinu 1969. Fossberg var í eigu stofnanda fyrirtækisins og fjölskyldu hans allt þar til það var selt tveimur starfsmönnum árið 2006. Fleiri höfðu þá áhuga á að kaupa fyrirtækið en fjölskyldan taldi því best borgið í höndum aðila sem höfðu gildi eigendanna í hávegum og leggja ríka áherslu á góða og persónulega þjónustu, liðsanda og fjölskyldustemningu.

Fyrstu höfuðstöðvar fyrirtækisins voru í Hafnarstræti, þaðan fluttist það þó fljótt á Vesturgötu 3, þar sem það var starfrækt í tæp 40 ár. Frá árinu 1965 til 1999 var Fossberg til húsa að Skúlagötu 63. Næstu höfuðstöðvar voru að Suðurlandsbraut 14 en núverandi staðsetning fyrirtækisins er að Dugguvogi 6 og hefur verið það síðan árið 2004.
Fossberg hefur verið leiðandi í sölu handverkfæra á Íslandi auk margvíslegra annarra áhalda. Í tilefni af afmælinu eru nú komnar nýjar uppstillingar í verslun fyrirtækisins að Dugguvogi 6.

„Við vorum að stilla upp nýjum rekkum í búðinni okkar í tilefni afmælisins. Þannig erum við að stilla fram okkar helstu birgjum á nýjan hátt og leggja aukna áherslu á vörur þeirra og bæta úrvalið frá þeim. Við erum að endurraða og fegra og koma gömlu fyrirtæki í nýjan búning um leið og haldið er í gamlar hefðir,“ segir Gunnar Örn Benediktsson, markaðsstjóri Fossberg.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Hjá Fossberg fást ýmsar vélar og tæki fyrir fjölbreyttan iðnað. „Meðal helstu merkja hjá Fossberg eru hin öflugu rafmagnsverkfæri frá Metabo, Ruko sem eru með allt í bor- og snittverkfærum, Stahlwille sem eru rómuð handverkfæri, og Unior sem býður upp á mikla breidd í handverkfærum. Þá er það Flexovit sem er með afar breiða línu í slípi- og skurðarvörum. Þessu öllu ætlum við að stilla upp á nýjan og spennandi hátt,“ segir Gunnar og er óhætt að hvetja fólk til að kíkja í verslunina að Dugguvogi 6 og skoða nýjar og spennandi uppstillingar. Verslunin er opin virka daga frá kl. 8 til 17.

Auk þess eru 90 ára afmælistilboð í gangi allt árið, allavega eitt tilboð í hverjum mánuði. Tilboð þessa mánaðar er bandslípivél SR3922075 frá Metalcraft, en hún kostar 119.995 krónur, sem er rúmlega 20.000 króna verðlækkun.

Sjá nánar á fossberg.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum