Fókus

Slökun og upplifun – Betra útlit og bætt líðan

Unique hár & spa

Ágúst Borgþór Sverrisson skrifar
Miðvikudaginn 11 janúar 2017 08:00

Hárgreiðslu- og snyrtistofan Unique hár & spa fagnar núna tíu árum í Borgartúni 29 en stofan hefur þó starfað enn lengur eða í alls 16 ár. Unique hár & spa býður upp á mjög fjölbreytta og víðtæka þjónustu sem miðar að vellíðan viðskiptavina, bættu útliti og frábæru hári. Eigandi stofunnar er Jóhanna María Gunnarsdóttir, sem aldrei er kölluð annað en Jóa. Auk hennar starfa 12 manns á stofunni, hárgreiðslumeistarar, snyrtifræðimeistarar og fótaaðgerðafræðingur.

Á Unique kemur fólk í litun og klippingu, blástur og greiðslur. Meðferðirnar sem í boði eru inni á spainu eru fyrir andlit, hendur, fætur, líkama og einnig vaxmeðferð – jafnt fyrir konur sem karla.

Mikið er lagt upp úr því að miða þjónustuna að þörfum hvers og eins, til dæmis í mismunandi möguleikum í andlitsmeðferðum:

„Hægt er að velja um 30, 60 eða 90 mínútur, sem fer þá bæði eftir tímanum sem fólk hefur í meðferðina og þörfum þess. Ef þú ert í 30 mínútur er lögð aðaláhersla á einhvern einn þátt, ef þú ert í 60 mínútur er áherslan á tvo þætti sem húðina vantar. Í 90 mínútna meðferðinni er möguleiki á þremur áhersluþáttum sem henta þinni húð,“ segir Jóa og bendir jafnframt á að hún telji andlitsmeðferðirnar vera einhverja þá bestu slökun sem hægt sé að ná sér í: „Það er ekkert betra en 90 mínútna andlitsbað í janúar.“

Jóa segir að mikil þörf sé á að fólk komi í fótsnyrtingu: „Það er alltaf vitlaust að gera hjá fótaaðgerðafræðingnum mínum. Fótaaðgerðir eru mikilvægar fyrir heilsu og vellíðan en geta einnig verið fyrirbyggjandi fyrir fótavandamál seinna meir.“

Slökum á og upplifum frábæra þjónustu

Hjá Unique hár & spa getur fólk nýtt sér ólíkar meðferðir í sömu ferðinni: „Vinsælast hjá okkar viðskiptavinum er að bóka á snyrtistofuna í litun og plokkun, hand-, fót- eða vaxmeðferð og nýta þannig biðtímann á meðan liturinn bíður í hárinu,“ segir Jóa.

Starfsfólk Unique á jólatjútti fyrir skömmu
Starfsfólk Unique á jólatjútti fyrir skömmu

Sem fyrr segir er Unique hár & spa til húsa að Borgartúni 29 í Reykjavík. Opið er mánudaga frá kl. 9 til 16, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá 9 til 18 og föstudaga frá 9 til 16.

Síminn er 552-6789.

Unique hár & spa býður nýjasta hársnyrtimeistarann Lilju Rut Kristjánsdóttur, velkomna til starfa.
Unique hár & spa býður nýjasta hársnyrtimeistarann Lilju Rut Kristjánsdóttur, velkomna til starfa.

Ítarlegar upplýsingar er að finna á vefsíðunni unique.is og Unique hár & spa er líka á Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fókus
í gær
Slökun og upplifun – Betra útlit og bætt líðan

Ævintýraferð til Ísrael og Jórdaníu: Mögnuð saga við hvert fótmál

í gær
Ævintýraferð til Ísrael og Jórdaníu: Mögnuð saga við hvert fótmál

Steinunn Rut lenti í hrottalegu einelti: „Ég leitaði í sjálfsskaða til þess að hleypa sársaukanum út“

í gær
Pulp Fiction-húsið til sölu

Sjáið agaðasta kött landsins – Pissar í klósettið að sjálfsdáðum

í gær
Sjáið agaðasta kött landsins – Pissar í klósettið að sjálfsdáðum

Bylgja Guðjónsdóttir hóf að hreyfa sig almennilega fyrir fjórum vikum: „Trúi varla muninum á andlegum og líkamlegum breytingum“

Fréttir
í gær
Hvíldardagur í dós

Vilhelm selur lykil að himnaríki: „Ég varð skyggn  og náði sambandi við hina framliðnu“

Fókus
Fyrir 2 dögum síðan
Vilhelm selur lykil að himnaríki: „Ég varð skyggn  og náði sambandi við hina framliðnu“

Guðný léttist um 63 kíló: „Var alveg hætt að horfa framan í fólk því mér leið svo illa“

Mest lesið

Ekki missa af