fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Eyjólfur blár og marinn eftir Sigga Sveins: „Hræddist ekki fasta bolta“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 9. september 2018 12:00

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyjólfur Kristjánsson, eða Eyfi eins og hann er gjarnan kallaður, var ein skærasta tónlistarstjarna Íslands á níunda og tíunda áratugnum þegar hann lék með Bítlavinafélaginu og söng fyrir Íslands hönd í Eurovision. Hann stendur núna á tímamótum og heldur stórtónleika Háskólabíói. Eyjólfur ræddi við DV um ferilinn, dekur í æsku, frægðina sem fór úr böndunum og gjaldþrotið í kjölfar bankahrunsins.

Þetta er brot úr stóru viðtali í helgarblaði DV.

Blár og marinn eftir Sigga Sveins

Eyjólfur er alinn upp í Vogahverfinu í Reykjavík og fæddur árið 1961 á heimili sínu í Sigluvogi.

„Ég kom svo hratt að móðir mín komst ekki á fæðingardeildina,“ segir Eyfi og hlær. „Ég fæddist í svefnherbergi foreldra minna.“

Eyjólfur var örverpið í fjölskyldunni, langyngstur af sex börnum hjónanna Kristjáns Björns Þorvaldssonar, stórkaupmanns og heildsala, og Guðnýjar Eyjólfsdóttur húsmóður. Fjárhagslega hafði fjölskyldan það ákaflega gott.

„Ég var náttúrlega hræðilegur krakki,“ segir Eyjólfur. „Algjör dekurrófa og örverpi. Það fer reyndar tvennum sögum af mér sem krakka. Annars vegar að ég hafi verið frekur og leiðinlegur og hins vegar að ég hafi verið frjór og skemmtilegur, enda hneigðist ég mjög snemma til tónlistar. Ég var látinn spila á píanó í partíum þegar ég var aðeins þriggja eða fjögurra ára gamall og gat á einhvern hátt klúðrað saman einhverju lagi. Ég var lengst heima af okkur systkinunum og flutti ekki að heiman fyrr en ég var 24 ára. Þess vegna var ég svolítill mömmustrákur. Hún kenndi mér ýmislegt sem hefur nýst seinna á lífsleiðinni. Við mamma leystum krossgátur saman og ég lærði góða íslensku af henni. Ég fékk alltaf tíu í einkunn í stafsetningu og þetta hefur nýst mér vel við gerð lagatexta.“

Ekki snerist þó allt um tónlist og Eyjólfur stundaði íþróttir af miklum móð, bæði knattspyrnu og handknattleik með Þrótti. Hann var í marki og segist hafa verið liðtækur, sérstaklega í handknattleik, og æfði með Sigurði Sveinssyni, síðar landsliðskempu. Eyjólfur segir:

„Siggi Sveins bjó á móti mér en var aðeins eldri en ég. Hann dinglaði alltaf bjöllunni heima og fékk mig með sér út í móa þar sem var handboltamark. Þar dúndraði Siggi á markið, andskoti fast auðvitað. Ég hræddist ekki fasta bolta þótt ég kæmi blár og marinn heim eftir æfingar. Ég held að ég hefði endað í landsliðinu hefði ég haldið áfram í markinu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“