Fókus

Lægra krónutöluverð en á útsölunni fyrir 23 árum

Rafha, Suðurlandsbraut 16

Ágúst Borgþór Sverrisson skrifar
Laugardaginn 7. janúar 2017 08:00

„Það er athyglisvert í ljósi umræðunnar um hátt verðlag á Íslandi og hvað allt hefur hækkað mikið, að verð á heimilistækjum og raftækjum hefur í raun hríðlækkað undanfarin ár. Ekki síst hjá okkur. Í hverri einustu sendingu sem kemur inn til okkar er fólgið tækifæri til að lækka verð. Núna síðast voru tollar afnumdir af innflutningi frá Kína. Þetta eitt og sér þýðir um 7% lækkun. Aukin samkeppni og tilkoma internetsins hefur aukið gegnsæi svo söluaðilar eru meðvitaðri um að halda verði niðri. Afnám innflutningsgjalda, styrking krónunnar og hagstæð innkaup – allt hjálpast þetta að við að lækka verð á þessum vörum.“

Þetta segir Egill Jóhann Ingvason, framkvæmdastjóri Rafha, en þann 2. janúar hófst útsala í versluninni að Suðurlandsbraut 16 og stendur hún út mánuðinn. Feikimikið úrval og frábær verðtilboð einkenna útsöluna en Rafha hefur lengi talist til leiðandi aðila í lágu verði á heimilistækjum og raftækjum. Eitt skemmtilegt dæmi segir margt um verðþróunina á þessu sviði:

„Til gamans má þess geta að ég var að skoða auglýsingu í gær sem birtist fyrir 23 árum um útsölu í Rafha. Og þar er hærra verðlag upp á krónutölu en á útsölunni í dag. Á sama tíma hefur launavísitalan hækkað fjórfalt en verð á þessum tækjum lækkað að krónutölu á sama tíma. Þetta er mikill kaupauki fyrir heimilin,“ segir Egill, en mynd af þessi gömlu auglýsingu má sjá hér að neðan og auglýsing fyrir nýju útsöluna við hlið hennar. Hér eru nokkur samanburðardæmi frá útsölunni 1994 og útsölunni í dag: Zanussi uppþvottavél 55.900 kr fyrir 23 árum en 39.900 kr. í dag. Zanussi þvottavél 49.900 kr. en fullkomnari vél kostar 44.444 í dag. Ódýr ryksuga af óþekktu merki kostaði 13.900 fyrir 23 árum en í dag er hægt að fá Electrolux ryksugu á sama verði.

Rafha lítur á útsöluna sem sérstakan viðburð en ekki tækifæri til að koma gömlum vörubirgðum út: „Útsalan sem slík er í dag orðin þannig að það er verið að flytja inn tæki gagngert til að selja á henni, útsölur snúast ekki lengur um að klára einhverjar gamlar birgðir.“

DV bað Egill um að stikla á stóru og nefna nokkur dæmi um hagstæð kaup á útsölunni:
„Við erum með Electrolux ryksugur á næstum því hálfvirði með stórum fylgihlutapakka, framleiddar í Evrópu. Síðan erum við með svakalegt fínt pakkatilboð á Electrolux ofni, helluborði og háf – 88.888 krónur. Þetta eru svona skemmtilegar tölur, smá tilbreyting frá 999 og þess háttar. Síðan er úrval smátækja með allt að 70% afslætti. Til dæmis heilsugrill með hallandi grillfleti á 3.990 krónur. Ótrúlega gott verð. Keramikpönnur frá 1.990 krónur.“

Útsalan stendur út mánuðinn og opið er alla daga vikunnar í janúar. Virka daga er opið frá 9 til 18, laugardaga frá 11 til 17 og sunnudaga frá 13 til 17.

Rafha er til húsa að Suðurlandsbraut 16, Reykjavík. Síminn er 5880500 og heimasíða er rafha.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af