Fókus

Algengar mýtur um heilsu og næringu

Við fitnum ekki ef við borðum á kvöldin – Kolvetni eru ekki meira fitandi en prótein

Einar Þór Sigurðsson skrifar
Laugardaginn 11. febrúar 2017 22:00

Á hverjum degi dynja á okkur misvísandi upplýsingar um ýmislegt sem sagt er gott eða slæmt fyrir heilsuna. Sumir halda því fram að neysla á eggjum sé skaðleg fyrir hjartað, aðrir grípa til þess ráðs að fasta eða drekka safa til að hjálpa líkamanum að losa sig við eiturefni á meðan enn aðrir borða ekki á kvöldin því þá muni þeir fitna. Ekkert af þessu á hins vegar við rök að styðjast. Úttektin birtist fyrst á heilsuvefnum eatingwell.com sem fékk hóp sérfræðinga til að hrekja ýmsar fullyrðingar um heilsu og næringu.

1.) Egg eru slæm fyrir hjartað

Þessari fullyrðingu er stundum kastað fram og eru rökin þau að eggjarauðan inniheldur mikið magn kólesteróls. Það er alveg rétt, stór eggjarauða inniheldur um 200 milligrömm af kólesteróli og það er rétt að of hátt kólesterólmagn í blóði er áhættuþáttur fyrir hjarta- og æðasjúkdóma. En þó að eggjarauður séu kólesterólríkar þýðir það ekki að neysla í hóflegu magni sé skaðleg. Þvert á móti. „Faraldsfræðilegar rannsóknir hafa gefið til kynna að flestir geti borðað minnst eitt egg á dag án þess að verða fyrir skaðlegum áhrifum,“ segir Penny Kris-Etherton, næringarfræðiprófessor við Penn State University. Gott neysluviðmið fyrir heilbrigða einstaklinga er 300 milligrömm af kólesteróli á dag en þeim sem hafa glímt við hjarta- eða æðasjúkdóma er ráðlagt að halda neyslunni undir 200 milligrömmum á dag.


2.) Kolvetni eru fitandi

Þetta er fullyrðing sem á ekki beint við rök að styðjast í næringarfræðilegu tilliti. Hins vegar er staðreyndin sú að ef þú borðar of mikið af kolvetnum þá fitnarðu, alveg eins og ef þú borðar of mikið af prótínum eða fitu. Eitt gramm af kolvetnum inniheldur fjórar hitaeiningar, eða jafn margar hitaeiningar og eitt gramm af prótínum. „Það eina sem er fitandi er neysla á of mörgum hitaeiningum,“ segir Jean Harvey-Berino, vísindamaður við University of Vermont. Hafðu þetta endilega í huga: Ef þú innbyrðir fleiri hitaeiningar en þú notar, þá fitnarðu, annars ekki.


3.) Hráfæði inniheldur ensím sem eru nauðsynleg fyrir meltinguna

Hráfæði er regnhlífarheiti yfir mat: grænmeti, kartöflur, ávexti þar á meðal, sem ekki er hitaður eða eldaður yfir ákveðið hitastig og þar af leiðandi inniheldur hann öll upprunalegu næringarefnin sem gagnast meltingunni og líkamanum. Þessari fullyrðingu er gjarnan slengt fram af þeim sem aðhyllast hráfæði. Rökin eru þau að ensím, eða prótín, í fæðunni brotna niður þegar fæðan nær ákveðnu hitastigi og þess vegna sé best að neyta hennar eins og hún kemur frá náttúrunnar hendi. Andrea Giancolo, fulltrúi American Dietetic Association, segir að líkami okkar sé þannig úr garði gerður að hann brjóti þessi ensím hvort sem er niður þegar þau koma í meltinguna. „Magasýrurnar eru gerðar þannig að þær eiga mjög auðvelt með að brjóta niður prótín.“


4.) Ekki borða á kvöldin

Sumir halda því fram að það sé fitandi að borða eftir klukkan 7 eða 8 á kvöldin og forðast það eins og heitan eldinn að næra sig áður en farið er í háttinn. Tekið skal fram að ekkert mælir beinlínis gegn þessu svo lengi sem viðkomandi innbyrðir nógu margar hitaeiningar yfir daginn. Það er einmitt kjarni málsins. „Hitaeiningar eru hitaeiningar og það skiptir engu máli hvenær þú innbyrðir þær. Það sem skiptir máli er fjöldinn sem þú innbyrðir,“ segir John Foryet, framkvæmdastjóri við Baylor College of Medicine.


Mynd: photos

5.) Örbylgjuofninn sendir frá sér geisla sem raska efnasamsetningu matarins

Þessi fullyrðing heyrist ekki mjög oft en þó eru sumir sem halda þessu fram. Örbylgjur eru vissulega ein tegund geislunar eins og útvarpsbylgjur og ljósið sem kemur frá ljósaperunni fyrir ofan þig. Röntgengeislar og gammageislar eru líka tegundir geislunar, en ólíkt hinum eru þeir skaðlegir mannslíkamanum. Robert Brackett, framkvæmdastjóri við Illinois Institute of Technology, segir að örbylgjuofnar séu ekkert frábrugðnir öðrum tækjum og tólum sem notuð eru til að hita mat. Þó ber að hafa í huga að hitun á mat í umbúðum, til dæmis plasti, getur gert það að verkum að óæskileg efni komist í matinn. Þess vegna þarf að tryggja að umbúðirnar séu gerðar til að þola hitun í örbylgjuofni.


6.) Það er mikilvægt að fasta reglulega svo líkaminn geti losað sig við eiturefni

Sumir grípa til þess ráðs að fasta reglulega eða neyta eingöngu safa heilu og hálfu dagana. Fullyrt er að þetta geri það að verkum að líkaminn losi sig við alls konar óæskileg efni sem safnast upp í líkamanum. Sannleikurinn er sá að líkaminn er fullkomlega fær um að losa sig við óæskileg efni. Sú vinna fer einkum fram í lifrinni, nýrunum og miltanu. Það er ekkert sem gefur til kynna að fasta eða tímabundnir safakúrar geri starf þessara líffæra auðveldara. Þetta segir Keith-Thomas Aoob, vísindamaður við Albert Einstein College of Medicine.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fyrir 3 klukkutímum síðan
Algengar mýtur um heilsu og næringu

María Birta er pankynhneigð: „Breytist klárlega ekki neitt við það að hafa fundið sálufélaga minn í karlmanni“

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum síðan
María Birta er pankynhneigð: „Breytist klárlega ekki neitt við það að hafa fundið sálufélaga minn í karlmanni“

Sunna Rós lenti í alvarlegri bílveltu með dóttir sína í bílnum: „Ég veit við munum velta útaf og deyja“

FókusFréttir
Fyrir 8 klukkutímum síðan
Sunna Rós lenti í alvarlegri bílveltu með dóttir sína í bílnum: „Ég veit við munum velta útaf og deyja“

Katla málar með túrblóðinu sínu: „Mér finnst það bara fallegt, glansandi hvít postulínsskál og ferskt blóð“

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum síðan
Katla málar með túrblóðinu sínu: „Mér finnst það bara fallegt, glansandi hvít postulínsskál og ferskt blóð“

„Þau eiga föður sem þau elska og þrá að hitta“

Fókus
Fyrir 11 klukkutímum síðan
„Þau eiga föður sem þau elska og þrá að hitta“

Dóttir Jónu varð fyrir slæmu einelti í gegnum smáforritið musical.ly: „Dreptu þig bara“

Fókus
Fyrir 13 klukkutímum síðan
Dóttir Jónu varð fyrir slæmu einelti í gegnum smáforritið musical.ly: „Dreptu þig bara“

Langar þig í Fyllt lakkrísegg nr. 5 frá Góu: Taktu þátt í dag!

Fókus
Fyrir 15 klukkutímum síðan
Langar þig í Fyllt lakkrísegg nr. 5 frá Góu: Taktu þátt í dag!

Móðir varar foreldra við eiturefnum í förðunarsetti fyrir börn: „Hún fékk bólgur og blöðrur út um allan líkama“

Fókus
Fyrir 16 klukkutímum síðan
Móðir varar foreldra við eiturefnum í förðunarsetti fyrir börn: „Hún fékk bólgur og blöðrur út um allan líkama“

Stjörnulið Pepsi: Gylfi skrifar undir samning og tekur þátt í alþjóðlegri herferð

Mest lesið

Ekki missa af