fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
FókusKynning

Fyrsta rómantíska bíóferð Ástu og Andreas var í Stjörnubíó – Salurinn varð svo heimili þeirra

Bíósalur á Laugaveginum varð að glæsiíbúð

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 19. júlí 2016 21:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Munið þið eftir sal 2 í Stjörnubíói? Hann var á efstu hæðinni í húsinu við hliðina á sjálfu bíóinu – gengið var upp tröppugang þar sem poppkornsilmurinn var inngróinn í gólfteppið og veggfóðrið. Stjörnubíó var rifið árið 2002 eftir kvikmyndasýningar í rúmlega hálfa öld. Síðasta myndin sem sýnd var á hvíta tjaldinu í stóra salnum var Original Sin með Angelinu Jolie og Antonio Banderas í aðalhlutverkum. Húsið með stóra salnum, anddyrinu, poppvélinni og miðasölunni var rifið, en sal 2 var þyrmt, enda tilheyrði hann efstu hæðinni í næsta húsi.

Á heimilinu er að finna mörg falleg tekkhúsgögn frá sjöunda áratugnum. Einnig á fjölskyldan talsvert af listaverkum frá áströlskum frumbyggjum, en Andreas er frá Ástralíu og Sviss.
Gamalt og nýtt Á heimilinu er að finna mörg falleg tekkhúsgögn frá sjöunda áratugnum. Einnig á fjölskyldan talsvert af listaverkum frá áströlskum frumbyggjum, en Andreas er frá Ástralíu og Sviss.

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

Sama ár var salur 2 auglýstur til sölu og ung hjón, Ásta og Andreas Roth, ákváðu að gera tilboð í hann, með það fyrir augum að breyta honum í framtíðaríbúð. „Þetta var hinn fullkomni staður því við sáum fyrstu myndina saman í bíó einmitt í þessum sal. Myndin var Almost Famous. Við byrjuðum á að gera tilboð í salinn með hljóðkerfinu. Andreas fannst mjög töff hugmynd að fá öflugt hljóðkerfi með honum,“ segir Ásta í samtali við blaðakonu DV sem kíkti til hennar í óvenju gott kaffi úr dýrindis svissneskri kaffivél í bjartasta eldhúsi borgarinnar.

Dóttir Ástu og Andreas situr á pallinum þar sem hátalarar stóðu fyrir aftan bíótjaldið. Í tjaldinu voru svo lítil göt sem tryggðu að hljóðið bærist vel og örugglega til áhorfenda.
Heimasæta í stað hátalara Dóttir Ástu og Andreas situr á pallinum þar sem hátalarar stóðu fyrir aftan bíótjaldið. Í tjaldinu voru svo lítil göt sem tryggðu að hljóðið bærist vel og örugglega til áhorfenda.

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

„Það var þegar við skiluðum réttum teikningum (frá verkfræðistofunni) inn til byggingarfulltrúa Reykjavíkur til að fá húsnæðið samþykkt sem íbúð (úr bíói) sem við fengum höfnun á fyrstu teikningarnar.“

Eldhúsið snýr út að Laugaveginum. Brjóta þurfti fyrir gluggum bæði í eldhúsi og stofu.
Allt á sínum stað Eldhúsið snýr út að Laugaveginum. Brjóta þurfti fyrir gluggum bæði í eldhúsi og stofu.

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

Þegar komið er inn í íbúðina blasir við stórt og bjart rými með stofu og eldhúsi. Ásta rissaði hugmyndir sínar upp á smjörpappír. „Teikningarnar voru svo fullunnar fyrir okkur, en þegar við ætluðum að fá þær samþykktar hjá byggingarfulltrúa Reykjavíkur var þeim hafnað. Þeim fannst ómögulegt að hafa ekki fleiri veggi, og skildu ekkert í herbergjaskipaninni. Í næstu umferð talaði ég við konu sem skildi mig fullkomlega og sagði að það hefði verið algjör synd að hólfa þetta fallega rými niður.“

Gluggakistan á ekki margar hliðstæður í borginni! Fyrir utan gluggann eru skjólsælar suðursvalir sem fjölskyldan á eftir að sakna.
Góður staður Gluggakistan á ekki margar hliðstæður í borginni! Fyrir utan gluggann eru skjólsælar suðursvalir sem fjölskyldan á eftir að sakna.

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

Þegar Ásta og Andreas fengu eignina afhenta var búið að fjarlægja bíósætin, sýningartjaldið, sýningarvélina og hljóðkerfið. „Því miður var tilboðinu í hljóðkerfið ekki tekið,“ segir Ásta og hlær. Næstu sex mánuðir fóru í að gera bíósalinn íbúðarhæfan. „Við gerðum ráð fyrir þremur mánuðum í þetta, en auðvitað fór verkið fram úr áætlun, enda unnum við það að miklu leyti sjálf.“ Öll kvöld og allar helgar fóru í hamaganginn en unga parið flutti inn þann 9. mars 2003, nákvæmlega tveimur árum upp á dag, eftir að þau kynntust fyrst.

Ásta er gefin fyrir Pez-kalla, og hefur stillt þeim upp í litrófi regnbogans.
Pez Ásta er gefin fyrir Pez-kalla, og hefur stillt þeim upp í litrófi regnbogans.

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

Rómantíkin blómstraði í gamla bíósalnum og nú hafa tvö börn bæst í fjölskylduna – nú vantar fjölskylduna fleiri herbergi. „Auðvitað er erfitt að skilja við íbúðina, en við ætlum núna að hefja nýjan kafla, fá okkur lítið hús í úthverfi og njóta lífsins á annan hátt.“

Innst er fyrrverandi fataherbergi Ástu orðið að svefnherbergi hjónanna. Börnin sofa svo í rýminu sem áður hýsti sýningarvélina.
Svefnherbergin Innst er fyrrverandi fataherbergi Ástu orðið að svefnherbergi hjónanna. Börnin sofa svo í rýminu sem áður hýsti sýningarvélina.

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

Akkúrat þarna stóð sýningarvélin og varpaði hreyfimynd á tjald fyrir allt að 100 gesti sem salurinn rúmaði.
Vélin Akkúrat þarna stóð sýningarvélin og varpaði hreyfimynd á tjald fyrir allt að 100 gesti sem salurinn rúmaði.

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

Bjart, fallegt og vel skipulagt. Flísarnar lagði sérfræðingur í greininni sem tók sér góðan tíma og nostraði við hverja flís, svo mikið að fullkomnunarsinnanum Ástu þótti nóg um.
Eldhúsið Bjart, fallegt og vel skipulagt. Flísarnar lagði sérfræðingur í greininni sem tók sér góðan tíma og nostraði við hverja flís, svo mikið að fullkomnunarsinnanum Ástu þótti nóg um.

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

Stjörnubíó rifið.
Allt á tjá og tundri Stjörnubíó rifið.
Mennirnir standa í gluggakistunni tilkomumiklu þar sem hátalarar stóðu áður.
Gluggar komnir Mennirnir standa í gluggakistunni tilkomumiklu þar sem hátalarar stóðu áður.
Eins og algengt er í bíósölum hallaði gólfið í sal 2 í Stjörnubíói. Þarna er eldhúsið í dag.
Hallandi gólf Eins og algengt er í bíósölum hallaði gólfið í sal 2 í Stjörnubíói. Þarna er eldhúsið í dag.
Á þessari mynd sést hallinn á gólfinu glögglega. Bíósætin höfðu þó verið fjarlægð áður en Ásta og Andreas fengu eignina afhenta.
Gamli inngangurinn Á þessari mynd sést hallinn á gólfinu glögglega. Bíósætin höfðu þó verið fjarlægð áður en Ásta og Andreas fengu eignina afhenta.
Bíóið var orðið ansi hrörlegt þegar það var rifið, en tvisvar sinnum hafði bíóið brunnið, árin 1953 og 1973.
Stjörnubíó við Laugaveg Bíóið var orðið ansi hrörlegt þegar það var rifið, en tvisvar sinnum hafði bíóið brunnið, árin 1953 og 1973.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum