fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Samherji hélt veislu ársins í Póllandi: Fimm flugvélar – Logi og Rúnar Freyr stýrðu 1000 manna veislu

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 16. apríl 2018 14:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjávarútvegsrisinn Samherji gerði vel við starfsmenn sína um helgina og flaug alla starfsmenn fyrirtækisins til Sopot í Póllandi. Samkvæmt heimildum DV var um að ræða 5 flugvélar sem Samherji leigði fyrir meira en þúsund manns en bæði starfsmenn í landi og áhafnir af skipum fóru með. Þá var einn besti kokkur landsins með í för og skemmtiatriðin voru ekki af verri endanum en Matti Matt, Jónsi Í Svörtum fötum og Erna Hrönn skemmtu gestum.

Makar munu hafa þurft að greiða rúmlega 45 þúsund krónur til að taka þátt í veislu ársins en eigendur Samherja eru Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson.

Farið var út á fimmtudegi og föstudegi, fólk sneri síðan heim í gær og í dag. Samkvæmt heimildum DV munu vélarnar fyrst lenda á Akureyri og svo í Keflavík. Kaffid.is fjallaði einnig um árshátíðina en þar sagði að óvenju mikil umferð hefði verið um Akureyrarflugvöll og ekki verið jafn þétt síðan Eyjafjallajökull gaus árið 2010.

Einar Geirsson var yfirkokkur en hann er yfirmatreiðslumaður veitingastaðarins RUB23. Yfirstjórn þjónustu var í höndum Árna Siemsen og þá var Guðjón Jóhannsson hjá Hljóðkerfaleigu Austurlands sem á um tæknimál. Framkvæmd kvöldsins var á vegum Hotel Haffner sem kemur að hundruð viðburða ár hvert. Ljóst er að árshátíð Samherja er ein stærsta skemmtun sem íslenskt fyrirtæki hefur haldið fyrir starfsmenn sína á erlendri grundu.

Boðið var upp á vegleg skemmtiatriði í Póllandi og afar veglegan hátíðarkvöldverð. Logi Bergmann Eiðsson og Rúnar Freyr stýrðu veislunni. Þá steig Matti Matt á svið og skemmti gestum með söng. Jónsi í Svörtum fötum og Erna Hrönn voru einnig á staðnum og skemmtu gestum sem voru í skýjunum með hina glæsilegu veislu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki