fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
FókusKynning

„Eitt fjall dugar alveg“

Góð ráð frá fjallakonunni Fífu

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 31. júlí 2016 22:00

Góð ráð frá fjallakonunni Fífu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auður Alfífa Ketilsdóttir er leiðsögumaður hjá Trek og sést varla í bænum á sumrin. Hún er nefnilega alltaf uppi á fjöllum.

Á unglingsaldri tók Fífa þátt í skátastarfi í Mosfellsbæ og lærði sitthvað um fjallamennsku. „Ég var í Mosverjum og fór heilmikið á fjöll í þeim félagsskap. Við gerðum alls konar ævintýralega hluti, eins og að fara yfir Hellisheiði á gönguskíðum um miðjan vetur.“

Þegar aldurinn laumaðist aftan að Fífu tók hún sér dálitla pásu frá fjöllunum. „Ég var um nokkurra ára skeið aðeins of upptekin af því að vera í miðbæ Reykjavíkur til að fara á fjöll.“ Sumarið 2009 tók hún þó upp fyrri hætti þegar hún efndi til göngu á Hornströndum í góðra vina hópi. „Pabbi á jörð á Hornströndum og ég var þar mikið sem krakki, og á hverju sumri allar götur síðan. Ég hóaði saman hópi góðra vina og þegar við vorum hér um bil hálfnuð voru þau byrjuð að plana göngu næsta sumars, þá vissi ég að þetta væri orðin hefð.“ Sú varð raunin, því öll sumur síðan hefur hópurinn farið á Hornstrandir.

Árið 2012 gekk Fífa á 52 fjöll. „Ég ákvað að taka þátt í „Fjall á viku“ með Ferðafélaginu. Ég var reyndar í sögulega slæmu formi fyrstu ferðirnar – en ég kláraði öll fjöllin, og þá varð ekki aftur snúið.“
Hér eru ráð Fífu til þeirra sem vilja njóta útiveru og koma sér á fjöll:

Byrjið smátt
Maður þarf ekki að ákveða að fara á 52 fjöll, eitt fjall dugar alveg. Ekki byrja á Esjunni, því hún er alvöru fjall með bratta og mikilli hækkun. Það komast allir sem geta gengið á Helgafell í Mosfellsbæ, Úlfarsfellið og Helgafell við Kaldársel. Fólk er auðvitað mislengi á leiðinni en allir ættu að ráða við þessi fjöll. Það má alveg snúa við í miðri brekku – svo kemst maður bara lengra næst!

Spáðu í skóna
Ég lærði að gönguskór þyrftu að gefa góðan stuðning við ökkla og vera með góðum sólum. Fyrir styttri göngur þar sem lítið sem ekkert er borið á baki dugar samt vel að spá í sólana. Að minnsta kosti ef fólk er sæmilega stöðugt á fótum. Mikilvægt er að sólar hafi gott grip sem gagnast í lausamöl og á alls konar undirlagi.

Farðu með vinum
Það er lykilatriði að ganga á fjöll með skemmtilegu fólki. Eftir þrítugt komst ég að því að það var ekki lengur ásættanlegt að fara heim til vina sem voru komnir með fjölskyldur, hanga þar heilan dag, horfa á þrjár myndir, og panta pítsu. Hins vegar er alveg ásættanlegt að hanga saman úti í náttúrunni í marga klukkutíma. Í náttúrunni kemst maður líka á djúpt trúnó um tilfinningar, pólitík og lífið.

Ekki hætta við
Þetta ráð fæ ég að láni frá Sissa vini mínum. Ef maður er búinn að ákveða að fara í fjallgöngu og vaknar svo í hlýju rúmi á laugardagsmorgni, með regnið byljandi á glugganum, er harðbannað að hætta við. Nema að gefin hafi verið út stormviðvörun. Það á alltaf að fara af stað – svo má snúa við í brekkunni. Hæfileg gönguferð í leiðinlegu veðri getur verið sjúklega frískandi. Ef maður dröslast fram úr í göngu er svo komin prýðileg afsökun til að leggjast í sófa með kartöfluflögur og horfa á heila seríu af Freaks and geeks.

Taktu með nesti
Það er alltaf hvetjandi að taka eitthvað gott með sér. Fyrir styttri göngur dugar oft að vera með smá nammi í vasanum. Yfirleitt borða ég góðan morgunverð og svo nesti milli 11 og 12. Annaðhvort ef ég finn fallegan stað eða ef það styttir upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum