fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
FókusKynning

Hollt Snarl úr einföldum hráefnum – dagur 4:

Heitt kakó

Berglind Bergmann
Fimmtudaginn 26. maí 2016 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórði Snarl-þátturinn inniheldur ljúffenga en jafnframt einfalda aðferð við að laga heitt kakó.
Markmið Snarlsins er að vekja áhuga hjá krökkum á að læra að elda sjálf holla og fljótlega rétti eftir skóla og hvetjum við ykkur til að nota myllumerkið #snarlið

Vantar ykkur einfalda og þægilega lausn við að laga kakó ? Snarlmeistarinn og sjónvarpskokkurinn Ebba Guðný er þekkt fyrir að kenna okkur, jafnt ungum sem öldnum, að elda afbragðsgóða og um leið holla rétti.

Ebba í samstarfi við Krónuna setti saman nokkur stutt myndbönd sem innihalda einfaldar og hollar uppskriftir. Hér að neðan sjáum við þau Ebbu og Nóa laga heitt kakó.

Heitt kakó

1 dl vatn
3-4 msk. kakó
2-3 msk. kókospálmasykur, hunang eða hrásykur
6-10 dropar vanillustevía
(setjið í lokin ef þið viljið hafa kakóið sætara)
4 dl mjólk

Ef þið eigið ekki stevíu bætið þið bara við sætu að eigin vali ef þið viljið hafa kakóið sætara.
Önnur útgáfa: Bræðið 50g af 56% súkkulaði í ½ l af mjólk að eigin vali. Hitið vel og þá er það tilbúið! Má sæta ögn með ½ tsk. af vanilludufti, 1 tsk. af lífrænu hunangi eða 6 dropum af vanillu-, karamellu- eða kókosstevíu.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=f1hMtyRmyVk?rel=0&hd=1&wmode=transparent]

Fyrri uppskriftir

Dagur 1 – Chia-grautur
Dagur 2 – Pizza fyrir einn
Dagur 3 – Epla-nachos

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum