fbpx
Laugardagur 19.janúar 2019
Fókus

Samherji hélt veislu ársins í Póllandi: Fimm flugvélar – Logi og Rúnar Freyr stýrðu 1000 manna veislu

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 16. apríl 2018 14:28

Sjávarútvegsrisinn Samherji gerði vel við starfsmenn sína um helgina og flaug alla starfsmenn fyrirtækisins til Sopot í Póllandi. Samkvæmt heimildum DV var um að ræða 5 flugvélar sem Samherji leigði fyrir meira en þúsund manns en bæði starfsmenn í landi og áhafnir af skipum fóru með. Þá var einn besti kokkur landsins með í för og skemmtiatriðin voru ekki af verri endanum en Matti Matt, Jónsi Í Svörtum fötum og Erna Hrönn skemmtu gestum.

Makar munu hafa þurft að greiða rúmlega 45 þúsund krónur til að taka þátt í veislu ársins en eigendur Samherja eru Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson.

Farið var út á fimmtudegi og föstudegi, fólk sneri síðan heim í gær og í dag. Samkvæmt heimildum DV munu vélarnar fyrst lenda á Akureyri og svo í Keflavík. Kaffid.is fjallaði einnig um árshátíðina en þar sagði að óvenju mikil umferð hefði verið um Akureyrarflugvöll og ekki verið jafn þétt síðan Eyjafjallajökull gaus árið 2010.

Einar Geirsson var yfirkokkur en hann er yfirmatreiðslumaður veitingastaðarins RUB23. Yfirstjórn þjónustu var í höndum Árna Siemsen og þá var Guðjón Jóhannsson hjá Hljóðkerfaleigu Austurlands sem á um tæknimál. Framkvæmd kvöldsins var á vegum Hotel Haffner sem kemur að hundruð viðburða ár hvert. Ljóst er að árshátíð Samherja er ein stærsta skemmtun sem íslenskt fyrirtæki hefur haldið fyrir starfsmenn sína á erlendri grundu.

Boðið var upp á vegleg skemmtiatriði í Póllandi og afar veglegan hátíðarkvöldverð. Logi Bergmann Eiðsson og Rúnar Freyr stýrðu veislunni. Þá steig Matti Matt á svið og skemmti gestum með söng. Jónsi í Svörtum fötum og Erna Hrönn voru einnig á staðnum og skemmtu gestum sem voru í skýjunum með hina glæsilegu veislu.

 

 

Ari Brynjólfsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Heimir Karls – „Framvegis ætla ég að faðma fólk eða „olnboga“

Heimir Karls – „Framvegis ætla ég að faðma fólk eða „olnboga“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg breyting á Röggu nagla: Birti mynd af sér fyrir 10 árum – Sjáðu muninn

Ótrúleg breyting á Röggu nagla: Birti mynd af sér fyrir 10 árum – Sjáðu muninn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hverjir eru með stærstu og smæstu typpin í Hollywood? – Sú ráðgáta er loksins leyst

Hverjir eru með stærstu og smæstu typpin í Hollywood? – Sú ráðgáta er loksins leyst
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rúrik og Nathalia njóta lífsins saman

Rúrik og Nathalia njóta lífsins saman
Fókus
Fyrir 3 dögum

The Cranberries heiðra minningu Dolores O´Riordan með nýju lagi

The Cranberries heiðra minningu Dolores O´Riordan með nýju lagi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Netflix stefnt vegna Black Mirror Bandersnatch

Netflix stefnt vegna Black Mirror Bandersnatch
Fókus
Fyrir 4 dögum

Spider-Man Far From Home – Sjáðu stikluna úr næstu mynd

Spider-Man Far From Home – Sjáðu stikluna úr næstu mynd
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þitt eigið leikrit Ævars vísindamanns – Áhorfendur taka virkan þátt í sýningunni

Þitt eigið leikrit Ævars vísindamanns – Áhorfendur taka virkan þátt í sýningunni