fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
FókusKynning

Frábært myndband: Fannst nær dauða en lífi – svo gerðist dálítið magnað

Oliver var vart hugað líf þegar hann fannst

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 12. september 2016 20:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að starfsmenn Animal Aid Unlimited í Indlandi hafi unnið kraftaverk þegar þeir björguðu hundinum Oliver frá vísum dauða fyrir skemmstu.

Samtökin sérhæfa sig í því að hirða yfirgefin dýr upp af götum Indlands og hjúkra þeim til heilsu. Starfið er gefandi, eins og meðfylgjandi myndband sýnir, en Oliver fannst nær dauða en lífi undir bifreið fyrr í sumar.

Eins og sést á meðfylgjandi myndbandi var Oliver við afar slæma heilsu þegar starfsmenn samtakanna komu að honum. Hann var horaður, hafði augljóslega étið lítið sem ekki neitt svo dögum skiptir og glímdi þar að auki við ofþornun.

Í fyrstu töldu starfsmenn Animal Aid að næsta ómögulegt yrði að bjarga lífi hans. En þeir reyndu nú samt og sjá ekki eftir því. Á aðeins um tveimur mánuðum gerðust ótrúlegir hlutir. Með góðu fóðri, vatni og talsverðri umhyggju náði Oliver sér á strik – og gott betur en það.

Magnað myndband af þessum fallega hundi má sjá hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum