Fókus

Kenna söng í björtu og uppbyggjandi umhverfi

Söngskólinn Vocalist kennir eftir CVT-tækni

Jóhanna María Einarsdóttir skrifar
Þriðjudaginn 10. janúar 2017 08:00

„Söngskólinn er í örum vexti og hér ættu allir að finna söngnám við sitt hæfi. Námskeiðin eru sniðin að þörfum hvers og eins og nemendur þjálfa sína einstöku rödd í heimilislegu og uppbyggilegu umhverfi. Við kennum alla raddstíla svo sem jazz, klassík, popp, rokk, þungarokk og söngleikjastíl og hentar CVT-tæknin í alla þessa stíla,“ segir Sólveig Unnur Ragnarsdóttir sem stofnaði söngskólann Vocalist á Laugavegi í ársbyrjun 2014.

Hvað er CVT?

„Við kennum eftir frábærri tækni sem kallast Complete Vocal Teqnique eða CVT sem er geysivinsæl um alla Evrópu bæði meðal atvinnusöngvara og leikmanna, enda gefur tæknin góðan og fljótvirkan árangur,“ segir Sólveig. CVT byggir á rannsóknum Cathrine Sadolin í lífeðlisfræði og hljóðfræði. Hugmyndafræðin er meðal annars sú að það á ekki að vera erfitt að syngja og allir geta lært það. Tæknin er þekkt fyrir að vinna bug á hæsi, raddþreytu og öðrum raddtengdum vandamálum. Vocalist býður upp á ýmis söngnámskeið fyrir nær alla aldurshópa og er CVT-tæknin notuð í þeim flestum enda fjölbreytilegt og nothæft tæki fyrir alla söngvara, unga sem aldna, reynda sem óreynda.

Grunnnámskeið hefst 24. janúar

„Vocalist býður upp á tólf vikna grunnnámskeið í CVT fyrir fólk á aldrinum 16–96 ára, fyrir byrjendur og lengra komna. Námskeiðið er í senn fjórir einkatímar og átta hóptímar. Fullt verð er 99.000 krónur og eins og með öll námskeiðin er hægt að skipta upp greiðslum,“ segir Sólveig.

Steindór Dan Jensen spilar á píanó í námskeiðum.
Steindór Dan Jensen spilar á píanó í námskeiðum.

Unglinganámskeið hefst 27. janúar

„Við bjóðum upp á tólf vikna unglinganámskeið fyrir 12–16 ára krakka sem eru að byrja að syngja og þá sem hafa áður verið í tónlistarnámi,“ segir Sólveig. Kennt er í 4–6 manna hópum einu sinni í viku. Verðið á námskeiðinu er 68.000 krónur.

Barnanámskeið hefst 26. janúar

„Svo erum við að bjóða upp á tólf vikna námskeið fyrir 8–12 ára krakka. Börnin kynnast eigin rödd betur auk þess að fá þjálfun í túlkun, tjáningu og framkomu. Þau læra að syngja í míkrófón og kynnast mismunandi tónlistarstílum,“ segir Sólveig. Kennt er í 6–8 manna hópum, einu sinni í viku. Tímar verða á fimmtudögum kl. 17.00–18.00 og er fullt verð 59.000 krónur.

Kvennakór Vocalist hefst 23. janúar

Kvennakór Vocalist.
Kvennakór Vocalist.

Kvennakór Vocalist hóf starfsemi sína í október 2015 og æfir saman á mánudagskvöldum kl. 20.00–22.00. „Við leitum nú að fleiri röddum í kórinn og verða raddprufur haldnar 17. janúar kl. 17.00–19.00. Við syngjum létt og skemmtileg lög, popp og dægurlög,“ segir Sólveig. Kórinn er opinn öllum konum á aldrinum 18–65 ára; þeim sem eru í söngnámi hjá Vocalist og einnig er hægt að vera bara með í kórnum. Önnin kostar 18.000 krónur fyrir þá sem eru í 12 vikna námskeiðum hjá Vocalist og 25.000 krónur fyrir aðra.

Einkatímar

„Að auki bjóðum við upp á einkatíma sem sniðnir eru að þörfum hvers og eins því það er svo einstaklingsbundið hvar raddvandamálin liggja,“ segir Sólveig. Hver tími er 45 mínútur og hægt er að kaupa allt frá stökum tíma á 8.000 krónur upp í 12 tíma kort sem kostar 89.900 krónur og gildir út önnina.

Allir fá sitt tækifæri til að skína.
Allir fá sitt tækifæri til að skína.

Skólinn er staðsettur í fallegu og björtu húsnæði á fjórðu hæð að Laugavegi 178, 105 Reykjavík.
Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu skólans.
Hægt er að hafa samband í síma 694-3964 eða með því að senda tölvupóst á netfangið vocalist@vocalist.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af