fbpx
Fókus

Valgeir skildi eftir langt samband: „Ég hef aldrei upplifað annað eins niðurbrot á ævi minni“

Auður Ösp
Sunnudaginn 23. september 2018 20:00

Ljósmynd: DV/Hanna

Valgeir Skagfjörð ólst upp föðurlaus og átti sér þá ósk heitasta að eignast pabba. Móðir hans átti við áfengis- og geðræn vandamál að stríða og gengu Valgeir og yngri systkini hans sjálfala. Hann hitti föður sinn fyrst 17 ára gamall en varð fyrir svo miklum vonbrigðum að hann sleit öll tengsl við hann og vildi ekkert meira af honum vita. Um 22 árum síðar lágu leiðir feðganna saman á ný og það fyrir einskæra tilviljun.

Þetta er brot úr stóru viðtali í helgarblaði DV.

Skilnaðurinn var skelfileg lífsreynsla

Valgeir er svokallaður „allt muligt“ maður. Hann hefur komið víða við á lífsleiðinni. Tónlistarmaður, leikari, leikstjóri, námskeiðshaldari, kennari, markþjálfi og varaþingmaður eru á meðal þeirra titla sem hann hefur borið. Hann líkir lífinu við kafla. „Og ef þú lærir ekki eitthvað af hverjum kafla þá staðnar þú einfaldlega. Þá er engin framför.“

Hann útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1987 og var á fullu í „bransanum“ næstu árin. Seinustu árin hefur hann að mestu einbeitt sér að leikstjórn og kennslu. Stundum kemur þó fyrir að hann sakni leiksviðsins.

„Ég sakna stundum þessa tíma, ég held að það sé alveg eðlilegt fyrir þá sem hafa verið í þessum leiklistarbransa. Þetta var náttúrlega lífsstíll á sínum tíma. En svo eignaðist ég börn og fjölskyldu. Ég var eitthvað að leikstýra um tíma en svo hætti maður eiginlega að nenna þessu eilífa harki.“

Hann kvæntist Guðrúnu Gunnarsdóttur árið 2005, eftir 18 ára samband. Þau eignuðust þrjár dætur, þær Ólöfu Jöru, Önnu Hjördísi og Elísabetu en fyrir átti Valgeir dótturina Evu. Barnabörnin eru orðin fjögur talsins. Hjónabandi Valgeirs og Guðrúnar lauk 2010 og skilnaðurinn tók sinn toll á Valgeiri, andlega og líkamlega. Hann tjáði sig um þetta erfiða tímabil í lífi sínu í viðtali við DV á sínum tíma.

„Ég óska engum þess að standa í þessu því svona skilnaður er alveg skelfileg lífsreynsla. Ég hef aldrei upplifað annað eins niðurbrot á ævi minni. Bæði var þetta langur tími sem við Guðrún áttum saman, 23 ár, og við vorum búin að ganga í gegnum margt saman, bæði gleðistundir og erfiðleika eins og í öllum hjónaböndum.

Hjónaband er bara fyrirbæri sem þú átt á hættu að glata ef þú ert ekki með hugann við það alla daga. Það þarf í sjálfu sér ekki mikið  til. En það þarf rosalega mikla vinnu til þess að halda svona hlutum gangandi.

Maður upplifir þetta fyrst sem endi heimsins, en svo uppgötvar maður að þetta er upphafið að einhverju nýju.“

Auður Ösp
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Svanhildur viðurkennir vandræðalegt atvik – „Ég man aldrei neitt“

Svanhildur viðurkennir vandræðalegt atvik – „Ég man aldrei neitt“
Fókus
Í gær

Lítt þekkt ættartengsl: Neytandinn og Píratinn

Lítt þekkt ættartengsl: Neytandinn og Píratinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Puff Daddy fann ástina aftur með fyrirsætu af íslenskum ættum

Puff Daddy fann ástina aftur með fyrirsætu af íslenskum ættum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sara Riel opnar einkasýningu á laugardag – Freistar þess að treysta innsæinu

Sara Riel opnar einkasýningu á laugardag – Freistar þess að treysta innsæinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

POPUP Næturmarkaður í fyrsta sinn á Íslandi

POPUP Næturmarkaður í fyrsta sinn á Íslandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Flúrarinn Picasso Dular er væntanlegur til Íslands

Flúrarinn Picasso Dular er væntanlegur til Íslands