fbpx
Mánudagur 15.apríl 2024
FókusKynning

Ganga hringinn í kringum landið með innkaupakerru

Tóku með sér nesti – Þorpsbúar lögðust á eitt

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 26. júní 2016 10:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir skoskir piltar frá smábæ mitt á milli Edinborgar og Glasgow ákváðu að taka sér mánuð í að ganga hringinn í kringum landið. Já, þú last rétt, þeir ætla að ganga hringinn!

Ólafur Vignir Rögnvaldsson hestamaður var frekar hissa þegar hann ók fram á piltana um daginn þar sem þeir bröltu áfram með innkaupakerru fulla af mat á malarvegi nálægt Hrafnhólum. „Þeir voru búnir að böðlast áfram í þrjá tíma á einhverjum hestaslóða með örugglega hátt í 300 kíló í kerrunni,“ segir Ólafur Vignir í samtali við DV.

Drengirnir höfðu nefnilega tekið allan mat með sér vegna frétta af verðlagi hér á landi, þeir ætluðu ekki að svelta í hel. „Þarna voru tveir stórir pappakassar með niðursuðudósum og alls konar pökkum, þeir sögðu mér að þorpsbúar hefðu stutt þá til fararinnar með matargjöfum. Þeir virtust annars vera ágætlega fjáðir, og ég reyndi nú að hvetja þá til að losa sig við dósirnar og tékka í staðinn á matsölustöðum. Það fyndnasta var nú að áður en þeir urðu sér úti um kerruna góðu var planið að draga kassana á litlu hjólabretti sem þeir höfðu meðferðis. Svo voru þeir með tvo risastóra bakpoka.“

Þarna sést pínulitla hjólabrettið sem átti að nota til að flytja matinn í kringum landið.
Með kerruna Þarna sést pínulitla hjólabrettið sem átti að nota til að flytja matinn í kringum landið.

Mynd: Ólafur Valtýr Rögnvaldsson

Drengirnir, sem voru að sögn Ólafs um miðjan þrítugsaldur, voru hressir og báru sig vel. Samt sem áður sá Ólafur aumur á þeim og skutlaði þeim, ásamt kerrunni, inn á Þingvelli. „Þeir voru hinir ljúfustu. Annar þeirra vann áður í banka, en fannst hann vera að breytast í vélmenni og fékk ógeð á starfinu. Hann hætti og ætlar að ferðast um heiminn áður en hann ákveður hvað hann vill starfa við í framtíðinni.“

Þessir óvenjulegu ferðalangar eiga örugglega eftir að setja svip á þjóðvegina í sumar. Við óskum þeim alls hins besta!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum