fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
FókusKynning

Þessi stórbrotna strönd var valin sú besta í Evrópu

Það vita eflaust ekki margir af henni

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 19. maí 2016 22:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi strönd á Turks og Caicos-eyjum er sú besta í heimi að mati notenda TripAdvisor.
Besta ströndin Þessi strönd á Turks og Caicos-eyjum er sú besta í heimi að mati notenda TripAdvisor.

Mynd: (c) 2012 Steve Passmore

Um gjörvalla Suður-Evrópu eru fallegar baðstrendur sem bjóða upp á glæsilegt útsýni, frábært veðurfar og kristaltæran sjó. En sumar strendur eru betri en aðrar strendur. European Best Destinations er eru ferðamannasamtök sem völdu á dögunum bestu strönd Evrópu.

Sú sem var hlutskörpust í valinu er ekki ýkja stór og eflaust vita fáir hvar hún er. Umrædd strönd er á eyjunni Vis í Adríahafi, en hún tilheyrir Króatíu. Skammt frá er þorpið Zuzec og þurfa ferðalangar að leggja á sig nokkra göngu til að komast að þessari náttúruperlu – nú eða ferðast þangað með báti.

Sjórinn er kristaltær og er ströndin í lítill vík og teygja tignarlegir klettaveggir sig upp við ströndina.

Eyjan Vis þykir einkar falleg en þangað er hægt að komast með ferju frá hafnarborginni Split í Króatíu. Ferðalagið tekur tvær klukkustundir.

Þess má geta að samkvæmt TripAdvisor er besta strönd heims á Turks og Caicos-eyjum. Það eru notendur TripAdvisor sem gefa áfangastöðum sínum einkunn og því eru einkunnirnar byggðar á reynslu þeirra sem þegar hafa heimsótt viðkomandi áfangastaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum