fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

12 verstu kvöldbitarnir

Ritstjórn DV
Föstudaginn 8. júlí 2016 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er komið kvöld og þú ert að drepast úr þreytu. Þú leggst til svefns og lokar augunum, en allt kemur fyrir ekki, þú getur ekki sofnað. Klukkutími líður, þú prófar allar bestu stellingarnar, sækir annan kodda. Hvað er eiginlega að?

Ástæðan gæti verið eitthvað sem þú borðaðir rétt fyrir háttinn. Ef þú vilt draga úr líkum á að matur valdi svefnleysi ættirðu að forðast þessar 12 fæðutegundir fyrir svefninn.

1. Súkkulaði

Já, þetta er áfall. Hvernig getur eitthvað svona dásamlegt verið slæmt rétt fyrir háttinn? Málið er að súkkulaði inniheldur koffín, sérstaklega dökka súkkulaðið. Koffín er örvandi efni sem vekur, minnkar þreytu og hraðar á efnaskiptum – ekki beint það sem maður vill sækjast eftir rétt fyrir svefninn.

Auk koffíns inniheldur súkkulaði líka þeóbrómín, annað örvandi efni, sem hraðar á hjartslættinum og gerir þannig svefninn erfiðari. Eina súkkulaðið sem þú getur leyft þér að borða áhyggjulaus á kvöldin er hvítt súkkulaði – það inniheldur hvorki koffín né þeóbrómín.

2. Mikið kryddaður matur

Þegar við sofum hægir á meltingunni. Það er meira átak fyrir meltingarfærin að vinna úr krydduðum mat og þess vegna meltist hann verr að næturlagi. Mikið kryddaður matur skömmu fyrir svefninn getur truflað svefn og valdið því að þú vaknar nokkrum sinnum yfir nóttina.

Mikið kryddaður matur getur líka hækkað grunnhita líkamans. Ef það gerist á líkaminn erfiðara en ella með að stilla sig af svo nætursvefninn verði góður.

3. Kaffi

Þetta ætti nú ekki að koma á óvart. Milljónir um allan heim treysta á þennan drykk til að halda sér vakandi.

Koffín hefur sértæk örvandi áhrif á miðtaugakerfið. Það hamlar framleiðslu svefnhvetjandi efna í heilanum og eykur myndun adrenalíns, hormóns sem hvetur til notkunar orkunnar sem stendur til boða í líkamanum. Þetta skýrir hvers vegna þér finnst þú glaðvakandi eftir að hafa drukkið kaffi.

Koffínsnautt kaffi er heldur ekki öruggt. Margir eru mjög næmir fyrir koffíni og verða fyrir áhrifum jafnvel þó að innihaldið sé minna.

4. Áfengir drykkir

Einn eða tveir bjórar eða vínglös að kvöldi geta nú alveg hjálpað til. En það er líklegra að maður vakni reglulega yfir nóttina ef áfengi er drukkið fyrir svefninn.

Þegar 27 rannsóknir á áfengi og gæðum svefns voru skoðaðar 2013, kom í ljós að áfengi bætir ekki gæði svefns, heldur þvert á móti skemmir drykkja nætursvefninn. Vissulega sofnar drukkið fólk hraðar, en tíminn sem REM-svefninn varir er stórkostlega skertur og öndunarmynstrið brenglast

5. Fituríkar máltíðir

Pepperónípítsa eða borgari með öllu gæti virkað girnilegur biti fyrir svefninn, en áhrif slíkra máltíða á svefn eru slæm. Margt bendir til þess að fituríkar máltíðir trufli jafnvægi ákveðinna boðefna í heilanum, sem snerta svefn og vöku. Rannsóknir benda til þess að þeir sem borða fituríkar máltíðir sofi lengur, en gæði svefnsins eru skert, og þeir sömu eiga erfiðara með að halda sér vakandi og hressum í dagsins önn.

6. Rautt kjöt

Próteinríkar fæðutegundir, eins og mjólk, hnetusmjör og ostar, virka vel á svefn og hvíld, sérstaklega ef þeirra er neytt með kolvetnum. Rautt kjöt virðist hins vegar innihalda aðeins of mikið af því góða og getur komið í veg fyrir góðan nætursvefn. Ástæðan er annars vegar sú að meltingarkerfið þarf að ráðast í mjög orkukrefjandi vinnu eftir kjötmáltíð, og hins vegar inniheldur rautt kjöt mikið af amínósýrunni týrósín, en hún hefur hressandi áhrif á heilann. Að auki er meiri hætta á vélindabakflæði ef maður leggst til hvílu strax eftir stóra steikarmáltíð.

7. Ávextir og grænmeti

Já, nú er að verða fokið í flest skjól. Þetta á þó ekki við um allt sem fellur í þennan flokk, heldur það tormelta og trefjaríka. Það er til dæmis vandræðalegt að brokkolí og blómkál innihalda mikið af amínósýrunni tryptófan, sem alla jafna hefur góð áhrif á svefninn – en þau áhrif verða gagnslaus því trefjarnar koma í veg fyrir að maður sofni. Annað í þessum flokki sem skynsamlegt er að varast fyrir svefninn er hvítkál, dökkgrænt laufgrænmeti, sellerí, grasker, baunir og hvítir sveppir. Tómata er líka gott að láta eiga sig, þeir eru svo svakalega súrir.

8. Sætindi

Sykur æsir, það vita allir sem hafa umgengist börn í sykurvímu. Hann er því verulega truflandi fyrir svefn, sé hans neytt skömmu áður. En sykurneysla almennt er líka slæm fyrir svefn, því hún truflar jafnvægi líkamans, sama hvenær maður ætlar í háttinn.

9. Skyndibitar

Það er ekki góð hugmynd að skreppa í bíltúr út á hamborgarastað fyrir svefninn. Skyndibiti rétt fyrir svefn hefur slæm áhrif, og auðvelt er að festast í vítahring, því rannsóknir hafa leitt í ljós að slæmur svefn eykur á löngun í óhollustu. Hófsemi er því best.

10. Vatn

Nei, hættu nú alveg! Eins og vatn er nauðsynlegt öllum lífverum á jörðinni, getur það alveg eyðilagt góðan nætursvefn. Líkaminn sér raunar til þess að það hægist á þvagframleiðslu yfir nóttina – en ef drukkið er vel fyrir svefninn er fátt sem getur komið í veg fyrir salernisferð um miðja nótt.

11. Gosdrykkir

Af framangreindu ætti þetta að liggja ljóst fyrir. Gosdrykkir innihalda gjarnan sykur sem hressir, koffín sem hemur virkni slakandi hormóna í líkamanum, og svo eru þeir mjög súrir og trufla framleiðslu okkar náttúrulegu magasýra. Gosdrykkir með gervisætunni aspartam eru lítt skárri. Aspartam inniheldur amínósýruna fenylalanín en of mikið magn af henni er talið geta valdið svefntruflunum.

12. Lyf

Reyndar ekki fæðutegund, en við innbyrðum þau á sama hátt. Þeir sem eru á lyfjum og stríða við svefnvanda ættu að kanna vandlega hvort um aukaverkanir gæti verið að ræða. Þunglyndislyf og astmalyf eru til að mynda þekkt fyrir að valda svefntruflunum. Spjall við lækni gæti verið góð hugmynd!

-Ragga Eiríksdóttir
Birtist fyrst á DV.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Varpa fram kenningu um hvarf Émile sem gæti kollvarpað rannsókninni

Varpa fram kenningu um hvarf Émile sem gæti kollvarpað rannsókninni
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum
Hartman í Val
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Travis Barker gagnrýndur fyrir að birta mynd af Kourtney á klósettinu

Travis Barker gagnrýndur fyrir að birta mynd af Kourtney á klósettinu
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.